Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 16

Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 16
14 Þjóðmál HAUST 2009 Þess vegna er lýðræðið okkar svona brothætt og veikt og ég velti því fyrir mér hvort í rauninni þurfi ekki að stíga mjög stór skref til að tryggja sterkari stjórnmálamenn og minna foringjaræði . Þar gæti komið til einmenn ings- og tvímenningskjördæmi sem strax fæða af sér öflugri stjórnmálamenn og kjark meiri og þar með meiri líkur á því að sjálfstæði stjórnmálamannanna verði með þeim hætti að þeir skipist í sveitir eftir málefnum en ekki fyrirfram gefnum flokkslínum . Í rauninni að þessi handjárn foringjanna hverfi og þar með rís Alþingi úr öskustónni sem æðsta stofnun landsins . Hið forna þing bauð kónginum byrginn, þannig virkar lýðræðið . Aðskilnaður lög- gjafarvalds og framkvæmdavalds þarf að eiga sér stað á þann hátt að ráðherrar gegni ekki þingmennsku .“ Þegar Halldór Ásgrímsson ákvað að hætta stjórnmálaþátttöku sumarið 2006 reyndi hann og stuðningsmenn hans að þvinga Guðna til að hætta líka . Hófst þá kostuleg hringavitleysa í fjölmiðlum, og að tjaldabaki, sem átti að tryggja að Finnur Ingólfsson tæki við formennsku í flokknum . Þegar ljóst varð að lítill hljómgrunnur var fyrir endurkomu Finns í stjórnmálin meðal grasrótarinnar var brugðið á það ráð að kalla Jón Sigurðsson, þáverandi seðlabankastjóra og fyrrverandi ritstjóra Tímans, til forystu í Framsóknarflokknum . Guðni var áfram varaformaður enda skildi hann ekki fyllilega af hverju sú krafa var gerð til hans að hætta þótt Halldór Ásgrímsson vildi láta af stjórnmálaafskiptum . „Jón Sigurðsson var auðvitað fyrst og fremst embættismaður,“ segir Guðni . „Hann var maður orðinn sextugur og hafði engan tíma til að skapa sér þá tiltrú sem þarf . Enda fékk flokkurinn sína verstu kosn ingu 2007 . Orsakir þess eru reyndar mjög marg þættar eins og þegar hefur komið fram og þar verður Jóni ekki einum kennt um . Eftir kosningarnar hvarf Jón af vettvangi og ég tók við formennskunni þar sem ég var varaformaður flokksins . Þessi niður- staða var auðvitað óvænt fyrir mig miðað við það sem á undan var gengið . Ég var efins um að það skapaðist friður um mig í Evrópuarminum og jafnvel flokks- eigendafélaginu sem hafði sig alltaf mikið í frammi . En stuðningsmenn Halldórs, og ekki síst Valgerðar Sverrisdóttur, buðu upp á fullar sættir, trúnað og samstöðu ef hún fengi að fylgja mér inn í varaformennskuna . Þannig myndum við stilla saman strengi og vinna að því að byggja flokkinn upp .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.