Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 30
30 31
Ríkisendurskoðun og kirkjuþing hafa óskað eftir því að kirkjan einfaldi fjármál kirkjunnar
og að fjármál þjóðkirkjunnar verði að vera gagnsærri en nú er. Þannig sé t.d. æskilegt að
helstu sjóðir kirkjunnar, þ.e. Kirkjumálasjóður, Kristnisjóður, Jöfnunarsjóður sókna og
Hinn almenni kirkjusjóður verði sameinaðir í einn Kirkjusjóð. Að auki þurfi að vinna
skýrar verklagsreglur um styrkveitingar á vegum kirkjunnar, þar sem m.a. komi fram með
hvaða hætti umsóknir eru metnar og hvernig eftirfylgni með nýtingu fjárins sé háttað.
Fjárhagssamskipti ríkis og kirkju:
Kirkjuráð hefur unnið að eftirfarandi markmiðum kirkjunnar vegna fjárhagssamskipta
ríkis og kirkju:
Þjóðkirkjan hefur leitast við að einfalda fjármálaumsýslu sína. Ríkisendurskoðun
og Innanríkisráðuneytið hafa beint þeim tilmælum til þjóðkirkjunnar að fara í slíka
endurskoðun. Í meginatriðum felast tillögur kirkjuráðs í því að laun presta og starfsmanna
Biskupsstofu greiðist af fjárlagalið 06 701 Þjóðkirkjan, en að öðru leyti fari allur rekstur
fram í gegnum 06 – 705 kirkjumálasjóð. Þannig verði eigin fé og tekjum Jöfnunarsjóðs
sókna ráðstafað til kirkjumálasjóðs á sama hátt og Kristnisjóði, en síðarnefndi sjóðurinn
hefur runnið til kirkjumálasjóðs frá og með árinu 2006. Þess verður gætt að skýrt verði
hvernig fjármunum Jöfnunarsjóðs sókna og Kristnisjóðs verði ráðstafað í samræmi við
lögbundinn tilgang hvors sjóðs um sig, með aðgreiningu á viðfangsefnum sjóðanna.
Áfram verði Skálholt, Strandarkirkja og Tónskóli þjóðkirkjunnar aðgreindar stofnanir
ásamt ýmsum vörslusjóðum sem biskup Íslands varðveitir. Ef kirkjuþing samþykkir þessar
breytingar yrði stefnt að því að þær tækju gildi umnæstu áramót. Þá verði fjárhagsáætlanir
og bókhald fært til samræmis við framangreindar breytingar. Tillögurnar hafa verið
kynntar Ríkisendurskoðun.
Upplýsingatæknisvið
Lokið var við innleiðingu nýs skjalavistunarkerfis og fyrstu mánuðir ársins fóru í leið
beiningu og þjálfun starfsfólks á nýja kerfinu. Nýja kerfið er fullgilt stafrænt skjalavistunar
og málakerfi svo ekki er lengur þörf á að prenta út og vista rafræn erindi í skjalageymslum.
Hefur kostnaður vegna útprentunar minnkað í kjölfarið.
Nokkrir nýir sóknarvefir bættust við á árinu og einnig var settur upp vefur fyrir biskup
Ísland, biskup.is. Nokkrir vefir fóru þó úr hýsingu þar sem þarfir þeirra rúmuðust ekki
lengur innan stöðluðu lausnarinnar sem Biskupsstofa bíður upp á. Sóknir geta nýtt þennan
kost til að feta sín fyrstu skref á vefnum og einnig til að lækka vefhýsingarkostnað sinn. Í
dag hýsir Biskupsstofa rúmlega sextíu slíka vefi. Þjónustuvefur kirkjunnar var uppfærður
og útliti hans var breytt. Breytingarnar miðuðu að því að gera hann notadrýgri í farsímum
og spjaldtölvum. Unnið var að því að flytja upplýsinga og gagnamiðlun til starfsmanna
kirkjunnar í auknum mæli inn á þjónustuvefinn.
Félagatal þjóðkirkjunnar var útbúið (skv. 15. máli kirkjuþings 2012). Fylgir það daglegum
breytingum á þjóðskrá. Opnað fyrir leit starfsmanna sókna og sóknarnefndarmanna
í félagsmannatali inni á þjónustuvefnum. Útbúið var skýrsluform fyrir skírnir á
þjónustuvefnum og er það í prófun. Aukið álag var á árinu vegna nýrra starfsmanna og