Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 80

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 80
78 Þjóðmál HAUST 2009 Ofangreindur texti reyndist of langur fyrir kynningu Forlagsins og er hann því birtur hér . Ég vil skýra betur orð mín um samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og þá skoðun, að strax eftir hrunið hafi sam- starfsstrengur þess brostið . Nægir að nefna tölvubréf frá 8 . október 2008 frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til Geirs H . Haarde, forsætisráðherra, og Össurar Skarphéðinssonar, staðgengils hennar . Ingi- björg Sólrún var þá í New York að ná sér eftir heilaskurðaðgerð . Bréfið sýnir, að Ingibjörg Sólrún bar þann hug til Davíðs Oddssonar, að henni var um megn að þola hann áfram sem seðlabankastjóra . Hve djúpstæð þessi óvild hennar í garð Davíðs var og ósætti hennar við, að hann sæti sem seðlabankastjóri, birtist mér í raun ekki, fyrr en ég las bréf hennar í bók Guðna Th . Ingibjörg Sólrún var erlendis, þegar Dav íð Oddsson kom á fund ríkisstjórnarinnar 30 . september . Mikið hefur verið rætt um þessa fundarsetu Davíðs og sýnist sitt hverjum . Guðni Th . segir í bók sinni: Meðal ráðherra fór tvennum sögum af fasi hans [Davíðs] og blæbrigðum í tali . Annað hvort „ruddist“ hann inn á fundinn og lagði eindregið til að þjóðstjórn yrði skipuð í landinu, eða hann hafði ósköp sakleysislega orð á þessu „í forbifarten“ . Hvað sem því leið var í hæsta máta óvenjulegt að embættismaður talaði með þessum hætti á ríkisstjórnarfundi . En þetta voru óvenjulegir dagar og Davíð Oddsson var ekki venjulegur embættismaður . Fæstum (jafnvel engum) sem sat þennan ríkisstjórnarfund duldist að hann brann í skinninu að fá að taka stjórn aðgerða í sínar hendur . (bls . 72) Vegna þessara orða Guðna Th . skoðaði ég vefsíðu mína til að sjá, hvað ég hefði sagt um þjóðstjórn þar og sló inn það leitarorð . Ég sé, að á sínum tíma taldi ég ekki neina töfralausn á ástandinu eftir bankahrunið að mynduð yrði þjóðstjórn . Hinn 6 . desember 2008 vík ég að ríkisstjórnarfundinum 30 . september 2008 á þennan veg: Ríkisstjórnarfundurinn komst í fréttir vegna þeirra orða Davíðs að aðstæður í þjóðfélaginu væru svo alvarlegar, að með þeim mætti rökstyðja nauðsyn þess að mynda þjóðstjórn . Hinn 3 . febrúar 2009 segi ég á vefsíðu minni: Á þeim tíma, sem ég sat í ríkisstjórn með Samfylkingunni, man ég ekki eftir, að hún hafi lýst nokkrum efnislegum ágreiningi vegna ákvarðana bankastjórnar seðlabankans á fund um ríkisstjórnarinnar, nema þegar Össur Skarp héðinsson varð hræddur um stólinn sinn, af því að Davíð nefndi orðið þjóðstjórn en gat þess jafnframt, að hún væri ekki góður kostur, þar sem engin yrði stjórnarandstaðan . Guðna Th . segir réttilega, að Davíð var enginn venjulegur embættismaður . Hann hafði raunar setið í ríkisstjórn með mörgum okkar, sem hittum hann þarna 30 . september, bæði úr Sjálfstæðisflokki og Sam fylkingu . Í tíð Davíðs sem forsætis ráð herra var ekki algengt, að embættismenn sætu fundi ríkisstjórnar . Hafði slíkum heimsóknum fækkað, frá því að ég starfaði í forsætisráðuneytinu 1974 til 1979 . Þá voru embættismenn oft kallaðir á ríkis stjórn ar fundi til að ræða efnahagsmál eða land helgis deilur við Breta, svo að dæmi séu nefnd . Töluðu þeir síður en svo alltaf upp í eyrun á ráðherrunum . Þeir gáfu ráð og vöktu máls á óþægilegum staðreyndum eins og vera ber . Kenningin um, að Davíð hafi viljað taka mál í sínar hendur, er ekki rökstudd . Hún kann að byggjast á því, að innan seðlabankans höfðu verið kallaðir saman sérfróðir menn í viðbragðshóp . Á vegum viðskiptaráðuneytis starfaði hins vegar hópur embættismanna, sem hafði búið í haginn fyrir neyðaraðgerðir eins og síðan birtust með svonefndum neyðarlögum .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.