Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 12

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 12
12 13 Það er ekki sanngjarnt að gera þá kröfu til núverandi ríkisstjórnar að hún leiðrétti þessa umframskerðingu í einu skrefi og það strax. Við þurfum öll sem hér erum að skilja þá erfiðu stöðu sem enn er til staðar í fjármálum ríkisins. Eins og áður hefur verið greint frá má gera ráð fyrir því að ríkissjóður verði rekinn með um 30 milljarða króna halla á þessu ári. Það er sú staða sem blasir við nýrri ríkisstjórn en við stefnum hins vegar á hallalaus fjárlög á næsta ári og frá því mikilvæga markmiði verður ekki hvikað. Eins og gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs munu sóknargjöldin hækka um rúmar 65 milljónir króna á næsta ári umfram verðlag. Það er ekki sjálfgefið í núverandi árferði en við fjármálaráðherra komumst að þeirri niðurstöðu að leggja þetta til. Þetta er mikilvægt fyrsta skref og eins og ég sagði vil ég gjarnan að við stöndum upp frá þessu verkefni á næstu misserum sátt við þá niðurstöðu sem þá liggur fyrir. Kæru þingfulltrúar. Ég átti góðan fund með Biskupi Íslands á mínum fyrstu dögum sem ráðherra í sumar. Á fundinum gerði biskup mér grein fyrir fjárhagslegum málum þjóðkirkjunnar og afhenti mér minnisblað kirkjuráðs um þau mál. Í framhaldi af þeim fundi ákvað ég að skipa starfshóp sem fjalla á um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju. Það er mér sönn ánægja að tilkynna hér í dag að ég hef beðið Sigríði Önnu Þórðardóttur, fv. ráðherra, að leiða þann starfshóp. Ég treysti henni einstaklega vel til að komast að góðri, sanngjarnri og uppbyggilegri niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag þessara samskipta – og treysti því að þið í þessum hópi gerið það einnig. Vinna hópsins verður í meginatriðum tvíþætt. Annars vegar byggist hún á endurskoð­ un ar ákvæði í 4. gr. kirkjujarðasamkomulagsins svokallaða og hins vegar á lögum um sóknargjöld. Þetta er mikilvægur starfshópur og ég bind miklar vonir við að í framhaldi af vinnu hans náum við að móta stefnu til framtíðar sem tryggir sjálfbærni í fjármálum kirkjunnar. Ég vil í þessu samhengi víkja stuttlega að viðræðum sem stóðu nýlega yfir við Prestafélagið um nýja gjaldskrá fyrir aukaverk presta. Ég veit að ekki voru allir í sáttir við niðurstöðu mína í því máli, en ég var ekki tilbúin til að fallast á tilllögu presta um mikla hækkun á gjaldskránni, þó svo að ég skilji þau sjónarmið sem þar komu fram og rökstuðninginn fyrir þeim. Ég hef þó í framhaldinu óskað eftir viðræðum um breytt fyrirkomulag, enda tel ég ekki eðlilegt að ráðherra ákveði slíka gjaldskrá. Í mínum huga kemur til greina að afnema lögin sem um þetta gilda, enda hefur margt breyst frá því að þau voru samþykkt fyrir rúmum 80 árum. Ég veit að þetta er til umræðu hér á þessu þingi núna um helgina og ég vonast til þess að við komumst að farsælli niðurstöðu um þau mál. Kæru þingfulltrúar. Þrátt fyrir að undanfarin ár hafi um margt verið umbrotatími í starfi íslenskrar kirkju – hefur kirkjan sýnt kærleikann í verki með ýmsum hætti. Fyrst og fremst hefur það verið gert með því að viðurkenna ákveðinn fortíðarvanda og þá þætti í kirkjustarfi sem betur hafa mátt fara til framtíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145

x

Gerðir kirkjuþings

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2298-8432
Tungumál:
Árgangar:
45
Fjöldi tölublaða/hefta:
54
Gefið út:
1958-í dag
Myndað til:
2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Þjóðkirkjan. Kirkuþing.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað: Gerðir kirkjuþings 2013 (01.01.2013)
https://timarit.is/issue/389679

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Gerðir kirkjuþings 2013 (01.01.2013)

Aðgerðir: