Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 15

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 15
15 Busan talaði biskup frá Sri Lanca. Hann talaði um guðfræði fórnarlambsins og dró fram í dagsljósið reynslu hinna þjáðu og lagði áherslu á að hlustað væri á reynsla þeirra sem eru á jaðrinum. Rödd þeirra þarf að heyrast í kirkjunni sagði hann því kirkjan á að vera vettvangur sannleikans, réttlætis, kærleika, sáttargjörðar, endurreisnar, upprisu og friðar. Hann sagði að hin spámannlega rödd kirkjunnar þyrfti að heyrast. Ræða hans leiddi huga minn til minnar kirkju og þjóðar og sannfærði mig enn frekar um það að rödd kirkjunnar þarf að heyrast betur og hún á að tala máli þeirra sem ekki geta látið í sér heyra eða fá ekki áheyrn. Rödd kirkjunnar heyrist ekki aðeins innan fjögurra veggja kirkjuhúsanna heldur í þjóðfélaginu, enda á hún að vera boðberi kærleikans og friðarins. Hún á að vinna að réttlæti og friði. Kirkjan á að standa með þeim sem minna mega sín. Sér þjónusta kirkjunnar er nauðsynleg. Kirkjan á að vera stolt af þeirri þjónustu sem sérþjónustuprestarnir veita. Þá þjónustu má ekki skerða. Stöndum vörð um hana. Fólk hefur væntingar til kirkjunnar. Merki þess eru e.t.v. frekar á landsbyggðinni, þar sem fólksfækkun hefur víða orðið og þjónusta minnkað. Þar hefur kirkjan mikilvægu hlutverki að gegna. Hún er samnefnari samfélagsins, jafnvel einnig í augum þeirra sem ekki tilheyra henni. Hún stendur með fólki í gleði og sorg og er öllum opin. Ekki hvað síst kemur það í ljós þegar á bjátar. Hver er sjálfsskilningur okkar? Hver er sjálfsskilningur kirkjunnar? Hluti af vanda kirkjunnar á hverjum tíma er að við deilum ekki sameiginlegri sýn á kirkjuna og hlutverk hennar. Stundum ber líka á því að spenna ríki milli vígðra og óvígðra. En það er næsta víst að kirkjan er okkur öllum mikils virði, enda værum við ekki saman komin hér í dag ef við vildum ekki vinna henni gagn. Við spyrjum ekki hvað getur kirkjan gert fyrir mig, heldur hvað get ég gert fyrir kirkjuna. Lífsins Guð, leiddu okkur til réttlætis og friðar. Á heimsþinginu í Busan var athyglisvert að sjá hve vel þess var gætt að jafnrétti ríkti í hvívetna. Þar var jöfn skipting kynja, fólk var á öllum aldri og fatlaðir voru fullgildir þátttakendur. Þáttakendur voru hið minnsta 5000 og sjálfboðaliðar, ungt fólk, kom frá 90 löndum. Þjóðkirkjan státar af jafnréttisstefnu, sem fara ber eftir. Réttlæti mun aldrei verða náð nema jafnrétti sé virt. Í skýrslu jafnréttisnefndar kirkjunnar sem eru í gögnum kirkjuþings kemur fram að upplýsingum hafi verið safnað „um laun starfsfólks kirkjunnar, annars vegar á prófastsdæmisvísu hvað varðar starfsfólk safnaða og hins vegar á landsvísu hvað varðar presta og starfsfólk Biskupsstofu og stofnana kirkjunnar, sbr. kafla 3 í framkvæmdaáætlun. Einnig voru teknar saman tölulegar upplýsingar um starfsfólk kirkjunnar, þær greindar út frá kyni og teknar voru saman upplýsingar um kynjahlutöll í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum kirkjunnar. Helstu niðurstöður eru að hlutfall launaðs starfsfólks hefur minnkað og þá hjá báðum kynjum. Kynin bæði virðast öflug í sjálboðnu starfi og varla er þar marktækur munur á milli kynja. Mun fleiri karlar en konur eru organistar og flestir þeirra eru á verktakagreiðslum. Konur og karlar gegna nokkuð jafnt kirkjuvörslu en karlar virðast vera að fá meira greitt fyrir þau störf en konur. Sama má segja um meðhjálparastarfið þó eru þar fleiri karlar og þiggja þeir flestir verktakagreiðslur. Konurnar taka að sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.