Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 7

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 7
7 þjóðkirkju frá grunni hvort við leggðum upp með það skipulag sem við höfum í dag? Myndum við kannski komast að þeirri niðurstöðu að aðstæður í þéttbýli séu allt aðrar en í dreifbýli? Á sama skipulagið að gilda á öllu landinu eða gæti verið farsælt að skoða skipulag sem gæti hentað mismunandi aðstæðum? Er ekki nauðsynlegt að opna fyrir umræðu um hvort eitthvert annað fyrirkomulag geti tryggt fleira fólki betri þjónustu af hálfu kirkjunnar? Það hlýtur að vera markmið okkar að tryggja sem flestum sem besta þjónustu fyrir þau gæði sem við höfum til ráðstöfunar. Ég hef velt því fyrir mér hver raunveruleg staða leikmanna sé í ábyrgðarstörfum kirkjunnar. Hefur kirkjan þörf fyrir leikmenn í slíkum embættum? Er lýðræðið mikilvægt kirkjunni? Það er margt sem við nefnum á sparidögum. Þá er oft talað um þátttökukirkju. Rætt um kirkjuþing sem æðstu stofnun þjóðkirkjunnar á Íslandi og stundum látið fylgja að þar séu leikmenn í meirihluta. En eftir því hefur verið tekið að á stórum stundum í kirkjunni er ekkert sérstaklega munað eftir þessum kirkjuþingsleikmönnum sem svo eru nefndir til aðgreiningar. Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem eru í þeim hópi hvaða sess þeim er búinn við biskupsvígslur og á sérstökum kirkjuhátíðum. Þetta er ekki nefnt hér til að pirrast út í einn eða annan eða til að kalla eftir eftir einhverjum forgangi þessa hóps. Þetta er bara enn eitt atriðið sem undirstrikar þá aðgreiningu sem er á fólki innan kirkjunnar. Jafnvel þeirra sem eru í helstu ábyrgðarhlutverkum innan hennar. Það er of mikið af þið og við. Ég tel þetta ekki vera heppilegt. Allir þurfa að stuðla að því að fólk vinni meira saman og að við sé meira notað orð en þið. Það mundi hjálpa til ef hlutverk hinna óvígðu trúnaðarmanna kirkjunnar væri skilgreint og í framhaldinu jafnvel viðurkennt. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að meiri almenn þátttaka óvígðra í starfsemi þjóðkirkjunnar og trúnaðarstörfum innan hennar verði til blessunar og að framtíðar hagsmunir kirkjunnar séu m.a. fólgnir í því að vel takist til í þeim efnum. Það má líta til Þýskalands og læra af því hvernig þau hjá EKD hafa brugðist við fækkun í kirkjunni og minni fjárráðum. Meðal annars með því að fá aukin fjölda sjálfboðaliða til starfa fyrir kirkjuna. Benda má þeim sem áhuga hafa á þessu á ágæta skýrslu um þátttökukirkjuna sem dreift var á kirkjuþingi 2010. Það er t.d. mjög áhugavert sem þar er sagt varðandi skilgreiningu á andlagi kirkjunnar á móti sjálfboðinni þjónustu. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og kirkjumálaráðherra kom og ræddi við okkur á stuttum málfundi sem við héldum í tengslum við kirkjuþingsfundi í mars fyrr á árinu. Þorsteinn hvatti til þess að kirkjan gætti vel að baklandi sínu. Ræktaði það, sinnti og byggði upp. Það sem hann sagði var auðvitað hárrétt. Kirkjan þarf virkilega að gæta að baklandi sínu. Þessi brýning Þorsteins kemur oft upp í hugann í tengslum við ýmis samskiptamál kirkjunnar. Það verður að segjast eins og er að við hljótum að geta gert betur í þeim efnum. Einhvern vegin er það svo að mál sem manni finnast ekki stór geta farið á versta veg fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað: Gerðir kirkjuþings 2013 (01.01.2013)
https://timarit.is/issue/389679

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Gerðir kirkjuþings 2013 (01.01.2013)

Aðgerðir: