Þjóðmál - 01.09.2009, Side 52

Þjóðmál - 01.09.2009, Side 52
50 Þjóðmál HAUST 2009 hins vegar hundruð milljóna fólks sem hafa lítið umfram nauðþurftir . En í BBC-þætti nýverið var greint frá því að síðan Maó kvaddi heiminn og hin nýja stjórnarstefna hélt innreið sína hafi Kínverjum undir fátæktarmörkum fækkað úr 240–250 milljónum í rúmlega 40 milljónir . Þótt stöðugt fækki þannig þeim sem berjast í bökkum til að brauðfæða sig skipta þeir samt enn nokkrum tugum milljóna . Vegna lágra meðaltekna þess manngrúa sem byggir Kína flokkast landið enn sem þróunarríki . En kaupmáttur svo margra hefur vaxið svo mikið að kínverski mark- aðurinn er afar fýsilegur fyrir alla sem þangað hafa e-ð að selja, vörur eða þjónustu . Margar hendur vinna létt verk Það sem kínversk stjórnvöld einsetja sér að hrinda í framkvæmd sér gjarna dagsins ljós með ótrúlegum hraða . Samgöngubætur í Peking eru dæmi um þetta . Vinnuaflið skortir ekki . Um áramótin 2002–3 voru teknir til starfa um 4000 verkamenn á vöktum allan sólarhringinn við að koma upp nýju risavöxnu Óperuhúsi í hjarta Pek ingborgar, nýtískulega hönnuðu af frönsk um arkitekt . Því var valinn staður í grennd við gömlu keisarahallirnar, For- boðnu borgina svonefndu og Alþýðu- höllina miklu við Torg hins himneska friðar . Óperuhúsið er nú tekið til starfa . Gífurleg mannvirki hafa á sama tíma risið í tengslum við Ólympíu leikana 2008 í Peking . Staðhæft hefur verið að hvergi séu fleiri byggingakranar á hreyfingu en í framsæknustu kínversku borgunum . Í Kína sannast eins og vænta má betur en á nokkrum öðrum stað hið gamalkunna – að margar hendur vinna létt verk . Þær setja mark sitt á framkvæmdahraða og fá áætlan ir oftast til að standast . Stjórnarfarið þróast – en völdin áfram hjá Kommúnistaflokknum En það er fleira en efnahagslífið sem verið hefur á hreyfingu í Kína . Menn spyrja gjarna – og ekki að ástæðulausu – um þróun stjórnarfarsins . Alltaf er býsna mikið um harða gagnrýni á kínverskt stjórnarfar og ástand mannréttindamála í Kína í vestrænum fjölmiðlum . Sumt af gagnrýn- inni er réttmætt – en ýmsar breytingar til bóta hafa líka átt sér stað . Áður en nefnd eru dæmi um breyting- ar til bóta er vert að árétta að áfram fer Kommúnistaflokkur Kína með næstum alræðisvald í landinu . Framkvæmda ráð – politbureau – miðstjórnar flokksins með að al ritarann í broddi fylkingar er valda mest stofnun þjóðfélagsins . Hu Jintao, for seti Kína, er valdamesti maður þjóðar innar í krafti leiðtogastöðu sinnar í flokknum – en ekki vegna þjóðhöfðingja embættisins . Og athyglisvert er að stjórnmála flokk arnir átta, aðrir en Kommúnista flokk uri nn, sem til eru í Kína og eiga fulltrúa á svo nefndu Ráðgjafarþingi þjóðarinnar hafa það yfir- lýsta hlutverk að aðstoða Kommúnista- flokk inn við stjórn landsins . Þeir starfa sem sagt ekki á jafnréttisgrundvelli og er býsna þröngur stakkur sniðinn . Félagafrelsi í landinu eru settar skorður sem hindra að vaxið geti upp fjöldahreyfingar sem Komm- únistaflokkurinn hefur ekki stjórn á . Unnið hefur verið að breytingum á Komm únistaflokknum sem tryggi að hann geti um ókomna tíð haldið stöðu sinni sem leiðandi stjórnmálaafl landsins . Í flokknum voru 2004 taldir nálægt 66 milljón félagar . Hann hefur verið opnaður fyrir t .d . kaupsýslumönnum og nánast gerður að flokki allra stétta . Stefna flokksins hefur einnig verið endurnýjuð . Er þríþættur kjarni hennar nú sá, að flokkurinn skuli ávalt kappkosta að gæta

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.