Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 72

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 72
70 Þjóðmál HAUST 2009 eða sérstaklega útvalinn yfirmaður var til leiðsagnar . Hann hafði lært lexíurnar sínar . Ef einhver vildi ræða nánar við verka mann, var einfalt að koma því í kring . Einn þeirra var beðinn að stíga fram, en ef gesturinn vildi tala við einhvern annan, þá var það og í lagi . Allir í þessari deild voru sér þjálfaðir í að tala við útlendinga og sendinefndir og vissu ætíð rétt svör við spurningum . Þeir gáfu ljómandi mynd af húsnæði sínu og af kaupinu, af tryggingum og öðrum kjörum, og gestunum fannst ætíð, að þeir væru svo vel upplýstir, að þeir dáðust að því, hve hátt menntunarstig sovétverkamanna var . Allt gekk á sama hátt fyrir sig í samyrkjubúum og sjúkrahúsum . Gestunum voru sýnd sér stök fyrirmyndarsjúkrahús og barna- heim ili . Á þeim síðarnefnda voru þriggja til fjög urra ára börn, sem héldu tónleika . Leið sögu maðurinn skýrði svo frá, að þetta væru börn verksmiðjuverkamanna, sem ættu heima eða ynnu í þessu borgarhverfi . Einnig voru sumir gestir ráðstjórnarinnar látnir skoða samyrkjubú í þorpinu Brovarí skammt frá Kænugarði, en þar hafði verið komið upp risastórum leiktjöldum, ef marka má lýsingar sjónarvotta .52 Boðsferðir Íslendinga til Kína eftir sigur kommúnista í borgarastríðinu þar 1949 virðast hafa verið skipulagðar á svipaðan hátt . Íslenskir kommúnistar og sósíalistar þurftu þó ekki að láta blekkjast . Nægar heim ildir voru til á þeirri tíð um ógnarstjórn- ina í kommúnistaríkjunum, og skal hér aðeins fátt eitt nefnt . Morgunblaðið birti til dæmis sumarið 1933 frásagnir breska blaða mannsins Malcolms Muggeridge af hung ur sneyðinni í Úkraínu .53 Nokkur íslensk blöð gerðu útdrætti 1937 úr ferða- bók franska rithöfundarins Andrés Gide frá Ráðstjórnarríkjunum, þar sem hann 52 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, 252 .–253 . bls . 53 „Frá Rússlandi,“ Mbl. 19 . júlí 1933 . lýsti biðröðum og vöruskorti í rúss nesk- um borgum, flökkubörnum á vegum úti, fáfræði þegnanna um önnur lönd og hinni skil yrðislausu Stalínsdýrkun .54 Í Morg un ­ blaðinu 1937 sagði í löngu máli frá fjórum nýlegum bókum um kúgun undir ráð- stjórn, Som arbetare i Sovjet (Verkamaður í Ráðstjórnarríkjunum) eftir sænska komm- únistann Anders Bradlund, Onkel, giv os brød (Frændi, gefðu okkur brauð) eftir danska búfræðinginn Arne Strøm, I speak for the Silent (Ég tala fyrir hina þöglu) eftir rússneska fiskifræðinginn Vladímír Tsjernavín og I was a Soviet Worker (Ég var ráð stjórnarverkamaður) eftir bandaríska komm únistann Andrew Smith .55 Nýja dag­ blaðið, sem framsóknarmenn gáfu út, birti í ársbyrjun 1938 tvær greinar um lök lífskjör í Ráðstjórnarríkjunum eftir Harry Levin, sem verið hafði erindreki Kominterns á Íslandi .56 Um svipað leyti og Halldór Kiljan Laxness sendi Gerska æfintýrið í prentsmiðju haustið 1938, kom út bókin Þjónusta, þrælkun, flótti eftir finnska prestinn Aatami Kuortti, sem verið hafði í þrælkunarbúðum ráðstjórnarinnar við Hvítahaf . Í árslok 1940 birti Nýtt land kafla úr ritinu Í leynilögreglu Stalíns (In Stalin’s Secret Service) eftir Walter Krívítskíj, sem verið hafði liðsforingi í leyniþjónustu ráðstjórnarinnar .57 Haustið 54 „Heim frá Sowjet,“ Lesbók Morgunblaðsins 10 . janúar 1937; „Sannleikurinn um Sovét-Rússland,“ Nýja dbl. 19 . janúar 1937; „Heim frá Sovét-Rússlandi,“ Abl. 1 . og 2 . mars 1937 (grein e . Johan Scharffenberg, sem birtist upphafl . í Arbeiderbladet í Osló) . Einnig birtist kafli e . Gide í Vöku 1939, 117 .–125 . bls . 55 Andrew Smith: „Ég var ráðstjórnarverkamaður …“ Mbl. 7 . janúar 1937; „Þriggja daga greinaflokkur . Bækur um Rússland,“ Mbl. 1 ., 2 . og 3 . júlí 1937 . Einnig birtist útdráttur úr bók Arnes Strøm í Stormi, 23 . og 31 . mars, 17 . apríl, 18 . maí, 8 . júní, 1 ., 16 ., og 30 . júlí, 9 . og 24 . september, 20 . og 31 . október 1937 og 1 ., 14 . og 26 . maí, 4 . og 16 . júní, 8 . júlí, 9 . og 31 . ágúst 1938 . 56 Harry Levin: „Kjör rússneskra verkamanna,“ Nýja dbl. 14 . janúar 1938; sami: „Hungurkjör rússneskra verkamanna,“ Nýja dbl. 6 . mars 1938 . 57 „Ég var njósnari Stalíns,“ Nýtt land 29 . nóvember og 6 . desember 1940 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.