Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 50
50 51
2. mál kirkjuþings 2013
Flutt af kirkjuráði
Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar
Helstu þættir til umræðu og ályktunar
Heildartekjur þjóðkirkjunnar í frumvarpi til fjárlaga árið 2014 eru áætlaðar 3.948,8 m.kr.
að frádregnum 270,9 m.kr. sértekjum sem Þjóðkirkjunni 06701 (Biskupsstofu) er ætlað
að afla. Áætlaðar sértekjur hækkuðu í fjárlögum 2013 um 160 m.kr. frá árinu 2012 vegna
leiðréttingar á rekstrarumfangi, en útgjaldarammi stendur óbreyttur. Áætlaðar greiðslur til
þjóðkirkjunnar í heild hækka um 160,7 m.kr. milli ára eða um 4,2% ef miðað er við fjárlög
2013. Hagræðingarkrafa ríkis árið 2014 vegna 06701 Þjóðkirkjunnar er 0,75% m.kr. eða
14,1 m.kr. Í fjárlagafrumvarpinu 2014 eru áætlaðar 3% launa og verðlagshækkanir miðað
við árið 2013 og er því hækkun milli áranna 2013 og 2014 35,8 m.kr. eða um 2,5%. Vegna
06707 Kristnisjóðs er ekki gerð hagræðingarkrafa, en engar launa og verðlagsbætur eru
reiknaðar á þann lið. Hagræðingarkrafa er ekki gerð vegna sóknargjalda þjóðkirkjunnar
2014 en 3% verðlagsbætur koma til. Jöfnunarsjóður sókna og Kirkjumálasjóður hækka í
samræmi við sóknargjöldin (sjá töflu 1).
Á árunum 20082011 lækkuðu sóknargjöld 25% umfram það sem fjárveitingar lækkuðu
til stofnana innanríkisráðuneytisins. Ríkið hefur viðurkennt þetta misræmi og bætir að
hluta skerðingu sóknargjalda því á þessu ári komu 45 m.kr. til viðbótar við þau. Árið 2014
eru áætlaðar 100 m.kr. og árið 2015 40 m.kr. (sjá töflu 1).
Tafla 1- Breytingar milli fjárlagafrumvarps 2014 og fjárlaga 2013
Fjárlagaliðir – í milljónum króna
Fjárlaga -
frumvarp 2014
Fjárlög
2013 Mism. % Mism. kr.
06701 Þjóðkirkjan 1.474,8 1.439,0 2,5% 35,8
06705 Kirkjumálasjóður 247,4 240,2 3,0% 7,2
06707 Kristnisjóður 73,1 73,1 0,0% 0,0
06736 Jöfnunarsjóður sókna 320,1 310,8 3,0% 9,3
Kirkjujarðasamkomulag og sjóðir samtals 2.115,4 2.063,1 2,5% 52,3
06735 Sóknargjöld 1.733,4 1.680,0 3,2% 53,4
06735 Sóknargjöld – tímabundin viðbót 100,0 45,0 122,2% 55,0
Sóknargjöld samtals 1.833,4 1.725,0 6,3% 108,4
Samtals 3.948,8 3.788,1 4,2% 160,7