Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 73
Þjóðmál HAUST 2009 71
1941 birtist fyrri hluti bókarinnar Í álögum
eftir Jan Valtin, sem hét í raun Richard
Krebs og hafði starfað fyrir Komintern, en
seinni hlutinn birtist 1944 . Haustið 1942
kom út Þjóð í hlekkjum eftir rússneska
lögfræðinginn Ívan Solonevítsj, sem hafði
verið í þrælkunarbúðum Stalíns, og 1945
önnur bók eftir hann, Flóttinn . Morgunblað
ið birti í ársbyrjun 1946 útdrátt úr grein-
ingu Arthurs Koestler á stjórnarfarinu í
ríki Stalíns .58 1947 kom út bókin Myrkvun
í Moskvu eftir breska blaðamanninn Paul
Winterton, sem áður hafði dvalist í Moskvu
og Þjóðviljinn þá birt margt eftir .
Íslenskir ráðstjórnarvinir brugðust við
með ókvæðisorðum um höfunda þessara
rita . Hið sama gerðu þeir næstu ár, til
dæmis þegar sagt var í íslenskum blöðum
frá hinum sögu legu réttarhöldum í París
1949, þar sem Víktor Kravtsjenko og
58 Arthur Koestler: „Trúin á Sovét,“ Lesbók Morgunblaðsins
29 . desember 1945 .
franskir kommún istar áttust við um það,
hvort þrælkunar búðir væru í Ráðstjórnar-
ríkjunum .59 Tveimur árum síðar kom
bók Kravtsjenkos, Ég kaus frelsið, út
á íslensku . Guðinn sem brást eftir sex
kunna menntamenn, sem horfið höfðu
frá kommúnisma, þar á meðal Arthur
Koestler og André Gide, kom út 1950 .
Tíminn birti sumarið 1951 greinaflokk
eftir hollenska konu, Elinor Lipper, sem
verið hafði í þrælkunarbúðum Stalíns .60
Vorið 1952 birti dr . Benjamín Eiríksson
greina flokk í Morgunblaðinu um lök lífs-
kjör í Ráðstjórnarríkjunum og studdist
þar við opinberar tölur að austan .61 Seinna
á sama ári birti séra Jóhann Hannesson
tvo greina flokka í Morgunblaðinu um
kúgun kommún ista í Kína, en þar hafði
hann dvalist um skeið .62 Um haustið
kom út bókin El campesino – Bóndinn
eftir spænska komm únist ann Valentin
Gonzalez, sem flúið hafði til Rússlands
eftir spænska borgarastríðið og verið
sendur í þrælkunarbúðir . Haustið 1954
59 „Meiðyrðamál vekur athygli,“ Mbl. 25 . janúar 1949;
„Athyglisverðar uppljóstranir rússneskra útlaga í París,“
Mbl. 1 . febrúar 1949; „Sat 10 ár í fangelsi, en vissi aldrei
hvers vegna,“ Mbl. 2 . febrúar 1949; „Meðal annarra orða
. . . Athyglisverð réttarhöld: Kravchenko og kommúnistar,“
Mbl. 6 . febrúar 1949; „Meðal annarra orða . . . Fleiri
en Kravchenko hafa ritað um fangageymslur Stalíns,“
Mbl. 8 . febrúar 1949; „Spurt um ýmsa horfna leiðtoga
kommúnista,“ Mbl. 9 . febrúar 1949; „Rússar hafa sérstakan
gjaldmiðil fyrir hinar mörgu fangabúðir sínar,“ Mbl. 23 .
febrúar 1949; „Kravchenko vann meiðyrðamál sitt,“ Mbl.
5 . apríl 1949; „Kravchenko fékk litlar skaðabætur,“ Mbl.
16 . febrúar 1950 .
60 Elinor Lippe: „Ellefu ár í fangabúðum,“ Tíminn 1 ., 2 .,
4 ., 5 ., 8 . og 10 . ágúst 1951 . Í Tímanum birtist útdráttur
bókarinnar úr Reader’s Digest .
61 Benjamín H . J . Eiríksson: „Verðlækkun í Rússlandi,“
Rit 1938–1965 (Rvík 1990), 92 .–117 . bls . Birt 6 .–10 . maí
1952 í Mbl. og Tímanum .
62 Jóhann Hannesson: „Trúfrelsi á pappírnum en í heimi
raunveruleikans kúgun og ófrelsi,“ Mbl. 13 . mars 1952;
sami: „Um Asíumál,“ Mbl. 10 ., 13 ., 14 ., 15 ., 16 ., 27 ., og
28 . ágúst 1952; „Hvert stefnir kommúnisminn í Kína?“
Mbl. 19 ., 21 ., 23 . og 28 . október og 4 . nóvember 1952 .
Séra Jóhann birti einnig greinaflokk vorið 1953 í Mbl.,
„Friðarstefnur og friðarhugsjónir,“ Mbl. 6 ., 7 . og 8 . mars
1953 .
Í þessu skjali, sem mynd er af í Svartbók kommún
ismans, mælti Stalín fyrir um aftöku 6 .600 manna,
en það var tvöfalt fleira en tekið var af lífi næstu
hundrað árin fyrir valdatöku kommúnista 1917, í tíð
rússnesku keisarastjórnarinnar .