Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 67

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 67
 Þjóðmál HAUST 2009 65 1930 .17 Eftir flokksstofnunina haustið 1930 fylgdu íslenskir kommúnistar dyggilega línunni frá Moskvu . Þeir bergmáluðu það 1932–1934, sem Kremlverjar sögðu, að hættulegustu andstæðingar kommúnista væru jafnaðarmenn eða „sósíalfasistar“, og þegar Kremlverjar skiptu um skoðun um og eftir 1935 og hófu baráttu fyrir samfylkingu kommúnista og jafnaðarmanna, gerðu íslenskir kommúnistar slíkt hið sama . Fóru forystumenn íslenskra kommúnista, eink- um Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarna- son, reglulega til Moskvu til að gefa skýrslur og taka við fyrirmælum . „Við leggjum kommúnistaflokkinn aldrei niður öðru vísi en sem herbragð,“ sagði Ein ar Olgeirsson við Benjamín Eiríks son í ársbyrjun 1937 .18 En ólíkt því, sem gerð- ist annars staðar á Norðurlöndum, voru þeir jafnaðarmenn ýmsir til á Íslandi, sem kusu samstarf við kommúnista, svo að Sósíalista flokkurinn var stofnaður haustið 1938 . Forystumenn hans voru flestir hinir sömu og kommúnistaflokksins og héldu áfram að gefa Kremlverjum skýrslur og taka við fyrirmælum, eins og ekkert hefði í skorist . Þeir studdu samstarf Stalíns við Hitler eftir griðasáttmála einræðisherranna tveggja sumarið 1939, fögnuðu innrás Stalíns í Pólland þá um haustið, neituðu að fordæma árás hans á Finna skömmu síðar og beittu sér hart gegn breska hernámsliðinu á Ís landi, uns Hitler réðst inn í Ráðstjórnar rík in sumarið 1941 og Stalín gerðist banda mað ur Breta . Kristinn E . Andrésson fór til Moskvu vorið 1940, gaf skýrslur og tók við fyrirmælum,19 og Einar 17 Hannes H . Gissurarson: „Erindrekar Kominterns á Íslandi,“ Rannsóknir í félagsvísindum, IX . b . (Rvík 2008), 647 .–658 . bls . 18 Hannes H . Gissurarson: Benjamín H. J. Eiríksson í stormum sinna tíða (Rvík 1996), 175 . bls . 19 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan (Rvík 1999), 152 .–153 . bls .; Komintern: 495 18 1320, 145–153 . Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, 153 .–154 . bls . „Ratschläge für die Politik der Kommunisten in der Sozialistischen Olgeirsson fullviss aði leyni þjónustumenn frá Ráðstjórnarríkjun um sumarið 1942 um, að íslenskir kommúnist ar myndu reyna að þoka Íslandi út af áhrifasvæði Bandaríkjanna eftir stríð .20 Næsta aldarfjórðung sendi Sósíalistaflokkurinn oft fulltrúa á þing kommúnista í Mið- og Austur-Evrópu .21 Fulltrúar hans sóttu einnig þing kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna í Moskvu 1952, 1956, 1959, 1961 og 1966, og hefur þar veist tækifæri til að gefa skýrslur og taka við fyrirmælum, auk þess sem Einar Olgeirsson var tíður gestur í sendiráði Kremlverja í Reykjavík .22 Alþýðubandalagið hafði starfað sem kosningabandalag frá 1956, en varð stjórnmálaflokkur 1968, um leið og Sósíalistaflokkurinn var lagður niður . Þótt það samþykkti að slíta sambandi við kommúnistaflokka þeirra ríkja, sem Einheitspartei Islands,“ 9 . maí 1940; Komintern: 495 15 104 1–2 . Einnig: Lbs . án safnmarks . Bs . Þóru Vigfúsdóttur . Bréf Kristins E . Andréssonar . 20 Jón Ólafsson: Kæru félagar (Rvík 1999), 127 .–130 . bls . Komintern: 495 74 182, stimplað 30 . 11 . 1942 . 21 Sjá t . d . „Furðuleg hlédrægni Einars Olgeirssonar,“ Mbl. 15 . júní 1949; „Reykjavíkurbréf,“ Mbl. 20 . júní 1949 . Örstutt klausa kom í Þjóðviljanum þriðjudaginn 14 . júní um, að Einar hefði komið til Reykjavíkur úr ferð til Danmerkur og Tékkóslóvakíu 13 . júní . Um ferðina til Austur-Þýskalands, sjá Jón Ólafsson: Kæru félagar, 152 . bls . 22 „Kveðja Brynjólfs Bjarnasonar á 19 . flokksþingi kommúnistaflokks Sovétríkjanna,“ Þjv. 5 . nóvember 1952; „Brynjólfur við fótskör meistarans,“ Mbl. 31 . október 1952 (þar sem þýðing á ræðunni eftir Moskvuútvarpinu var birt); „Íslenska þjóðin hefur aldrei unað og mun aldrei una erlendri yfirdrottnun,“ Þjv. 9 . mars 1956 (ávarp Eggerts Þorbjarnarsonar á flokksþinginu 1956 í heild); „21 . þing kommúnistaflokks Sovétríkjanna,“ Þjv. 27 . janúar 1959; „Er Kristinn þar einn frá Íslandsdeildinni?“ Mbl. 28 . janúar 1959; „Kristinn og Tryggvi Emilsson í Moskvu,“ Mbl. 3 . febrúar 1959; J[ón] B[jarnason]: „Áður langt líður skal okkar verkafólk hafa betra líf og meira öryggi en nokkurs staðar í veröldinni,“ Þjv. 14 . febrúar 1959 (viðtal); „Kristinn Andrésson stígur í stólinn hjá Krúsjeff,“ Mbl. 5 . febrúar 1959; Kristinn E . Andrésson: „Flokksþing í Sovétríkjunum,“ Þjv. 14 . apríl 1959; „Krústjoff nefnir dæmi um réttarfarsbrot í Sovétríkjunum á dögum Stalíns,“ Þjv. 1 . nóvember 1961; „Krúsjeff ógnar,“ Mbl. 19 . október 1961 (leiðari); „23 . þing kommúnistaflokks Sovétríkjanna hefst í dag,“ Þjv. 29 . mars 1966; „Kommúnistar hræddir við að sýna sitt rétta andlit,“ Mbl. 29 . mars 1966 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.