Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 54
54 55
Rekstrarkostnaður Biskupsstofu samkvæmt kirkjujarðasamkomulagi: Sparnaður 7 m.kr.
Á næsta ári er ráðgert að allur skrifstofukostnaður Biskupsstofu verði hjá Kirkjumálasjóði.
Í dag er skrifstofan rekin með sértekjum frá sjóðunum sem kostnaðarhlutdeild í
skrifstofuþjónustu. Mikil hagaræðing felst í þessari ráðstöfun þar sem umsýsla verður
einfaldari og tækifæri til frekari aðhaldsaðgerða skapast.
06-701 Þjóðkirkjan/Biskupsstofa 2014
Fjárhagsáætlun 06-701 Þjóðkirkjunnar/Biskupsstofu 2014 –
í milljónum króna
2014
Prestar – launakostnaður 124 embætti 1.202,2
Biskup Íslands launakostnaður 15,8
Vígslubiskup í Skálholti launakostnaður 13,0
Vígslubiskup á Hólum launakostnaður 12,3
Prófastar launakostnaður 22,2
Náms og veikindaleyfi launakostnaður 34,6
Aukaeiningar í fjölmennum prestaköllum 8,5
Einingar vegna niðurlagðra prestakalla 16,8
Rekstrarkostnaður presta og prófasta 133,0
Laun starfsfólks skv. kirkjujarðsamkomulagi 12,6 stöðug. 113,4
Rekstrarkostn. skrifstofu skv. kirkjujarðasamkomulagi 0,0
Samtals áætluð gjöld 2014 1.572,4
Greiðslur samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2014 1.447,8
Fjárvöntun 2014 -124,0
Rekstraráætlun 06-701 Þjóðkirkjunnar árið 2014 – forsendur
Eins og fram hefur komið hefur 06701 Þjóðkirkjan sætt hagræðingarkröfu að fjárhæð
379 m.kr. frá árinu 2010 og hefur tekist að skera niður sem nemur 255 m.kr. Fjárvöntun
vegna ársins 2014 er því um 124 m.kr. Til að brúa þetta bil er gert ráð fyrir að framlög
komi úr Kirkjumálasjóði að fjárhæð 32 m.kr. og úr Jöfnunarsjóði sókna 32 m.kr. auk
þess sem eignir verða seldar fyrir 60 m.kr. og andvirðið greitt til 06701 Þjóðkirkjunnar/
Biskupsstofu.
Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaður skrifstofu verði hjá Kirkjumálasjóði. Áður var
rekstrarkostnaður á Biskupsstofu en þá kom kostnaðarhlutdeild úr sjóðum á móti. Á
Biskupsstofu og Kirkjumálasjóði fækkar starfsmönnum sem nemur einu stöðugildi milli
áranna 2013 og 2014. Áætluð stöðugildi á Biskupsstofu árið 2014 eru 12,6 en áætluð
stöðugildi Kirkjumálasjóðs eru 13,6. Samtals verða starfsmenn 26 árið 2014 í stað 27 árið
2013. Frá árinu 2010 hefur starfsfólki þá fækkað sem nemur 7 stöðugildum eða um 21%.
Eftirfarandi breytingar eru á mannahaldi Biskupsstofu/Kirkjumálasjóðs: