Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 85
Þjóðmál HAUST 2009 83
Þorkell ritar læsilegan stíl, enda hefur
hann um langt árabil verið virkur dálkahöf-
und ur í blöðum og þetta er sjöunda bók
hans . Er mikils virði, að maður með reynslu
Þorkels miðli þekkingu sinni til sem flestra .
Hefðu gildi klassískra og góðra stjórnarhátta
verið í heiðri höfð í íslensku fjármálalífi á
liðnum árum, stæðum við ekki í núverandi
sporum .
Mislagðar hendur vegna
íslenska efnahagsundursins
Bókin Íslenska efnahagsundrið eftir Jón
F . Thoroddsen ber undirheitið Flugelda
hagfræði fyrir byrjendur . Í orðskýringum
aftast í bókinni segir:
Flugeldahagfræði: Sú tegund hagfræði sem
gerir ekki ráð fyrir hagsveiflum . Þ .e .a .s . gert
er ráð fyrir endalausum vexti en að lokum
spring ur allt .
Höfundur er kynntur á bókarápu hennar
á þann veg, að hann sé hagfræðingur og
fyrrverandi verðbréfamiðlari, sem gjörþekki
„þær leikfléttur og undrameðul sem voru
drifkraftur íslensku útrásarvíkinganna“ .
Bókin er 140 bls . og myndskreytt en án
nafnaskrár og þannig límd í kjölinn, að erfitt
er að lesa sumar síður . Í bókinni er ekki að
finna neina heimildaskrá . Höfundur segir í
formála:
Stjórnmálamenn og fjármálamenn kenndu
alþjóðlegri fjármálakrísu um það hvernig ástatt
var hér . Á endanum hrökklaðist ríkisstjórnin
frá . Ný ríkisstjórn tók við í kjölfar þess sem
nefnt hefur verið Búsáhaldabyltingin . Hún
réði Evu Joly, þekktan franskan saksóknara,
til að aðstoða við rannsókn á því hvort
eitthvað saknæmt hefði átt sér stað í íslensku
viðskiptalífi í aðdraganda bankahrunsins .
Eva Joly er þekktust fyrir að hafa komið upp
um mestu svikamál í sögu Evrópu í máli
fyrirtækisins Elf Aquitaine sem teygði anga
sína inn í allt stjórnkerfi Frakklands .
Af þessum orðum má ráða, að annað en
alþjóðlega fjármálakrísan hafi ráðið því,
hvernig fór fyrir íslensku bönkunum . Í
bókinni er leitast við að færa rök fyrir því .
Höfundur segir:
Sumar frásagnir í bókinni kunna að virka
órú legar á marga sem ekki kynntust íslenska
banka kerfinu innan frá .
Þarna hefði höfundur átt að gera grein fyrir
sér og kynna lesandanum hvert hann sækir
þekkingu sína . Sumt af því, sem sagt er
byggist á frásögnum fjölmiðla eða er bein
endursögn á staðreyndum, sem þekktar
eru úr fréttum . Annað byggist á því, að
höfund ur gefur ýmislegt í skyn með því
að nefna vina-, fjöl skyldu-, stjórnmála-
eða viðskipta tengsl til sögunnar . Tengsl,
sem ástæðulaust er að gera grunsamleg við
venjulegar aðstæður, en verða það vegna
andrúmsloftsins í bók inni og beinna
ályktana höfundar, án þess að þær séu
endilega alltaf studdar rökum .
Við lestur bókarinnar spurði ég oftar en
einu sinni: Er um staðreynd að ræða eða
eigin hugmynd höfundarins?
Í sjálfu sér dreg ég ekki tölur um gróða eða
tap í efa, því að örlög fyrirtækjanna þekkja
allir Íslendingar og ekki er um það deilt, að
áhættufíkn fárra á veikum grunni leikur nú
alla þjóðina grátt . Hinu velti ég fyrir mér
við lesturinn, hvort sanngjarnt væri eða
réttmætt að nefna einstaklinga til sögunnar
á þann veg, sem Jón F . Thoroddsen gerði .
Þegar ég kom á bls . 122 og 123 sannfærðist
ég um, að vinnubrögðin væru síður en svo
nægilega vönduð .
Á bls . 122 er þessi spurning sett í milli-
fyrirsögn: Leyfði ríkisstjórnin að gögnum
væri eytt? Í næstu málsgrein fyrir ofan
hana segir höfundur, að það hafi alls ekki
verið „óskiljanlegt að Gordon Brown og
hans félagar hafi gripið til þess að frysta
allar innistæður [íslensku bankanna í
Bretlandi] og beita til þess neyðarlögum“ .