Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 86
86 87
fyrir sóknarnefndarfólk og presta að hittast og ræða sín mál út frá mismunandi aðstæðum
á stóru eða mannmörgu svæði.
Staða og hlutverk starfseininga kirkjunnar og þjóðkirkjunnar
Allar þessar vangaveltur og tillögur, snúast m.a. um hlutverk sóknar, prestakalls, sam
starfs svæðis og prófastsdæmis. Til hvers er þessi starfseiningin, hverju á einingin að skila
til að auka og efla starf kirkjunnar?
Fyrir nokkrum árum skipaði danska kirkjumálaráðuneytið starfshóp sem fékk það verkefni
að skoða verkefni sókna, prófastsdæma og biskupsdæma. Ráðuneytið taldi nauðsynlegt
að skoða skipulag dönsku kirkjunnar í ljósi endurskoðunar sem hafði átt sér stað á skipan
sveitarfélaganna en sveitarfélög og prófastsdæmi hafa náið samband í dönsku kirkjunni.
Því þótti rétt að endurmeta skipulag á prófastsdæmunum þar sem sveitarfélögum hafði
fækkað við sameiningu. Skýrsla starfshópsins kom út árið 2006. Hún hefst á skilgreiningu
og undirstrikun á hlutverki kirkjunnar. Þar segir: Hlutverk þjóðkirkjunnar sem kristinnar
kirkju er að boða Krist sem frelsara alls heimsins. Þetta grundvallaratriði er lögfest í
Stjórnarskránni sem staðfestir að þjóðkirkjan er evangelísk-lútersk kirkja. Boðunin byggir
á þeirri frumforsendu að maðurinn getur ekki af eigin mætti áunnið sér verðleika gagnvart
Guði, heldur þiggur hann það frá Guði í trú á Jesú Krist. Í hinum formlegu skipulagseiningum,
í sóknum, prófastsdæmum og biskupsdæmum, byggist kirkjulífið á þessu meginhlutverki
kirkjunnar. Öll markmið verða að þjóna þessu aðalhlutverki kirkjunnar.
Hér kemur alveg skýrt fram hvert er meginhlutverk allra sókna og allrar kirkjunnar.
Starfshópurinn danski lagði áherslu á að eyða ætti eins litlu og hægt væri í ýmsa ytri þætti,
eins og skýrslur og skriffinnsku, viðhald og annað svipað, heldur verði fjármunum eytt
eins mikið og hægt er í það sem snýr beint að núverandi meðlimi kirkjunnar en einnig til
þess að ná til þeirra sem standa álengdar hjá. Nýta skuli tæknina eins og kostur er í þágu
meðlimaskráningar og til að halda utan um starf kirkjunnar, allt til að efla hið eiginlega
hlutverk kirkjunnar. Mikilvægast sé þó að vinna að því að virkja öll sóknarbörnin, svo
hlutverk kirkjunnar birtist áþreifanlega í öllum sóknum landsins.
Sóknirnar í Dönsku kirkjunni (um 2100) eins og hér eru mjög misjafnar að stærð og
alls ekki allar í stakk búnar til að axla þá ábyrgð sem birtist í þessum fyrirheitum. Mikill
munur er á milli fámennrar dreifbýlissóknar og fjölmennrar þéttbýlissóknar. Þannig verði
að horfa til þess að fámennar sóknir geti ekki sinnt fræðslu, og hjálparstarfi eins og þær
fjölmennu. Þarna kemur prófastsdæmið til skjalanna hjá Dönunum. Hlutverk þess verður
að sinna fræðslustarfi og öðru sem hefur sína tenginu við sóknirnar en taka að sér að
framkvæmdina, í stærra samhengi.
En á sóknin framtíð fyrir sér? Er tímaskekkja að halda henni við sem grunneiningu
kirkjunnar, spyr starfshópurinn danski? Getur hún uppfyllt þær frumskyldur sínar að
boða, biðja og líkna þegar fáir leggja sitt af mörkum til að rækja þær skyldur sóknarinnar
og sniðganga kirkjustarfið?