Þjóðmál - 01.09.2009, Side 35

Þjóðmál - 01.09.2009, Side 35
 Þjóðmál HAUST 2009 33 2 . Geta Íslendingar borgað? 3 . Hvernig og hversu mikið á að greiða? Samninganefnd Íslands, undir forystu Svav ars Gestssonar, virðist eingöngu hafa svarað fyrstu spurningunni játandi, látið þar við sitja og skrifað undir það sem fyrir hana var lagt . Samninganefndinni bar þó sannarlega að horfa til og benda viðsemjend um á fjárhagsstöðu Íslands . Þá hlýtur henni að hafa verið skylt að kappkosta að tilkostnaður Íslands yrði sem minnstur og í samræmi við lög . Það vekur til dæmis furðu að samþykkt hafi verið „skaðleysi“ gagnvart Bretum vegna beitingar hryðjuverkalaga, en ekki gerð minnsta tilraun til að fara fram á sambærilegt skaðleysi til handa Íslandi vegna beit ingar neyðarlaga og ráðstöfunar á eignum Landsbankans . Var það ekki gert fyrr en síðar eftir að gagnrýni á þetta atriði kom fram . Þá lágu fjármunir Landsbankans vaxta- lausir á reikningum breska seðla bankans, en Íslendingar samþykkja hins vegar að greiða vexti af láni frá Bretum frá síð ustu áramótum, jafnvel þótt íslenska inn stæðu- sjóðnum sé heimilt, lögum sam kvæmt, að fresta greiðslu vaxtalaust til næst komandi nóvembermánaðar . Ís lend ingar greiða jafn framt allan ráð- gjafar- og samningskostnað Breta og Holl- endinga, sem nemur nokkrum milljónum evra, en virðast svo enga ráðgjafa hafa ráðið sjálfir svo heitið getur . Allt ber hér að sama brunni . Svavar fór, sá og sigraði ekki! Sú „glæsilega niðurstaða“ sem Stein- grímur J . Sigfússon lofaði varð að algerri kné setningu Íslands . Þegar Svavar Gestsson fór í hátíðarviðtal við Morgun­ blaðið, sem frá fyrsta degi ákvað að berjast fyrir samningunum, sagðist hann ekki hafa viljað hafa þetta mál hangandi yfir sér alltof lengi . Hins vegar var það svo að þegar samningaviðræðunum lauk var öll hætta liðin hjá varðandi stöðugleika banka kerfis Evrópuþjóða . Íslendingar hefðu vel getað tekið lengri tíma til að átta sig á stöðu mála . Af ummælum Jóhönnu Sigurð- ar dóttur og Steingríms J . Sigfússonar fyrstu dagana eftir að samningunum lauk var ljóst að þau vissu ekkert hvað í þeim fólst . Það ábyrgðarleysi er vítavert en útskýrir kannski sífellt háværrari raddir innan stjórnar flokkana um að nauðsynlegt sé Jóhanna Sigurðardóttir víki úr forsætisráðuneytinu . Til þess að setja Icesave-málið í rétt samhengi er rétt að svara framangreindum spurningum hverri fyrir sig . Ber Íslendingum að borga? Víkjum fyrst að grundvallarspurning-unni um hvort Íslendingum beri að borga skuldbindingar einkafyrirtækisins Lands banki Íslands hf . Komið hafa fram veigamikil rök frá mikilsmetnum lögfræð- ing um, íslenskum sem erlendum, um að svo sé ekki . Hér verður ekki tekin afstaða til þessa álitamáls . Ef alþingismenn hins vegar svara því játandi að Íslendingum beri að borga ber þeim að tryggja að það sé gert með sem lægstum tilkostnaði og minnstum byrðum á íslensk fyrirtæki og íslenska skattgreiðendur í nútíð og framtíð . Jafnframt að það sé tryggt að unnt sé að standa undir þessum skuldbindingum . Það er raunar stórmerkilegt að alþingismenn treysti sér til þess að skera úr um það sjálfir hvort þeim beri að gangast í ábyrgð fyrir Landsbankann eftir að hann er gjaldþrota . Til þess að skygnast dýpra í málið er rétt að horfa framhjá fyrstu spurningunni og segja sem svo að Íslendingum beri að styðja íslenska innistæðutryggingarsjóð-

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.