Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 41

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 41
 Þjóðmál HAUST 2009 39 Nú er komið í ljós að þeim sem treyst var fyrir bönkunum reyndust ekki traustsins verðir . Eru þá þeir sem af einlægni treystu þeim ábyrgir en ekki bankamennirnir sjálfir? Á sínum tíma var breskt ráðgjafafyrirtæki fengið til að meta væntanlega kaupendur og gáfu þeir kaupendum bankanna sín bestu meðmæli . Á þá núna að kalla ráðgjafana til ábyrgðar? Ég býst við að niðurstaðan sé sú að menn brugðust því trausti sem þeim var sýnt . Þeir sem stjórnuðu bönkunum eru fyrst og fremst ábyrgir en ekki stjórnvöld . Margir hafa komið fram og þóst hafa séð þetta allt fyrir, meðal annars Þorvaldur Gylfason . En ef skoðað er það sem hann skrifaði fyrir hrun stenst það ekki . Þessi ágæti maður, eins og ég og fleiri, áleit bankamennina mikla snill inga . Hann skrifaði til dæmis grein í Frétta blaðið 22 . nóvember 2007, tæpu ári fyrir hrunið, um að fjármálamarkaðurinn væri orðinn að mikil- vægri og vaxandi útflutningsgrein . Þótt aðvörunarraddir hafi vissulega heyrst á sínum tíma, meðal annars frá útlöndum, hefði engum dottið í hug að halda því fram sem núna virðist blasa við að útrás ar vík ing- arnir hafi verið upp til hópa asnar í fjár málum og bankamennirnir reynslu lausir kjánar . Ífjölmiðlaumræðu síðustu mánaða hefur það gleymst að það var sjálfstæðismönn um að þakka að ríkissjóður var að mestu skuldlaus þegar hrunið varð . Ef vinstri menn hefðu ráðið ríkjum á undanförnu árum stæðum við örugglega mun verr að vígi til að takast á við vandamálin því þá hefðu skuldir ekki verið greiddar upp heldur skuldum safnað eins og dæmin sanna . Sjálfstæðismenn vissu að við gætum ekki staðið við Icesaveskuldbindingarnar . Þess vegna sömdu þeir ekki á þeim nótum sem fram komu á minnisblaðinu fræga . Sjálf- stæðis menn vissu líka, að það voru ýmis laga leg atriði varðandi skuldbindingarnar sem þyrfti að fá á hreint áður en sest yrði að samn inga borðinu . Ef sjálfstæðismenn hefðu fengið að starfa áfram í friði fyrir misvitrum bús áhalda trommurum, þá værum við í betri stöðu í dag . Því má ekki gleyma að atburðirnir í haust komu eins og þruma úr heiðskíru lofti . Það varð vissulega örvænting á stjórnarheimilinu eins og annarsstaðar í þjóðfélaginu – og í örvæntingu hugsa menn ekki rökrétt . En þegar stjórnvöld voru byrjuð að sjá til lands og farin að átta sig á hlutunum þá urðu trommararnir á Austurvelli til þess að öll sú vinna var eyðilögð . Eftir á að hyggja er það broslegt, að þeir sem öskruðu hvað hæst „vanhæf ríkis stjórn“ voru í reynd að kalla yfir sig van hæfustu ríkis stjórn sem sögur fara af . Þau aulamistök sem hin vanhæfa vinstri stjórn, sem nú situr, hefur gert taka út yfir allan þjófa bálk . Hvaða heilvita fólki hefði dottið í hug að senda tvo menn á gamalsaldri með litla reynslu af samningagerð í klærnar á reynd- um og þrautþjálfuðum samningamönnum Breta og Hollendinga? Svo kemur Eva Joly og ver okkur fimlega í erlendum fjöl miðlum, kemur okkar málstað ágætlega á framfæri, en þá tryllist aðstoðarmaður forsætis ráð herra! – Þetta gætu verið súrrealísk atriði í áramóta- skaupi, en þetta er því miður sá veruleiki sem við búum við . Mikil er ábyrgð forsvarsmanna Radda fólksins . Þeir eyðilögðu stjórn landsins og kostuðu okkur stórfé . Heilla vænlegast er að þeir, eins og aðrir fávísir minnihlutahópar, þagni smátt og smátt uns þeir hverfa af sjónarsviðinu . Sjálfstæðismenn um land allt þurfa nú að standa þétt saman og berjast fyrir réttum málstað . Ef andstæðingarnir fara í skotgrafirnar, þá gerum við það líka . Sann- leikurinn hefur alltaf betur . Mig langar því til að slá botn í þessa grein með snjallri setningu úr síðasta hefti Þjóð mála – og segja fyrir hönd allra sjálfstæðis manna: „Það þarf afl til að andæfa lyginni!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.