Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 63
Þjóðmál HAUST 2009 61
nasisti . Frá stríðslokum hefur þessum
áfellisdómi yfir nasismanum ekki verið
áfrýjað í vestrænum lýðræðisríkjum . Flest
netfyrirtæki banna til dæmis nasistaáróð-
ur á vefjum sínum . Víða varðar jafnvel við
lög að setja opinberlega fram efasemdir
um helför gyðinga .3 Hin almenna, for-
takslausa (og vissulega réttmæta) for dæm-
ing á nasisma er viðtekin jafnt á Íslandi
og annars staðar . Stéphane Courtois
efast ekki um, að dómur sögunnar yfir
nasismanum sé réttur . En hann spyr, hvers
vegna sami dómur hafi ekki verið kveðinn
upp yfir kommúnismanum . Hann kann
ýmsar skýringar á því . Ein er auðvitað, að
kommúnisminn beið ekki sama skyndilega
ósigur og nasisminn, svo að upplýsingar
um ógnarstjórn kommúnista voru ekki
dregnar fram í dagsljósið á ógleymanlegan
hátt, eins og gert um ódæði nasista í
stríðslok og þá ekki síst í Nürnberg-
réttarhöldunum . Náskyld þessari skýringu
er önnur: Öflugir kommúnistaflokkar
störf uðu víða á Vesturlöndum eftir stríð,
og margir áhrifamiklir menntamenn höfðu
samúð með kommúnisma . Þeim hentaði
lítt að taka glæpi kommúnista á dagskrá .
Gyðingar þreyttust hins vegar ekki á að
minna mannkynið á helförina . Þá er komið
að þriðju skýringunni: Glæpir nasista,
sérstaklega þjóðarmorðið á gyðingum,
greyptust svo í minni mannkyns, að allt
annað virtist blikna við hlið þeirra .
2 .
Ekki eru allir sammála Stéphane Courtois . Tveir meðhöfundar hans að
Svartbók kommúnismans, Nicolas Werth
og Jean-Louis Margolin, höfnuðu því til
3 Sbr . „David Irving dæmdur: Fékk þriggja ára dóm,“
Fréttablaðið 21 . febrúar 2006 . Irving þessi hafði hafnað
því, að helförin hefði verið farin, en sú skoðun er refsiverð
í Austurríki .
dæmis opinberlega, að jafna mætti saman
kommúnisma og nasisma . Andmælendur
Courtois beita margvíslegum rökum . Tvenn
snúa að tölum hans . Í fyrsta lagi er fullyrt,
að Courtois hafi ofmetið fjölda fórnarlamba
kommúnismans . Werth og Margolin telja
til dæmis, að 85 milljónir manna hafi týnt
lífi af völdum kommúnista, ekki hátt í 100
milljónir manna, eins og Courtois haldi
fram .4 Því má svara til, að kommúnisminn
væri eftir sem áður blóðugasta stjórnmála-
hreyfing sögunnar, þótt „aðeins“ hefðu fallið
85 milljónir manna hans vegna . Raunar
eru aðrir þeirrar skoðunar, að Courtois hafi
frekar vanmetið en ofmetið mannfall vegna
hungursneyða í Ráðstjórnarríkjunum og
Kína .5 Í öðru lagi segja sumir andmælendur
Courtois, að hann hafi vanmetið fjölda
fórn ar lamba nasismans . Þar sem Hitler hafi
hleypt af stað síðari heimsstyrjöldinni, verði
að telja alla þá með, sem í henni féllu . Auk
þess hljóti sagnfræðingar að taka tillit til þess,
að nasistar og bandamenn þeirra hafi aðeins
ráðið ríkjum í hálfan annan áratug . Því má
svara til, að nasisminn yrði þrátt fyrir þessa
endurskilgreiningu á fórnarlömbum hans
ekki eins mannskæður og kommúnisminn .
Enn fremur ber að minna á, að Hitler og
Stalín hleyptu í sameiningu af stað síðari
heimsstyrjöldinni, þegar þeir gerðu með
sér griðasáttmála í ágúst 1939 . Skömmu
eftir að Hitler réðst inn í Pólland vestan
megin, réðst Stalín inn í Pólland austan
megin . Hann sendi her sinn um svipað leyti
inn í Eystrasaltslöndin og Finnland . Sökin
á stríðinu var ekki síður kommúnista en
nasista .
Tölum blæðir ekki . Þær vekja aðeins
4 Nicolas Werth og Jean-Louis Margolin: „Un chiffrage
des victimes du communisme …“ [Tölur um fórnarlömb
kommúnismans …], Le Monde 14 . nóvember 1997 .
5 Sjá t . d . Robert Conquest: The Harvest of Sorrow: Soviet
Collectivization and the TerrorFamine (New York 1986) og
Jasper Becker: Hungry Ghosts: Mao’s Secret Famine (New
York 1998, 2 . útg .) .