Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 71

Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 71
 Þjóðmál HAUST 2009 69 Halldór Kiljan Laxness . Þeir sáu hið sama og skáldið og voru raunar miklu tíðari gestir þar eystra . Hér skulu aðeins nefnd tvö dæmi . Á þriðja og fjórða áratug hittu Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason oft þá Allan Wallenius og Arne Munch-Petersen í Moskvu . Wallenius var sænskumælandi Finni, starfaði fyrir Komintern og kenndi mörgum Íslendingum í byltingarskólum ráðstjórnarinnar . Hann fylgdist vel með íslenskum kommúnistum og skrifaði ritdóm um Sölku Völku á sænsku, sem þýddur var og birtur í Rétti .47 Munch-Petersen var danskur kommúnisti, sem sat um skeið á þingi fyrir flokk sinn . Hann starfaði fyrir Komintern með Eggerti Þorbjarnarsyni, sem seinna varð framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins . Munch-Petersen hvarf í júlí 1937, en Wallenius í febrúar 1938 . Nú er vitað, að þeir voru handteknir í hreinsunum Stalíns og báru báðir beinin í fangelsum .48 Veltu þeir Einar, Brynjólfur og Eggert því aldrei fyrir sér, hvað orðið hefði um þá Munch- Petersen og Wallenius? Fannst þeim ekkert einkennilegt við stjórnarfar í landi, þar sem menn hurfu skyndilega? Hitt dæmið er, að nokkrir Íslendingar fóru til Kína í boði stjórnvalda þar haustið 1960, þar á meðal Hannes Sigfússon skáld og Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöfundur . Þá var að skella á hungursneyð í landinu vegna þess, að Stóra stökkið fram á við hafði mistekist . Í Beijing hittu boðsgestirnir Skúla Magnússon, sem stundað hafði þar nám frá haustinu 1957 . Mörgum árum síðar skrifaði Hannes í minningabók: „Íslenski námsmaðurinn fræddi okkur samtímis um það, að mikil hungursneyð ríkti í Kína og fólk neyddist 47 Allan Wallenius: „Salka Valka,“ Réttur, 20 . árg . (1935), 214 .–216 . bls . Þýð . úr Ny dag, blaði sænskra kommúnista . 48 Eila Lahti-Argutina: Olimme joukko vieras vaan (Vammala 2001), 555 . bls . Þetta er yfirlitsrit um örlög finnsku mælandi manna í Ráðstjórnarríkjunum . Ólafur Grím ur Björnsson benti mér á það . Ole Sohn: Fra Folketinget til celle 290. Arne Munch­Petersens skæbne (Khöfn 1992) . jafnvel til að éta lauf af trjám til að seðja hungur sitt .“49 Þeir Ólafur Jóhann og Hannes skrifuðu báðir um Kínaförina í Tímarit Máls og menningar . Hvorugur minntist á neina hungursneyð, heldur lýstu þeir báðir framförum í Kína og hvöttu til vináttu við kínverska alþýðulýðveldið .50 7 . Þótt sumir íslenskir kommúnistar töluðu gegn betri vitund, þegar þeir vörðu kommúnistaríkin, létu aðrir vissulega blekkjast . Margir íslenskir gestir ráðstjórnarinnar á fjórða áratug voru sendir í verksmiðjuna Rauða þríhyrninginn í Leníngarði (nú Pétursborg) og í Amo- bílaverksmiðjuna í Moskvu . Finnski kommúnistinn Arvo Tuominen sá oft um að taka á móti slíkum gestum . Hann lýsti því, hvernig heimsóknirnar voru skipulagðar:51 Gestunum voru ætíð sýndar deildir, sem voru sérstaklega innréttaðar . Verk smiðju - sal irnir voru einstaklega glæsilegir, vinnan skipu lögð betur en nokkurs staðar annars staðar í veröldinni, matsalir og fataskipta- herbergi voru til fyrirmyndar . En það var bara ein deild í þessari stóru verksmiðju, sem svo leit út . Það kom mjög sjaldan fyrir, að nokkur gestanna óskaði eftir að ganga um alla hina risa stóru verksmiðjubyggingu, þar sem heim sóknin í þessa einu deild tók tvær til þrjár klukkustundir . Þeir verka menn, sem ferðamennirnir tóku tali, voru allir vel þjálfaðir fyrirfram . Verksmiðjus tjór inn 49 Hannes Sigfússon: Framhaldslíf förumanns (Rvík 1985), 184 . bls . 50 Ólafur Jóhann Sigurðsson: „Samskifti við Kínverja,“ Tímarit Máls og menningar, 1 . hefti 22 . árg . (mars 1961), 13 .–23 . bls .; Hannes Sigfússon: „Saga vestrænnar íhlutunar í Kína,“ Tímarit Máls og menningar, 2 . hefti 22 . árg . (maí 1961), 102 .–121 . bls ., og s . r ., 3 . hefti 22 . árg . (ágúst 961), 164 .–183 . bls . 51 Arvo Tuominen: Kremls klockor (Stokkhólmi 1958), 251 . bls . Þýðing Arnórs Hannibalssonar .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.