Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 73

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 73
 Þjóðmál HAUST 2009 71 1941 birtist fyrri hluti bókarinnar Í álögum eftir Jan Valtin, sem hét í raun Richard Krebs og hafði starfað fyrir Komintern, en seinni hlutinn birtist 1944 . Haustið 1942 kom út Þjóð í hlekkjum eftir rússneska lögfræðinginn Ívan Solonevítsj, sem hafði verið í þrælkunarbúðum Stalíns, og 1945 önnur bók eftir hann, Flóttinn . Morgunblað­ ið birti í ársbyrjun 1946 útdrátt úr grein- ingu Arthurs Koestler á stjórnarfarinu í ríki Stalíns .58 1947 kom út bókin Myrkvun í Moskvu eftir breska blaðamanninn Paul Winterton, sem áður hafði dvalist í Moskvu og Þjóðviljinn þá birt margt eftir . Íslenskir ráðstjórnarvinir brugðust við með ókvæðisorðum um höfunda þessara rita . Hið sama gerðu þeir næstu ár, til dæmis þegar sagt var í íslenskum blöðum frá hinum sögu legu réttarhöldum í París 1949, þar sem Víktor Kravtsjenko og 58 Arthur Koestler: „Trúin á Sovét,“ Lesbók Morgunblaðsins 29 . desember 1945 . franskir kommún istar áttust við um það, hvort þrælkunar búðir væru í Ráðstjórnar- ríkjunum .59 Tveimur árum síðar kom bók Kravtsjenkos, Ég kaus frelsið, út á íslensku . Guðinn sem brást eftir sex kunna menntamenn, sem horfið höfðu frá kommúnisma, þar á meðal Arthur Koestler og André Gide, kom út 1950 . Tíminn birti sumarið 1951 greinaflokk eftir hollenska konu, Elinor Lipper, sem verið hafði í þrælkunarbúðum Stalíns .60 Vorið 1952 birti dr . Benjamín Eiríksson greina flokk í Morgunblaðinu um lök lífs- kjör í Ráðstjórnarríkjunum og studdist þar við opinberar tölur að austan .61 Seinna á sama ári birti séra Jóhann Hannesson tvo greina flokka í Morgunblaðinu um kúgun kommún ista í Kína, en þar hafði hann dvalist um skeið .62 Um haustið kom út bókin El campesino – Bóndinn eftir spænska komm únist ann Valentin Gonzalez, sem flúið hafði til Rússlands eftir spænska borgarastríðið og verið sendur í þrælkunarbúðir . Haustið 1954 59 „Meiðyrðamál vekur athygli,“ Mbl. 25 . janúar 1949; „Athyglisverðar uppljóstranir rússneskra útlaga í París,“ Mbl. 1 . febrúar 1949; „Sat 10 ár í fangelsi, en vissi aldrei hvers vegna,“ Mbl. 2 . febrúar 1949; „Meðal annarra orða . . . Athyglisverð réttarhöld: Kravchenko og kommúnistar,“ Mbl. 6 . febrúar 1949; „Meðal annarra orða . . . Fleiri en Kravchenko hafa ritað um fangageymslur Stalíns,“ Mbl. 8 . febrúar 1949; „Spurt um ýmsa horfna leiðtoga kommúnista,“ Mbl. 9 . febrúar 1949; „Rússar hafa sérstakan gjaldmiðil fyrir hinar mörgu fangabúðir sínar,“ Mbl. 23 . febrúar 1949; „Kravchenko vann meiðyrðamál sitt,“ Mbl. 5 . apríl 1949; „Kravchenko fékk litlar skaðabætur,“ Mbl. 16 . febrúar 1950 . 60 Elinor Lippe: „Ellefu ár í fangabúðum,“ Tíminn 1 ., 2 ., 4 ., 5 ., 8 . og 10 . ágúst 1951 . Í Tímanum birtist útdráttur bókarinnar úr Reader’s Digest . 61 Benjamín H . J . Eiríksson: „Verðlækkun í Rússlandi,“ Rit 1938–1965 (Rvík 1990), 92 .–117 . bls . Birt 6 .–10 . maí 1952 í Mbl. og Tímanum . 62 Jóhann Hannesson: „Trúfrelsi á pappírnum en í heimi raunveruleikans kúgun og ófrelsi,“ Mbl. 13 . mars 1952; sami: „Um Asíumál,“ Mbl. 10 ., 13 ., 14 ., 15 ., 16 ., 27 ., og 28 . ágúst 1952; „Hvert stefnir kommúnisminn í Kína?“ Mbl. 19 ., 21 ., 23 . og 28 . október og 4 . nóvember 1952 . Séra Jóhann birti einnig greinaflokk vorið 1953 í Mbl., „Friðarstefnur og friðarhugsjónir,“ Mbl. 6 ., 7 . og 8 . mars 1953 . Í þessu skjali, sem mynd er af í Svartbók kommún­ ismans, mælti Stalín fyrir um aftöku 6 .600 manna, en það var tvöfalt fleira en tekið var af lífi næstu hundrað árin fyrir valdatöku kommúnista 1917, í tíð rússnesku keisarastjórnarinnar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.