Þjóðmál - 01.09.2009, Side 62

Þjóðmál - 01.09.2009, Side 62
60 Þjóðmál HAUST 2009 eins og Stalín gerði, og gyð- ingabarn í Varsjá, eins og Hitler gerði? Courtois rifjaði upp, að kommúnistar hefðu fyrstu árin eftir valdarán sitt í Rússlandi í nóvember 1917 tekið hundruð þúsunda gísla og fanga af lífi án dóms og laga . Tímabilið 1825–1917 voru 3 .932 manns tekin sam- tals af lífi í Rússaveldi keis ar- ans af stjórnmálaástæðum . Þegar í mars 1918 höfðu kommún istar tekið fleiri af lífi, eftir aðeins fjögurra mánaða valdatíð . Enginn ágrein ingur er um, að ógnar- stjórn nasista var skelfileg . Að sögn Courtois voru fórnar- lömb nas ista á tuttugustu öld um 25 milljónir manna, meðal annars sex milljónir gyðinga, sem myrtir voru í helförinni . Ógnar stjórn komm únista var þó sýnu mannskæðari . Í hungurs- neyð af mannavöldum í Rúss landi 1922 féllu um fimm milljónir manna og í enn verri hung- ursneyð af mannavöldum í Rússlandi og Úkraínu 1932–1933 um sex milljónir manna . Ráðstjórnin flutti heilar stéttir og þjóðflokka nauðungarflutningum úr heim kynnum sínum, Don-kósakka 1920, kúlakka 1930–1932, Volgu-Þjóðverja 1941, Krím-Tartara 1943, Tsjetsjena og Ing úsa 1944 . Mikill fjöldi manns lét lífið beint í ofsóknum kommúnista í Ráð stjórn- arríkjunum, ekki síst hreinsunum Stalíns 1937–1938, og annar eins fjöldi féll úr vosbúð í þrælkunarbúðum hans . Ógnar- stjórnin var enn verri í Kína undir stjórn Maós, Norður-Kóreu Kim Il-Sungs og Kambódíu í tíð Pols Pot . Courtois telur, að samtals hafi hátt í 100 milljónir manna týnt lífi af völdum kommúnista á 20 . öld .2 Óhætt er að segja, að í stríðslok hafi dómur sögunnar verið kveðinn upp yfir nasismanum og tvíburabróður hans, fasismanum . Nasistar voru ekki aðeins sakfelldir fyrir gerðir sínar, heldur líka skoðanir, til dæmis aðild að nasistaflokkum . Þeir nasistar, sem hvergi höfðu sjálfir komið nærri misjöfnum gerðum skoðanabræðra sinna og systra, voru samt sagðir samsekir þeim: Þeir voru taldir vitorðsmenn eða sekir um vítavert gáleysi . Það varð með öðrum orðum glæpsamlegt að vera 2 Stéphane Courtois: „Glæpir kommúnismans,“ Svartbók kommúnismans (Reykjavík 2009), 12 . bls .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.