Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 78

Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 78
76 Þjóðmál HAUST 2009 Bókadómar _____________ Fjórar bækur um hrun Einar Már Guðmundsson: Hvíta bókin, Mál og menning, Reykjavík 2009, 189 bls . Guðni Th . Jóhannesson: Hrunið, JPV, Reykja vík 2009, 427 bls . Jón F . Thoroddsen: Íslenska efnahagsundrið, Brúðuleikur, Reykjavík 2009, 140 bls . Þorkell Sigurlaugson: Ný framtíðarsýn, Bóka félagið Ugla, Reykjavík 2009, 208 bls . Eftir Björn Bjarnason Ísíðasta hefti Þjóðmála birtist umsögn mín um bók Ólafs Arnarsonar, Sofandi að feigðarósi, þar sem hann lýsir banka- hrun inu, orsökum og afleiðingum . Bók Ólafs er mein gölluð . Andúð hans á Davíð Odds syni villir hon um sýn, auk þess sem Ólafur dregur um of taum stjórnenda bank anna . Eftir bók Ólafs hef ég lesið bækur fjögurra annarra höfunda, sem snerta sama mál: Hrunið eftir Guðna Th . Jóhannesson, sagnfræðing, Nýja framtíðarsýn eftir Þorkel Sigurlaugsson, framkvæmdastjóra, Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F . Thoroddsen, hagfræðing, og Hvítu bókina eftir Einar Má Guðmundsson, rithöfund . Bækur þeirra Ólafs, Jóns og Einars Más eiga leitina að sökudólgi eða sökudólgum sameiginlega . Ólafur finnur hann í Davíð . Jón læðist eins og köttur í kringum heitan graut með nafnarunum, hálfkveðnum vísum og beinum rangfærslum . Einar Már finnur sökudólg í „frjálshyggjunni“ . Sé þeim, sem mótuðu og samþykktu lög- gjöf um frjálsræði og einkavæðingu í fjár- mála heiminum, kennt um, að farið sé á svig við lögin, mætti spyrja, hvort kenna ætti smiðum laga um refsirétt um, að afbrot séu framin . Þegar frá líður verður betur ljóst en í hita leiksins, að ástæðulaust er að kasta grunnreglum markaðskerfisins fyrir róða, þótt of margir hafi misnotað frelsi í viðskiptum með hrapallegum afleiðingum fyrir land og þjóð . Þjóðin féll fyrir dýrkeyptum áróðri um, að fjármálaþjónusta og fjármálafyrirtæki gætu skapað henni meiri auð til allrar framtíðar en hún hefði áður kynnst . Við hlið fisk- vinnslu og álvera urðu til peningavélar, sem kölluðu sífellt fleiri til starfa . Framleiðsla þeirra reyndist því miður ekki lífvænleg . Nú þegar við súpum seyðið af hruninu, steðjar meiri hætta að þjóðinni vegna stjórn ar hátta, sem byggjast á hækkun skatta, launaþaki og stjórnmálastefnu með öfundarstefi, en af því, að fylgt sé stefnu lágra skatta og víðtæks svigrúms ein- staklinga og félaga þeirra til orðs og æðis . Þess vegna er stefna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J . Sigfússon- ar hættulegri en stjórnar í anda frjáls hyggju . Stefna Jóhönnu-stjórnarinnar er leiðar vísir til „Kúbu norðursins“ .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.