Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 35

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 35
 Þjóðmál HAUST 2009 33 2 . Geta Íslendingar borgað? 3 . Hvernig og hversu mikið á að greiða? Samninganefnd Íslands, undir forystu Svav ars Gestssonar, virðist eingöngu hafa svarað fyrstu spurningunni játandi, látið þar við sitja og skrifað undir það sem fyrir hana var lagt . Samninganefndinni bar þó sannarlega að horfa til og benda viðsemjend um á fjárhagsstöðu Íslands . Þá hlýtur henni að hafa verið skylt að kappkosta að tilkostnaður Íslands yrði sem minnstur og í samræmi við lög . Það vekur til dæmis furðu að samþykkt hafi verið „skaðleysi“ gagnvart Bretum vegna beitingar hryðjuverkalaga, en ekki gerð minnsta tilraun til að fara fram á sambærilegt skaðleysi til handa Íslandi vegna beit ingar neyðarlaga og ráðstöfunar á eignum Landsbankans . Var það ekki gert fyrr en síðar eftir að gagnrýni á þetta atriði kom fram . Þá lágu fjármunir Landsbankans vaxta- lausir á reikningum breska seðla bankans, en Íslendingar samþykkja hins vegar að greiða vexti af láni frá Bretum frá síð ustu áramótum, jafnvel þótt íslenska inn stæðu- sjóðnum sé heimilt, lögum sam kvæmt, að fresta greiðslu vaxtalaust til næst komandi nóvembermánaðar . Ís lend ingar greiða jafn framt allan ráð- gjafar- og samningskostnað Breta og Holl- endinga, sem nemur nokkrum milljónum evra, en virðast svo enga ráðgjafa hafa ráðið sjálfir svo heitið getur . Allt ber hér að sama brunni . Svavar fór, sá og sigraði ekki! Sú „glæsilega niðurstaða“ sem Stein- grímur J . Sigfússon lofaði varð að algerri kné setningu Íslands . Þegar Svavar Gestsson fór í hátíðarviðtal við Morgun­ blaðið, sem frá fyrsta degi ákvað að berjast fyrir samningunum, sagðist hann ekki hafa viljað hafa þetta mál hangandi yfir sér alltof lengi . Hins vegar var það svo að þegar samningaviðræðunum lauk var öll hætta liðin hjá varðandi stöðugleika banka kerfis Evrópuþjóða . Íslendingar hefðu vel getað tekið lengri tíma til að átta sig á stöðu mála . Af ummælum Jóhönnu Sigurð- ar dóttur og Steingríms J . Sigfússonar fyrstu dagana eftir að samningunum lauk var ljóst að þau vissu ekkert hvað í þeim fólst . Það ábyrgðarleysi er vítavert en útskýrir kannski sífellt háværrari raddir innan stjórnar flokkana um að nauðsynlegt sé Jóhanna Sigurðardóttir víki úr forsætisráðuneytinu . Til þess að setja Icesave-málið í rétt samhengi er rétt að svara framangreindum spurningum hverri fyrir sig . Ber Íslendingum að borga? Víkjum fyrst að grundvallarspurning-unni um hvort Íslendingum beri að borga skuldbindingar einkafyrirtækisins Lands banki Íslands hf . Komið hafa fram veigamikil rök frá mikilsmetnum lögfræð- ing um, íslenskum sem erlendum, um að svo sé ekki . Hér verður ekki tekin afstaða til þessa álitamáls . Ef alþingismenn hins vegar svara því játandi að Íslendingum beri að borga ber þeim að tryggja að það sé gert með sem lægstum tilkostnaði og minnstum byrðum á íslensk fyrirtæki og íslenska skattgreiðendur í nútíð og framtíð . Jafnframt að það sé tryggt að unnt sé að standa undir þessum skuldbindingum . Það er raunar stórmerkilegt að alþingismenn treysti sér til þess að skera úr um það sjálfir hvort þeim beri að gangast í ábyrgð fyrir Landsbankann eftir að hann er gjaldþrota . Til þess að skygnast dýpra í málið er rétt að horfa framhjá fyrstu spurningunni og segja sem svo að Íslendingum beri að styðja íslenska innistæðutryggingarsjóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.