Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 93
Þjóðmál HAUST 2009 91
annarra og framboð af fjármálaafurðum
tengdum gjaldmiðlunum er einnig miklu
meira . Þetta eru því hag kvæm ustu myntir
heims, þar sem fjármagnsflæði er frjálst .
Í huga hagfræðinga er verð mynd un á
markaði nánast heilög . Því er verðbólga
eitur í beinum þeirra þar sem hún brengl ar
þau skilaboð sem verð fela í sér . Tal Keynes-
ista um hollenska veiki er því sérs-
tak lega sér kennilegt . Þannig var að
Hollend ingar fundu olíu og við það
færðust fram leiðslu þættir í land-
inu til og fóru að nýtast í þennan
ábatasama iðnað . Hagvöxtur jókst
og holl enska gyllinið hækkaði, við
það svarf að öðrum iðnaði sem
ekki skapaði sömu verðmæti . Ég
á bágt með að skilja hvaða veiki
það er sem skapar meiri hagvöxt
og færir framleiðsluþætti þangað sem þeir
nýtast best . Á sama hátt er sérkennilegt að
hugsa sér Ísland sem framleiðir eina vöru,
t .d . fisk, en svo koma fram aðrar þjóðir
og gera það ódýrar, s .s . Kína, og þá finnst
hagfræðingum eðlilegt að íslenska krónan
lækki, til að rýra hag allra landsmanna svo
hægt sé að halda áfram fiskvinnslu, frekar en
að skilaboðin komist alla leið og Íslendingar
færu þá að framleiða eitthvað sem þeir hefðu
einhverja yfirburði í . Ef Íslendingar hefðu
svo enga yfirburði í neinu, sem er ólíklegt
miðað við stöðu lands og auðlindir, þyrfti
einfaldlega að lækka laun fiskvinnslunnar,
en ekki allra landsmanna .
Þessi gamla skoðun, sem Krugman er
fastur í, með sjálfstæða gjaldmiðla og frjálsa
fjármagnsflutninga brenglar alla frásögn
hans af kreppunum sem hann rekur .
Krugman fjallar mikið um ríki Suður-
Ameríku og margar fjármálakrísur þeirra
en minnist ekkert á kenningu Ricardo
Hausman: „Gjaldmiðill á ekkert líf ef
fyrir tæki og stofnanir landsins geta ekki
fjármagnað sig í honum al þjóðlega“ . Þessi
einfalda kenn ing stenst skoðun nútímans .
Krugman fjallar sérstaklega um Argen-
tínu og beinir mjög sjón um að myntráði
landsins . Hann minn ist ekki á það að
Argentínu menn hunsuðu raungengi gjald-
miðils síns við gjaldmiðilsbreytinguna .
Þeir höfðu þrjá pesóa fyrir hvern dollar,
sem þeir ætluðu samt að bindast 1 á móti
1 . Svo kennir hann trú erlendra fjárfesta
um það að kerfið hafi hrunið .
Loks þegar erlendir fjárfestar
áttuðu sig á því að myntráðið
var falskt, tóku þeir auðvitað
til fótanna og pesóinn féll um
70% eða í 1 á móti 3, líkt og
efni stóðu til . Krugman fjallar
einnig um Taíland, Indónesíu
og Mexíkó í bókinni en samt
er ekkert minnst á ókosti þess
að hafa eigin gjaldmðil . Í öllum
þessum tilfellum var um það að ræða
að fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir
í viðkomandi landi fjármögnuðu sig í
erlendum myntum . Hann lýsir því skref
fyrir skref hvernig gjaldmiðlarnir hækka og
þenslan eykst, bankakerfið er drifið áfram
af lausatökum í peningamálum og erlendu
innflæði, en svo kemur að skuldadögum .
Í stað þess að draga ályktun af þessum
síendurteknu misheppnuðu tilraunum
í sjálfstæðri peningastefnu, þá leggur
Krugman það þannig út að menn hefðu átt
að hækka vexti fyrr, eða beita inngripum á
annan hátt, í stað þess að hreinlega lýsa því
sem er lærdómurinn: Sjálfstæðar myntir bera
sig ekki á alþjóðlegum markaði, nema þær
fimm stærstu, eða svo . Krugman bendir
á Bret land eftir að það var nauðbeygt úr
ERM 1992 og hversu sú gengisfelling
hafi „tekist vel“ en horfir algerlega fram
hjá því að ein stakl ingar, fyrirtæki og
stofn anir í Bretlandi voru fjármagnaðar í
pundum en ekki erlendum gjaldeyri, sem
er grundvallarmunur í samanburði við hin
ríkin og sam rýmist kenningu Hausman sem
sagði að möguleikinn á að geta fjár magnað