Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 62

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 62
60 Þjóðmál HAUST 2009 eins og Stalín gerði, og gyð- ingabarn í Varsjá, eins og Hitler gerði? Courtois rifjaði upp, að kommúnistar hefðu fyrstu árin eftir valdarán sitt í Rússlandi í nóvember 1917 tekið hundruð þúsunda gísla og fanga af lífi án dóms og laga . Tímabilið 1825–1917 voru 3 .932 manns tekin sam- tals af lífi í Rússaveldi keis ar- ans af stjórnmálaástæðum . Þegar í mars 1918 höfðu kommún istar tekið fleiri af lífi, eftir aðeins fjögurra mánaða valdatíð . Enginn ágrein ingur er um, að ógnar- stjórn nasista var skelfileg . Að sögn Courtois voru fórnar- lömb nas ista á tuttugustu öld um 25 milljónir manna, meðal annars sex milljónir gyðinga, sem myrtir voru í helförinni . Ógnar stjórn komm únista var þó sýnu mannskæðari . Í hungurs- neyð af mannavöldum í Rúss landi 1922 féllu um fimm milljónir manna og í enn verri hung- ursneyð af mannavöldum í Rússlandi og Úkraínu 1932–1933 um sex milljónir manna . Ráðstjórnin flutti heilar stéttir og þjóðflokka nauðungarflutningum úr heim kynnum sínum, Don-kósakka 1920, kúlakka 1930–1932, Volgu-Þjóðverja 1941, Krím-Tartara 1943, Tsjetsjena og Ing úsa 1944 . Mikill fjöldi manns lét lífið beint í ofsóknum kommúnista í Ráð stjórn- arríkjunum, ekki síst hreinsunum Stalíns 1937–1938, og annar eins fjöldi féll úr vosbúð í þrælkunarbúðum hans . Ógnar- stjórnin var enn verri í Kína undir stjórn Maós, Norður-Kóreu Kim Il-Sungs og Kambódíu í tíð Pols Pot . Courtois telur, að samtals hafi hátt í 100 milljónir manna týnt lífi af völdum kommúnista á 20 . öld .2 Óhætt er að segja, að í stríðslok hafi dómur sögunnar verið kveðinn upp yfir nasismanum og tvíburabróður hans, fasismanum . Nasistar voru ekki aðeins sakfelldir fyrir gerðir sínar, heldur líka skoðanir, til dæmis aðild að nasistaflokkum . Þeir nasistar, sem hvergi höfðu sjálfir komið nærri misjöfnum gerðum skoðanabræðra sinna og systra, voru samt sagðir samsekir þeim: Þeir voru taldir vitorðsmenn eða sekir um vítavert gáleysi . Það varð með öðrum orðum glæpsamlegt að vera 2 Stéphane Courtois: „Glæpir kommúnismans,“ Svartbók kommúnismans (Reykjavík 2009), 12 . bls .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.