Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 24
24 25
sameiningar þær sem samþykktar voru á kirkjuþingi 2009. Um er að ræða Suður-,
Húnavatns- og Skagafjarðar-, Eyjafjarðar-og Þingeyjar- og Austurlandsprófastsdæmi.
Meginniðurstaðan er sú að héraðsnefndir hafa unnið samkvæmt nýju skipulagi og hefur
það gengið vel. Fram kom hins vegar að sakir lengri vegalengda innan hinna sameinuðu
prófastsdæma séu fjarlægðir meiri og meiri kostnaður fyrir leikmenn og vígða þjóna að
sækja héraðsfundi og aðra fundi á vegum prófastsdæmanna og jafnframt að vitund manna
um að vera saman innan skipulagsheildar til samstarfs og uppbyggingar hefur aðeins
minnkað vegna meiri fjarlægða. Einnig komu fram nokkrar áhyggjur af versnandi fjárhag
héraðssjóðanna þrátt fyrir sameiningar prófastsdæmanna.
11. mál. Þingsályktun um frumvarp til þjóðkirkjulaga.
Kirkjuþing 2012 samþykkti að skipa fimm manna nefnd kjörinna kirkjuþingsfulltrúa sem
fer yfir frumvarp að þjóðkirkjulögum og skilar tillögum að frumvarpi til þjóðkirkjulaga
til kirkjuþings að hausti 2013. Í nefndina voru kjörin Ásbjörn Jónsson, formaður, Egill
Heiðar Gíslason, Inga Rún Ólafsdóttir, Ingileif Malmberg og Skúli Sigurður Ólafsson. 15.
mál. Þingsályktun um félagatal þjóðkirkjunnar „Kirkjuþing 2012 ályktaði eftirfarandi:
• Þjóðkirkjan taki upp eigið félagsmannatal er fylgi trúfélagsskráningu í þjóðskrá.
• Eyðublað fyrir starfsskýrslur presta verði endurskoðað.
• Útbúin verði starfsskýrsla fyrir sérþjónustupresta.
• Messugjörðarskýrsla sóknarpresta verði endurskoðuð.
• Starfsskýrslur djákna verði endurskoðaðar.
• Tekin verði upp miðlæg rafræn skráning helstu prestsverka.
Kirkjuráð sjái um framkvæmd þingsályktunartillögunnar.“
Starfshópur biskups vinnur nú að þessum málum. Í honum sitja sr. Þorvaldur Víðisson,
biskupsritari, Sveinbjörg Pálsdóttir, skrifstofu- og mannauðsstjóri, Ragnhildur Ásgeirsdóttir,
djákni og Örvar Kárasons, sviðsstjóri á upplýsingasviði. Stefnt er að því að vinnu þessari
verið lokið fyrir áramót og þá verði m.a. endurskoðað skýrsluform tekið upp.
13. mál. Starfsreglur um kjör til kirkjuþings.
Tillagan var samþykkt á þinginu með smávægilegum breytingum.
Starfsreglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum og verður kosið eftir þeim til kirkjuþings
árið 2014.
16. mál. Þingsályktun um kaup og sölu fasteigna
Kirkjuþing 2012 heimilaði sölu ýmissa fasteigna Kirkjumálasjóðs og eru þær taldar upp í
gerðum Kirkjuþings. Heimildarákvæði um sölu fasteigna gilda fram að kirkjuþingi 2013. Gerð
er grein fyrir sölu fasteigna síðar í þessari skýrslu við umfjöllum um tillögu til þingsályktunar
um kaup og sölu fasteigna á kirkjuþingi 2013.
18. mál. Þingsályktun um upplýsingar varðandi hlunnindi af kirkjujörðum
Kirkjuþing 2012 ályktaði að fela kirkjuráði að láta vinna skýrslu þar sem öll hlunnindi og
aðrar tekjur af prestssetrum og öðrum jörðum sem kirkjumálasjóður er skráður eigandi
að koma fram.
Skýrslan er lögð fram á þessu þingi með skýrslu kirkjuráðs.