Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 26

Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 26
24 Þjóðmál HAUST 2009 október 2008 sköpuðust skilyrði til að þróa áfram stjórnmálasamskipti í ætt við undir- ferlið í borgarstjórn . Samfylkingin leitaði að blóraböggli . Þrátt fyrir að vera í mörgu orðin hægrisinn- aðri en Sjálfstæðisflokkurinn og búin að koma sér upp útrásarbandalagi, t .d . við Baug, var forysta Samfylkingarinnar fljót að finna leið til að skella skuldinni á sam- starfs flokkinn . Lykilmaðurinn var Davíð Odds son seðla bankastjóri . Fjölmiðlaveldi Baugs hafði í fimm ár hamast við að gera alls herjar grýlu úr Davíð, eftir að hann sem for sætisráðherra gagnrýndi markaðsráð andi stöðu Baugsverslunarinnar . Sam kvæmt Baugs miðlum var Davíð ábyrgur fyrir mis bei tingu lögreglu og ákæruvalds, efna- hags stjórn uninni, auk vaxtastefnu Seðla- bank ans . Í þennan farveg var auðvelt að sá fræjum tortryggni og það gerði Samf ylk i ng- in skammlaust . Áhugasamir meðhlauparar gáfu sig sjálf- viljugir fram . Skipuleggjandi og mál pípa búsáhaldabyltingarinnar, Hörður Torfa son, sagði við ein fyrstu mótmælin að hann vildi Davíð úr Seðlabankanum . Hvers vegna? Jú, vegna þess að Davíð væri „tappinn“ í baðkarinu . Ástæðulaust að færa rök fyrir máli sínu þegar snjallar myndlíkingar eru nærtækar . Að Davíð frátöldum var eitt mál sem Samfylkingin gat teflt fram til að afsaka sig frá hruninu . Allt frá árinu 1995, þegar Jón Baldvin Hannibalsson for maður Alþýðuflokksins gerði aðild að Evrópusambandinu að kosningamáli þjón aði hugmyndin taktísku hlutverki að aðgreina Alþýðuflokk/Samfylkingu frá öðrum flokkum . Kosningarnar 1999 var aðild kynnt, sömuleiðis 2003 og aftur 2007 en aldrei í öðrum tilgangi en að betra væri að veifa röngu tré en öngvu . Samfylkingin er flokkur stofnaður til að ná völdum . Þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, vara formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk Geir H . Haarde formann til að bjóða Sam- fylkingunni upp á ríkisstjórnarsamstarf vorið 2007 var félagshyggjuflokknum ljúft að sporðrenna stefnunni um aðild að Evrópu sambandinu . Til að berja á Sjálfstæðisflokknum tók Samfylkingin fram aðildarlausnina og krafðist þess að fá hana á dagskrá . Beygð forysta sjálfstæðismanna féllst á að boða til sérstaks landsfundar þar sem afstaða til aðildarumsóknar átti að verða aðalefnið . Þetta var eingöngu gert til að mæta kröfu samstarfsflokksins og sýndi Sjálfstæðisflokkinn veiklyndan . Enda gekk Samfylkingin á lagið . Samfylkingin og þáverandi formaður, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, gátu þakkað Þorgerði Katrínu að komast til valda . Þegar Geir H . Haarde bauð Þorgerði Katrínu sem forsætisráðherraefni í því skyni að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram hafnaði Ingibjörg Sólrún tillögunni . Sjálfstæðisflokknum skyldi úthýst úr stjórnarráðinu . F ramsóknarflokkurinn bauðst til að veita minnihlutastjórn Samfylkingar og Vg stuðning . Undir forystu nýs for- manns, Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson- ar, var Framsóknarflokkurinn áfram um að fá kosn ingar sem fyrst . Þáttur Ólafs Ragn- ars Grímssonar forseta í stjórnarmynd- unar viðræðunum í lok janúar 2009 er ekki upplýstur en það spillti ekki fyrir vinstriflokkunum að Bessastaði sat fyrr ver- andi formaður Alþýðubandalagsins . Forysta Vg þóttist sjá hvert stefndi fyrir áramót . Á flokksráðsfundi í byrjun desember reyndu Steingrímur J . Sigfússon formaður og nánasti samverkamaður hans, Árni Þór Sigurðsson, að milda afstöðu flokksins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.