Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 77
77
hverju embætti 2859 íbúar.Talan breytist ekki mikið þótt bætt væri við sjö embættum
héraðspresta. Sjá töflu hér fyrir neðan:
Stöðugildi 1. okt. 2013 Íbúar Sóknarbörn
321.585 245.120
Sóknarprestar 92,0
Prestar 20,5
112,5 2859 2179
Héraðsprestar 7,0 2691 2051
119,5
Sérþjónustuprestar 6,5
Samtals: 126,0
Þessi viðmiðun um fjölda sóknarbarna eða íbúa er sjálfsögð þegar embættum presta er
ráðstafað. Það er augljóst að mikill munur er á þjónustubyrði presta ef horft er til núverandi
skipanar prestakalla og fjölda sóknarbarna á hverjum stað. (Sjá fylgiskjal E)
Prestar þjóna allt frá um 300500 sóknarbörnum í prestakalli (20 prestaköll) og til þess
þjóna meira en tífalt fleiri sóknarbörnum, eða 50006000(5 prestaköll). Of langt mál væri
að rekja þessa þróun og ástæður þessarar skipan prestakalla en eðlilegt að endurskoða
reglulega skipan prestsþjónustunnar í landinu. Byggðaþróun, samgöngur og nú verulega
breytt fjárhagsstaða kirkjunnar kalla m.a. á nauðsyn þess að þetta sé gert.
Þegar skoðaðar eru tölur um íbúafjölda á Íslandi eftir prófastsdæmum frá árinu 20002012
og þróun búsetu má sjá að íbúum hefur fjölgað um tæp 39 þús. Miklar breytingar hafa
orðið á prófastsdæmunum, frá því að vera 16 árið 2000 og til þess að vera nú 9 talsins og
þess gætt í samantektinni. (sjá fylgiskjal D)
Langmesta fólksfjölgunin hefur orðið á suðvesturhorninu. Þannig voru íbúar í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra 71.460 árið 2000 en voru 1. des. 2012 orðnir 86.622 og
hafði fjölgað um rúm 15 þús. Svipaðar tölur eru fyrir fjölgun íbúa í Kjalarnesprófastsdæmi,
úr 57.174 í 71.791, þrátt fyrir að Vestmannaeyjar færðust yfir í annað prófastsdæmi.
Það er mat nefndarinnar að þessa byggðaþróun verði að taka einnig með í skipulagi
prestsþjónustunnar í dag og meta hvert prófastsdæmi og svæði með það í huga. Um leið
þarf að hafa í huga sérstöðu sumra svæða, svo sem vegna erfiðra samgangna.
Byggðaþróun og bættar samgöngur kalla á breytt skipulag prestsþjónustunnar. Engin
sókn vill missa prestinn sinn úr byggðarlaginu. Til að koma til móts við það sjónarmið
má breyta skipan prestsþjónustunnar með hlutastörfum presta, eins og hefur verið gert.
Kálfafellsprestakall sameinaðist Höfn og staða prests í hálfu starfi var stofnað og hið sama
var gert þegar Bíldudals og Tálknafjarðarprestakall var sameinað Patreksfjarðarprestakalli
á þessu ári. Báðir prestarnir sem þar hafi komið sér fyrir hafa fengið kennslu samhliða
prestsstarfinu og bætt þannig upp hálft starfshlutfallið í prestsstarfinu.