Þjóðmál - 01.09.2009, Page 48
46 Þjóðmál HAUST 2009
Bók breska sagnfræðingsins Nialls Fergu-son, prófessors við Harvard-háskóla,
The Ascent of Money – A Financial History of
the World (Peningarnir sigra heiminn – Fjár-
málasaga veraldarinnar), er mest selda harð-
spjaldabók sem Penguin-útgáfan á Bretlandi
hefur gefið út . Bókin fékk strax geysi góðar
við tökur austan hafs og vestan og hefur síð an
verið þýdd á fjölda tungu mála . Íslensk þýð-
ing Elínar Guðmundsdóttur er væntan leg
núna fyrir jólin frá Bókafélaginu Uglu .
Niall Ferguson þarf vart að kynna . Fyrri
bækur hans hafa verið gerðar að vinsælum
sjón varpsþáttum, svo sem Empire (um
breska heimsveldið), The War of the World
(um hinar blóðugu styrjaldir á 20 . öld) og
nú síðast The Ascent of Money (Peningarnir
sigra heiminn) .
Peningarnir sigra heiminn þykir afburða
góð lýsing á mætti peninganna í sögu
manns ins frá upphafi vega . Í bókinni er
m .a . lýst því hvernig fjármál koma við sögu
í helstu atburðum mannkynssögunnar .
Ferguson skýrir t .d . hvernig franska bylt-
ingin á upptök sín í hlutabréfabólu, hvernig
fjármálamistök breyttu Argentínu úr sjötta
ríkasta landi heims í verðbólguviðundur
og hvernig fjármálabylting hefur umbreytt
fjölmennasta ríki heims á fáum árum úr
þriðja heims ríki í stórveldi .
Peningarnir sigra heiminn
Ný bók hins heimsþekkta sagnfræðings,
Nialls Ferguson, er ein af jólabókunum í ár
Ekki síst þykir bókin geyma glögga
lýsingu á fjármálakreppunni sem skall á
fyrir ári síðan . Bókin kom út innbundin
sumarið 2008 en Ferguson sá fyrir hvað
var í vændum . Þekking hans á sögu legri
framvindu gerði honum það kleift . Hann
skrifaði síðan nýjan inngang að bókinni
þegar hún kom út í kilju núna í sumar þar
sem hann tók mið af því sem síðan hafði
gerst . Íslenska þýðingin er gerð eftir þeirri
útgáfu .