Þjóðmál - 01.09.2009, Page 12

Þjóðmál - 01.09.2009, Page 12
10 Þjóðmál HAUST 2009 Steingrímur J . hafi gengið fram á þennan ótrúlega hátt, telur Jón Kaldal, að „sú ára trúverðugleika sem hann hefur yfir sér“ sé meira virði en allt annað . Sviksemi Steingríms J . við fyrri skoðanir lýsir Jón Kaldal á þennan hátt: „Það hefur komið heldur óvænt í ljós að Steingrímur getur nálgast hlutina á pragmatískan hátt . Það er hreint ekki öllum gefið en er ómetanlegt fyrir þá sem vilja hafa alvöru áhrif í stjórnmálum .“ Stjórnmálafræðingar hafa ekki legið á liði sínu við að túlka framvindu stjórnmálanna . Hefur einhver þeirra tekið sér fyrir hendur að skýra og skilgreina störf og stefnu Stein gríms J . fyrir og eftir fjármálaráðherradóminn? Eða þá vanvirðu við heiðarleika í stjórn mál um, sem birtist í ofangreindum orðum ritstjóra Fréttablaðsins? Að gefa þennan tón um gæði stjórnmálastarfs er að vísu í góðu sam ræmi við skrif ritstjórarns um viðskiptalífið, þegar fagurgalinn var sunginn um Jón Ásgeir Jóhannesson og föður hans . Jóni Kaldal er greinilega ekkert heilagt, þegar aðild Íslands að ESB er annars vegar . Honum varð að ósk sinni um Steingrím J . í því máli við atkvæðagreiðsluna 16 . júlí á þingi . Í Icesave-málinu hefur Steingrími J . hins vegar gengið verr að halda fast í for- kastanlegan málstað sinn um, að þingi og þjóð beri að kyngja samningum Svavars Gestssonar möglunarlaust . Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, reis gegn þeim Steingrími J . og Svavari í þingflokki vinstri-grænna . Ögmundur gekk í lið með stjórnarandstöðunni í gagnrýni á samn inga Svavars . Umræður um þá hafa leitt sífellt betur í ljós hvílík hrákasmíði samn - ingarnir eru og hve illa hefur verið staðið um hagsmuni þjóðarinnar við gerð þeirra . Steingrímur J . og Jóhanna Sigurðardóttir neyddust til að sætta sig við, að alþingi setti fyrirvara við samningana . Þegar þetta er ritað standa þau enn gegn því, að málið verði tekið upp að nýju við Breta og Hollendinga . Í því efni hefur Steingrímur J . tekið að sér vörn fyrir félaga sinn Svavar Gestsson, sem hann skipaði formann samn- inganefndarinnar með hörmulegum afleið- ingum fyrir þá báða, svo að ekki sé minnst á þjóðarhag . Fjölmiðlar höfðu enga forystu í málefna- legri gagnrýni á Icesave-samningana . Vegna ESB-afstöðu Morgunblaðsins og Frétta blaðs­ ins hafa ritstjórar beggja blaða frá fyrsta degi lagt til, að Icesave-samningarnir yrðu samþykktir óbreyttir . Með vaxandi gagn- rýni og sífellt skýrari rökum fyrir því, hve hættulegir samningarnir eru, hefur tónn inn breyst í ritstjórnargreinum Morgunblaðs­ ins . Blaðið leggur sig þó enn í líma við að gera gagnrýnendur samningsgerðarinnar tor tryggilega . Hefur það til dæmis birst í fréttum þess og ritstjórnargreinum vegna grein ar Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi vara formanns bankaráðs Landsbanka Ís- lands, í blaðinu föstudaginn 14 . ágúst . Steingrímur J . Sigfússon gerði grein Kjart - ans að umtalsefni í ræðu, sem hann flutti að Hól um í Hjaltadal 16 . ágúst . Krafðist Stein- grímur J . þess, að Kjartan bæðist afsökunar í stað þess að segja skoðun sína á Icesave . Þessi krafa er í sama anda og and mæli Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns vinstri-grænna, af for- setastóli að kvöldi 21 . ágúst á alþingi, þegar Tryggvi Þór Herberts son, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, notaði orðið „vítavert“ um, hvernig Icesave-málið hefði verið tekið út úr efnahags- og skatta nefnd alþingis . Þegar utanríkismálanefnd ræddi Icesave- málið, skýrðu lögfræðingar Seðlabanka Ís- lands frá efasemdum um gæði samninga Svavars Gestssonar . Þá voru þeir ekki lengi að fara af stað og áttu greiðan aðgang að fjölmiðlum Svavar og Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, og ráðast á lögfræðingana . Þeir töldu þá raunar marklausa, af því að ekki hefði verið um formlegt álit frá seðlabankanum að ræða . Lagði fréttastofa RÚV lykkju á leið sína

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.