Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 78
76 Þjóðmál HAUST 2009
Bókadómar
_____________
Fjórar bækur
um hrun
Einar Már Guðmundsson: Hvíta bókin,
Mál og menning, Reykjavík 2009, 189 bls .
Guðni Th . Jóhannesson: Hrunið, JPV,
Reykja vík 2009, 427 bls .
Jón F . Thoroddsen: Íslenska efnahagsundrið,
Brúðuleikur, Reykjavík 2009, 140 bls .
Þorkell Sigurlaugson: Ný framtíðarsýn,
Bóka félagið Ugla, Reykjavík 2009, 208 bls .
Eftir Björn Bjarnason
Ísíðasta hefti Þjóðmála birtist umsögn mín um bók Ólafs Arnarsonar, Sofandi
að feigðarósi, þar sem hann lýsir banka-
hrun inu, orsökum og afleiðingum . Bók
Ólafs er mein gölluð . Andúð hans á Davíð
Odds syni villir hon um sýn, auk þess sem
Ólafur dregur um of taum stjórnenda
bank anna .
Eftir bók Ólafs hef ég lesið bækur
fjögurra annarra höfunda, sem snerta sama
mál: Hrunið eftir Guðna Th . Jóhannesson,
sagnfræðing, Nýja framtíðarsýn eftir Þorkel
Sigurlaugsson, framkvæmdastjóra, Íslenska
efnahagsundrið eftir Jón F . Thoroddsen,
hagfræðing, og Hvítu bókina eftir Einar Má
Guðmundsson, rithöfund .
Bækur þeirra Ólafs, Jóns og Einars Más
eiga leitina að sökudólgi eða sökudólgum
sameiginlega . Ólafur finnur hann í Davíð .
Jón læðist eins og köttur í kringum heitan
graut með nafnarunum, hálfkveðnum
vísum og beinum rangfærslum . Einar Már
finnur sökudólg í „frjálshyggjunni“ .
Sé þeim, sem mótuðu og samþykktu lög-
gjöf um frjálsræði og einkavæðingu í fjár-
mála heiminum, kennt um, að farið sé á
svig við lögin, mætti spyrja, hvort kenna
ætti smiðum laga um refsirétt um, að afbrot
séu framin . Þegar frá líður verður betur
ljóst en í hita leiksins, að ástæðulaust er að
kasta grunnreglum markaðskerfisins fyrir
róða, þótt of margir hafi misnotað frelsi í
viðskiptum með hrapallegum afleiðingum
fyrir land og þjóð .
Þjóðin féll fyrir dýrkeyptum áróðri um, að
fjármálaþjónusta og fjármálafyrirtæki gætu
skapað henni meiri auð til allrar framtíðar
en hún hefði áður kynnst . Við hlið fisk-
vinnslu og álvera urðu til peningavélar, sem
kölluðu sífellt fleiri til starfa . Framleiðsla
þeirra reyndist því miður ekki lífvænleg .
Nú þegar við súpum seyðið af hruninu,
steðjar meiri hætta að þjóðinni vegna
stjórn ar hátta, sem byggjast á hækkun
skatta, launaþaki og stjórnmálastefnu með
öfundarstefi, en af því, að fylgt sé stefnu
lágra skatta og víðtæks svigrúms ein-
staklinga og félaga þeirra til orðs og æðis .
Þess vegna er stefna ríkisstjórnar Jóhönnu
Sigurðardóttur og Steingríms J . Sigfússon-
ar hættulegri en stjórnar í anda frjáls hyggju .
Stefna Jóhönnu-stjórnarinnar er leiðar vísir
til „Kúbu norðursins“ .