Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 19
Þjóðmál HAUST 2009 1717 Þjóðmál SUmAR 2006
„Sumir urðu mjög reiðir, en margir skildu
afstöðu mína . Yfirlýsingin sem ég sendi frá
mér var mjög afgerandi en í stuttu máli .
Hvar sem ég fór vildi fólk úr öllum flokkum
tjá mér þakklæti og saknaðarkennd . Ég
gladd ist líka yfir því að samkvæmt skoð ana-
könnunum sögðu um 60% þjóðar inn ar sjá
eftir mér úr stjórnmálunum .“
En þú lést þig strax hverfa eftir afsögnina .
„Já, ég fór til útlanda og var þar í þrjár
vikur svo ég þyrfti ekki, við þessar aðstæður,
að ræða málið frekar .“
Guðna Ágústssyni blöskrar veldi „auð-manna“ – þ .e . skuldakónganna – á
undanförnum árum . Hann lítur réttilega á
fjölmiðlamálið sem prófstein á það hverjir
raunverulega réðu í landinu, ríkisstjórnin
eða skuldakóngarnir (í því tilviki Baugs-
veldið) . Hann segir:
„Ég hef haldið því fram að upp úr alda-
mótunum hafi þróast hér nýtt auðvald,
allt öðruvísi athafnamenn en við áttum að
venjast . Við höfðum átt mjög heiðarlega
athafnamenn, bæði í samvinnuhreyfingu og
einkarekstri, fólk sem vann fyrir bæinn sinn,
sveitina sína, fyrirtækið sitt, þjóðina sína . En
upp úr aldamótunum var komið allt annars
konar auðvald, grimmt og gráðugt . Það er
sannarlega rannsóknarefni hvaða völdum
það náði á Íslandi . Þetta auðvald komst á
flug eftir að hafa hnekkt fjölmiðlalögunum
umdeildu . Þar með fengu þessir menn að
leika lausum hala – og er óhætt að segja að
þeir hafi leikið landið grátt .“
Hið nýja auðvald vildi ná yfirráðum yfir
stjórnmálamönnunum?
„Já, það er engin spurning . Baugsveldið
lagði grunn að því upp úr aldamótunum að
eignast stjórnmálaflokka . Samfylkingin er
til vitnis um það . Borgarnesræða Ingibjarg-
ar studdi veldi Baugs í samfélaginu .
Og Baug ur, sú mikla samsteypa, tókst
á við ráðandi stjórnmálavald . Baugur var
aldrei sáttur við Davíð Oddsson og Sjálf-
stæðisflokkinn vegna þess að Davíð virtist
snúast gegn skapara flokksins, frelsinu .
Honum óaði veldi þessara manna og yfir-
gangur . Málaferlin gegn Baugi sköpuðu hér
stríðsástand, ekki síst á milli Baugs og Sjálf-
stæðisflokksins og var ekkert sparað til .
Björgólfsveldið og innkoma þeirra feðga
var auðvitað Sjálfstæðisflokknum mjög
þókn anlegt . S-hóp urinn er síðan alltaf
kenndur við Fram sóknarflokkinn . Ég hef
reyndar viljað trúa úttekt Ríkis endur skoð-
unar á sölu Bún aðar bankans, að þar hafi allt
verið með felldu . Ég sem stjórnmálamaður
átti reyndar aldrei nein samskipti við þennan
hóp fjárfesta . Ég að vísu sat heldur ekki í
einkavæðingarnefnd ríkisstjórnarinnar og
kom formlega lítið að þessum málum .
Þegar stjórnmálavaldið varð undir í fjöl-
miðla málinu sumarið 2004 var fátt sem
stoppaði „útrásarvíkingana“ . Og í framhald-
inu tók hjarðeðlið við .
Maður kannast við þetta úr sveitinni
þegar hjarðeðlið hleypur í hundana og
þeir leggjast á sauðfé . Eins gerðist með
„útrásarvíkingana“ . Þeir voru í sama báti og
réðu ferðinni, ekkert gat stoppað þá . Þeir
fóru hraðar og hraðar og af meiri glannaskap
og skuldir þeirra eru nú að falla á þjóðina .
Það er heldur engin spurning í mínum
huga að þeir sem sátu í ríkisstjórn í aðdrag-
anda bankahrunsins, ríkisstjórn Geirs H .
Haarde og Ingibjargar Sólrúnar, verða að
líta í eigin barm . Þeir brugðust ekki síður
en allt okkar eftirlitskerfi . Auðvitað gerist
þetta á lengri tíma en engar aðvaranir komu
frá ráðherrum efnahagsráðuneytanna þeg ar
ég var í ríkisstjórn hvað bankana varðar .
Það þarf líka að fara yfir það og rannsaka .
Hvar var Fjármálaeftirlitið? Hvar var Samkeppniseftirlitið? Og hvar
var Kauphöllin þegar útrásin var komin
á þennan ógnarhraða og fyrir liggur að