Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 88

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 88
88 89 þjóðkirkjunni, ár frá ári, um það bil 0,5%. En ólíkt því sem hér hefur gerst hefur Danska kirkjan auknar tekjur, þrátt fyrir fækkun, þar sem kirkjuskatturinn hefur hækkað þar á liðnum árum. Sóknirnar þar hafa áfram ráð á launuðu starfsfólki til safnaðarstarfa, eins og hér var raunin líka um árabil. Nú liggur það fyrir að sóknargjöld hafa verið skorin niður hér umtalsvert og meir en almennt var gert hjá öðrum stofnunum. Um það má lesa í skýrslu sem þáverandi innanríkisráðherra lét gera í fyrra. Nefndinni var skipuð til að meta áhrif niðurskurðar fjárveitinga á starfsemi þjóðkirkjunnar og afleiðingar þess ráðs að haldið yrði áfram á þeirri braut. (Skýrsla til ráðherra, 30. apríl 2012). Sóknir sem áður höfðu á að skipa starfsfólki í æskulýðsstarfi eða barnafræðslu hafa þurft að segja því starfsfólki upp. Staða djákna sem m.a. hafa sinnt starfi meðal aldraðra er í talsverðri óvissu og sums staðar hafa sóknir þurft að segja upp organistum eða minnka starfshlutfall þeirra. Aðeins þrjár sóknir hafa nú presta sem launaðir eru af sóknargjöldum, en þeir voru mun fleiri fyrir nokkrum árum. Skerðing á sóknargjöldum hefur um leið bein áhrif á sameiginlega sjóði kirkjunnar sem búa við minni tekjur og veita þar af leiðandi minni styrki til sóknanna sem margar hverjar eru skuldsettar og hafa reitt sig á stuðning þessara sjóða. Sóknirnar grípa þá m.a. til þess ráðs að segja upp starfsfólki til að mæta þeirri skerðingu. Nú þegar þetta er ritað hefur það gerst í fyrsta sinn í mörg ár að boðað er að sóknargjöld hækki eitthvað á næsta ári. Hækkunin mun þó ekki breyta því að fjárhagur margra sókna er erfiður og safnaðarstarfið líður fyrir það. Viðhald kirkna sömuleiðis og rekstur safnaðarheimila sem reist hafa verið af miklum myndarskap á undanförnum áratugum er að sliga sumar sóknir. Þessi erfiðu fjárhagsstöðu sókna verður að hafa með í myndinni þegar rætt er um stöðu prestsþjónustunnar í kirkjunni. Nú verður kallað eftir því að prestar sinni (að nýju) ýmsu í safnaðarstarfinu sem sóknirnar höfðu launað starfsfólk til að annast, en hafa þurft að segja upp. Jafnljóst er að starfið hlýtur að dragast saman og sumt falla alveg niður. Því hefur umræðan um ólaunað starfsfólk komið á dagskrá af meiri þunga en áður, eins og á kirkjuþingi. Vera má að sóknir sem eru verulega skuldsettar verði að grípa til enn frekari aðgerða og horfast í augu við að afsala sér húsnæði eins og safnaðarheimilum þar sem þau eru ekki samtengd kirkjunni sjálfri. Sala á kirkjum, í sparnaðarskyni, hefur ekki enn komið hér til tals. Víða erlendis, t.d. í Bretlandi og í Danmörku hafa kirkjur verið settar á sölu. Ástæður eru ekki bara þungur rekstur oft gamalla, friðaðra kirkna, heldur er kirkjusókn látin einnig ráða, eins og í Kaupmannahöfn. Samantekt Nefndin leggur hér fram tillögur í þremur liðum ásamt undirliðum. Í stuttu máli fjalla þær um: 1. Að koma sem fyrst á samstarfssvæðum um land allt. 2. Að tryggja tilveru samstarfssvæðanna í lögum og starfsreglum 3. Að leggja til viðmið um skipan prestsþjónustunnar og láta þau koma til framkvæmda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145

x

Gerðir kirkjuþings

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2298-8432
Tungumál:
Árgangar:
45
Fjöldi tölublaða/hefta:
54
Gefið út:
1958-í dag
Myndað til:
2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Þjóðkirkjan. Kirkuþing.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað: Gerðir kirkjuþings 2013 (01.01.2013)
https://timarit.is/issue/389679

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Gerðir kirkjuþings 2013 (01.01.2013)

Aðgerðir: