Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 40

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 40
38 Þjóðmál HAUST 2009 Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðan hann var stofnaður unnið þjóð sinni ómetan legt gagn . Formenn hans, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson, börðust t .d ., árum saman fyrir afnámi haftanna sem héldu þjóðinni í ára- tuga fjötrum og sköp uðu lífs kjarabyltingu Við- reisn ar áranna . Dav íð Odds son frelsisvæddi staðnað þjóðfélag og skapaði lífskjarabyltingu aldamóta ár anna síðustu . Svo mætti lengi telja . Það þarf ekki lengi að bera saman árangur ríkis stjórna þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með forystu og vinstri stjórna til að sjá að það hefur reynst þjóðarbúinu og landsmönn um best að fela Sjálfstæðisflokknum for ystu hlut verk í íslenskum stjórnmálum . Eftir hrunið sl . haust féll ekki bara fjár- málakerfið, heldur hrundi skyn semin hjá hluta þjóðarinnar gjörsamlega . Fólk kom saman á Austurvelli og barði potta og pönnur, öskraði og æpti . Þokkalega skyn samir menn stóðu í pontu og töluðu frá sér allt vit . Því var meðal annars haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn, með Davíð Oddsson í broddi fylkingar, hefði valdið þessu mikla hruni sem varð á haustmánuðum 2008 . Það má til sanns vegar færa, að Davíð hefur verið einna áhrifamestur Íslendinga síðasta aldarfjórðunginn eða svo og jafnframt sá, sem hefur fengið hvað mest framan í sig, af lygi og órökstuddum dylgjum . Á netinu er til dæmis myndband þar sem Davíð segist ekki hafa tekið þátt í að mæra útrásina, en svo kemur myndskeið þar sem hann stýrir húrrahrópum til heiðurs útrásar- víkingum . Markmiðið er að sýna Davíð sem lygara og lýðskrumara . En höfundar myndbandsins villa um fyrir fólki . Seinni hluti myndbandsins er frá af- hend ingu viðurkenningar Út flutn ings ráðs árið 2005, en þá var Davíð utanríkisráð herra . Ég fór á heimasíðu utan ríkis ráðuneytisins og fann þar ræðuna sem Davíð flutti . Þar hvatti hann meðal annars banka menn til að fara ekki eins geyst í lán veitingum og þeir höfðu gert . Þessi viðvörunarorð Davíðs voru engin ný- lunda á þessum tíma . Árið 2004, þegar hann var forsætisráðherra, hafði hann t .d . uppi svipuð viðvörunarorð á ársfundi Seðla bank- ans, ef ég man rétt . Inntakið í opin berum um- mælum Davíðs Oddssonar um viðskipta lífi ð í gegnum tíðina er „sígandi lukka er best“ . Með myndbandinu er því vísvitandi ver ið að skrumskæla skoðanir Davíðs . Einkavæðing bankanna hefur oft verið köll uð einkavinavæðing, án þess að al- menni legur rökstuðningur lægi þar að baki . Þeir sem valdir voru til að kaupa bankana nutu trausts í þjóðfélaginu á sínum tíma . Samson-hópurinn var meðal annars valinn vegna þess að talið var að hann gæti greitt kaupverðið með dollurum sem nýttist vel til að greiða skuldir ríkisins . Eftir hrunið hafa hins vegar komið fram upplýsingar sem ekki lágu fyrir á sínum tíma . Jón Ríkharðsson Að dæma rétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.