Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 85

Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 85
 Þjóðmál HAUST 2009 83 Þorkell ritar læsilegan stíl, enda hefur hann um langt árabil verið virkur dálkahöf- und ur í blöðum og þetta er sjöunda bók hans . Er mikils virði, að maður með reynslu Þorkels miðli þekkingu sinni til sem flestra . Hefðu gildi klassískra og góðra stjórnarhátta verið í heiðri höfð í íslensku fjármálalífi á liðnum árum, stæðum við ekki í núverandi sporum . Mislagðar hendur vegna íslenska efnahagsundursins Bókin Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F . Thoroddsen ber undirheitið Flugelda­ hagfræði fyrir byrjendur . Í orðskýringum aftast í bókinni segir: Flugeldahagfræði: Sú tegund hagfræði sem gerir ekki ráð fyrir hagsveiflum . Þ .e .a .s . gert er ráð fyrir endalausum vexti en að lokum spring ur allt . Höfundur er kynntur á bókarápu hennar á þann veg, að hann sé hagfræðingur og fyrrverandi verðbréfamiðlari, sem gjörþekki „þær leikfléttur og undrameðul sem voru drifkraftur íslensku útrásarvíkinganna“ . Bókin er 140 bls . og myndskreytt en án nafnaskrár og þannig límd í kjölinn, að erfitt er að lesa sumar síður . Í bókinni er ekki að finna neina heimildaskrá . Höfundur segir í formála: Stjórnmálamenn og fjármálamenn kenndu alþjóðlegri fjármálakrísu um það hvernig ástatt var hér . Á endanum hrökklaðist ríkisstjórnin frá . Ný ríkisstjórn tók við í kjölfar þess sem nefnt hefur verið Búsáhaldabyltingin . Hún réði Evu Joly, þekktan franskan saksóknara, til að aðstoða við rannsókn á því hvort eitthvað saknæmt hefði átt sér stað í íslensku viðskiptalífi í aðdraganda bankahrunsins . Eva Joly er þekktust fyrir að hafa komið upp um mestu svikamál í sögu Evrópu í máli fyrirtækisins Elf Aquitaine sem teygði anga sína inn í allt stjórnkerfi Frakklands . Af þessum orðum má ráða, að annað en alþjóðlega fjármálakrísan hafi ráðið því, hvernig fór fyrir íslensku bönkunum . Í bókinni er leitast við að færa rök fyrir því . Höfundur segir: Sumar frásagnir í bókinni kunna að virka órú legar á marga sem ekki kynntust íslenska banka kerfinu innan frá . Þarna hefði höfundur átt að gera grein fyrir sér og kynna lesandanum hvert hann sækir þekkingu sína . Sumt af því, sem sagt er byggist á frásögnum fjölmiðla eða er bein endursögn á staðreyndum, sem þekktar eru úr fréttum . Annað byggist á því, að höfund ur gefur ýmislegt í skyn með því að nefna vina-, fjöl skyldu-, stjórnmála- eða viðskipta tengsl til sögunnar . Tengsl, sem ástæðulaust er að gera grunsamleg við venjulegar aðstæður, en verða það vegna andrúmsloftsins í bók inni og beinna ályktana höfundar, án þess að þær séu endilega alltaf studdar rökum . Við lestur bókarinnar spurði ég oftar en einu sinni: Er um staðreynd að ræða eða eigin hugmynd höfundarins? Í sjálfu sér dreg ég ekki tölur um gróða eða tap í efa, því að örlög fyrirtækjanna þekkja allir Íslendingar og ekki er um það deilt, að áhættufíkn fárra á veikum grunni leikur nú alla þjóðina grátt . Hinu velti ég fyrir mér við lesturinn, hvort sanngjarnt væri eða réttmætt að nefna einstaklinga til sögunnar á þann veg, sem Jón F . Thoroddsen gerði . Þegar ég kom á bls . 122 og 123 sannfærðist ég um, að vinnubrögðin væru síður en svo nægilega vönduð . Á bls . 122 er þessi spurning sett í milli- fyrirsögn: Leyfði ríkisstjórnin að gögnum væri eytt? Í næstu málsgrein fyrir ofan hana segir höfundur, að það hafi alls ekki verið „óskiljanlegt að Gordon Brown og hans félagar hafi gripið til þess að frysta allar innistæður [íslensku bankanna í Bretlandi] og beita til þess neyðarlögum“ .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.