Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 68

Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 68
66 Þjóðmál HAUST 2009 gerðu innrás í Tékkóslóvakíu 1968, tóku áhrifamestu forsvarsmenn þess leynilega á móti fulltrúum kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna sumarið 1970 og fullvissuðu þá um, að stefna hins nýja flokks væri sósíalísk og marxísk .23 Alþýðubandalagið hélt líka áfram sambandi við kommúnistaflokka Rúmeníu og Kúbu . Allan þennan tíma reyndu forystumenn flokksins að gera það, sem Einar Olgeirsson hafði heitið rússneskum leyniþjónustumönnum 1942, að þoka Íslandi af áhrifasvæði Bandaríkjanna . 5 . Í slenskir kommúnistar neituðu því ætíð harð lega, að þeir fengju fjárhagslegan stuðn ing frá kommúnistaríkjunum, síðast Einar Olgeirsson í viðtali við Dagblaðið 1979, þegar upplýsingar höfðu komið fram um slíkan stuðning í riti eftir Þór White- head . Kvað Einar kommúnista aðeins hafa fengið óbein an stuðning frá komm- ún ista ríkj un um .24 Gögn í Moskvu sýna, að Einar sagði ósatt . Sam kvæmt þeim var fyrsti fjárstyrkurinn að austan veittur þegar vorið 1919 . Þá greiddi sænskur erindreki ráð stjórnarinnar, Fredrik Ström, Hendrik S . Ottóssyni 300 krónur til aðstoðar „í baráttu minni fyrir komm únisma á Íslandi“, eins og Hendrik orðaði það .25 Þetta var þá tvenn mánaðarlaun verkamanns . Næsti styrkur var miklu hærri, 10 þúsund danskar krónur . Komintern veitti hann sumarið 1920, væntanlega til að greiða niður skuldir Alþýðublaðsins, sem kommúnistar réðu þá 23 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, 181 .–183 . bls . „Persónuleg samtöl við Savko en ekki formlegar viðræður,“ Mbl. 16 . ágúst 1992 . 24 „Íslenzkir kommúnistar fengu peninga að utan,“ Dagblaðið 14 . desember 1979 . 25 Snorri G . Bergsson: „Fyrsta rússagullið,“ Þjóðmál, 3 . árg . 1 . hefti (vor 2007), 72 .–77 . bls . Lbs . 5228 4to, a–b . Komintern: 495–177–15, 25–26 . Hendrik Ottósson/ Gregoríj Zínovév og Karl Radek, 7 . ágúst 1920 . yfir .26 Skömmu síðar, haustið 1920, greiddi Fredrik Ström konu Ólafs Friðrikssonar, Önnu Friðriksson, í Stokkhólmi þrjú þúsund sænskar krónur, sem jafngilti 4 .200 íslenskum krónum, í styrk til Al þýðu­ blaðsins .27 Næstu ár báðu kommúnist ar nokkrum sinnum um fjárstyrki frá Moskvu, en var jafnan synjað . Haukur Björnsson fékk þó 150 Bandaríkjadali frá Komintern 1928 til að gefa út Ríki og byltingu eftir Lenín .28 Einnig fékk Einar Olgeirsson sendar 1 .406 danskar krónur til Íslands í desember 1928 til að fylgja eftir atriðum í samþykkt Kominterns .29 Einar fékk í Moskvuför vorið 1931 greiddar 2 .500 krónur úr sjóði Kominterns fyrir væntanlegar kosningar þá um sumarið .30 Ekki er í tiltækum heimildum getið um fjárframlög fyrir kosningarnar 1933 og 1934, þótt telja verði líklegt, að þau hafi verið veitt . Svo virðist hins vegar, sem íslenskir kommúnistar hafi fengið verulegt fé að austan til kosningabaráttu sinnar 1937, en ekki er vitað, hversu mikið það var .31 Næst er skráður 1 .000 Bandaríkjadala fjárstyrkur til Kristins E . Andréssonar 1940, sem ætlaður var Máli og menningu .32 Árin 1955–1958 fékk Mál og menning aftur nokkra fjárstyrki, samtals 26 Snorri G . Bergsson: „Fyrsta rússagullið,“ Þjóðmál, 3 . árg . 1 . hefti (vor 2007), 72 .–77 . bls . Lbs . 5228 4to, a–b . Komintern: 495–177–15, 25–27 . Hendrik Ottósson/ Grigorij Zinoviev og Karl Radek, Moskvu, 7 . ágúst 1920 . Hendrik Ottósson/Komintern, Moskvu, án dags . Jón Ólafsson: Kæru félagar, 16 .–17 . bls .; Árni Snævarr: Liðsmenn Moskvu, 29 . bls . Lars Björlin: „Russisk guld i svensk kommunisme“, Guldet fra Moskva, 54 . bls . 27 Bsk . E55: Anna Friðriksson/Jón Baldvinsson, 8 . nóv . 1920 . 28 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, 75 . bls . 29 Lbs . 5228 4to, a–b . Komintern: 495 31 109, 4 . Willi Mielenz/Brynjólfur Bjarnason, 29 . mars 1929 . 30 Jón Ólafsson: Kæru félagar, 47 . bls . Lbs . 5228 4to, a–b . Komintern 495 177 19, 11 . Einar Olgeirsson/Harry Levin, Khöfn 11 . febrúar 1931 . Lbs . 5228 4to, a–b . Komintern: 495 4 96, 5 . Einar Olgeirsson/Komintern, Moskvu 18 . mars 1931 . Einnig vitnar Jón í skýrslu Levins, „Auszug 18 . 3 . 1931 .“ Væntanlega hafa þetta verið danskar krónur . 31 Komintern: 495 15 101, 29 . Arnór Hannibalsson: Moskvu ­ línan, 109 . og 148 . bls ., sbr . og myndasíður á e . 156 . bls . 32 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, 155 .–156 . bls . „Bericht des Genossen Andresson aus Kopenhagen .“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.