Þjóðmál - 01.09.2009, Side 82

Þjóðmál - 01.09.2009, Side 82
80 Þjóðmál HAUST 2009 bók Guðna Th . Var honum mjög brugðið eftir lesturinn og kynni sín af þeim hildar- leik, sem þar er lýst, en var honum í raun fjarlægur, þótt hann stæði næst vígvellinum, ef svo má að orði komast . Í aðdraganda hrunsins vissi aðeins þröngur hópur manna á vettvangi stjórnmála og stjórnsýslu um raunverulega stöðu fjármálakerfisins . Í hruninu hvarf hluti af Íslandi og íslensku þjóðlífi, sem hafði orðið til innan eigin þagnarmúra í skjóli bankaleyndar . Hér eins og hvarvetna er það eðli fjármálakerfis að starfa í skjóli leyndar og þagnarskyldu . Hófstillt, jarðbundin lýsing Guðna á því, sem gerðist í leyndarskjólinu, bregður skarpara ljósi á eðli atburðanna en ef hann hefði farið fram af dómhörku . Atburðarásin var nógu dramatísk í eðli sínu . Framtíðarsýn Þorkels Bók Þorkels Sigurlaugssonar Ný framtíðar­ sýn ber undirtitilinn: Nýir stjórnarhættir við endurreisn atvinnulífsins . Bókin er 208 bls ., innbundin, vönduð að allri gerð og með nafnaskrá . Þorkell beinir athygli lesandans að gildi góðra stjórnarhátta í fyrirækjum . Sé þeirra ekki gætt og farið fram í anda þeirra sé hættunni boðið heim . Eins og undirtitill bókar hans gefur til kynna, telur Þorkell, að innleiða þurfi nýja stjórnarhætti í íslenskt atvinnulíf, eigi endurreisn þess að heppnast og skila þeim árangri, sem að er stefnt . Fróðlegt er að lesa mat Þorkels á því, hvernig til hefur tekist við stjórn einstakra fyrirtækja hin síðari ár . Hann segir meðal annars á bls . 68: Baldri Guðnasyni, forstjóra Eimskips á árun- um 2004–2008, ásamt Magnúsi Þor steins syni, stjórnarformanni, tókst eins og fleirum sem voru í fjárfestinga- og útrásar ham á þessum árum að búa sjálfum sér til einhverja fjármuni, en aðrir hluthafar og lánardrottnar tapa tugum milljarða . Þessir menn skilja hluthafa Eimskipafélagsins og fjár málastofnanir eftir með tugmilljarða tjón og er félagið nánast gjald- þrota þegar þetta er skrifað . Fífldirfska for stjóra og stjórnar Eim skipafélagsins á þessum árum var með ólík indum og ábyrgðin liggur hjá stærstu eigend unum sem hafa leitt félagið áfram á undan förnum árum . Óskabarn þjóðarinnar varð að vandræðabarni Landsbankans og einn af leikendum í hrunadansi fjármálakerf- isins . Eimskipafélagið var í upphafi 20 . aldar eitt af mikilvægustu fyrirtækjum landsmanna í sjálf stæðisbaráttunni, en getur nú lítið lagt af mörkum við endurreisnina . Eimskip varð skyndilega eitt af skuldsettustu fyrirtækjum lands ins, örlagavaldur í að stefna fjárhagslegu sjálf stæði þjóðarinnar í voða og olnbogabarn lands manna á 95 ára afmæli félagsins 17 . janúar 2009 . Hér er fast að orði kveðið og af til finn- ingahita, enda átti Þorkell sinn þátt í því í forstjóratíð Harðar Sigurgestssonar hjá Eimskip að treysta stöðu félagsins sem leiðandi afls í efnahagslífi þjóðarinnar . Bækur um leiðtoga og stjórnunarfræði fá aukið gildi við að taka dæmi eins Þorkell gerir og sakna ég, að hann greini ekki ýmislegt, sem hér hefur verið að gerast í viðskiptalífinu nánar með þekkingu sína og viðhorf til stjórnunar að leiðarljósi . Vilji menn læra af sögunni er óhjákvæmilegt að draga saman atvikalýsingu á því, sem vel er gert eða illa, og nota hana til að benda á veikleika eða styrkleika . Upphaf 21 . aldarinnar í íslenskri atvinnusögu er fullt af slíkum dæmum . Af orðum Þorkels hér að ofan má ráða, að hann telji markmið þeirra Baldurs Guðnasonar og Magnúsar Þorsteinssonar hafi frekar verið að „búa sjálfum sér til einhverja fjármuni“ en reka fyrirtæki á þann veg, að það dafnaði og skilaði sem bestum tekjum fyrir hluthafa og starfsmenn . Ætla mætti að hlutafélagalög og samþykktir einstakra félaga ættu að veita tækifæri til þess aðhalds af hálfu eigenda, sem þarf til að koma í veg fyrir, að nýir hluthafar, þótt stórir séu, láti greipar sópa um sjóði félaga .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.