Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Síða 86

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Síða 86
86 87 fyrir sóknarnefndarfólk og presta að hittast og ræða sín mál út frá mismunandi aðstæðum á stóru eða mannmörgu svæði. Staða og hlutverk starfseininga kirkjunnar og þjóðkirkjunnar Allar þessar vangaveltur og tillögur, snúast m.a. um hlutverk sóknar, prestakalls, sam­ starfs svæðis og prófastsdæmis. Til hvers er þessi starfseiningin, hverju á einingin að skila til að auka og efla starf kirkjunnar? Fyrir nokkrum árum skipaði danska kirkjumálaráðuneytið starfshóp sem fékk það verkefni að skoða verkefni sókna, prófastsdæma og biskupsdæma. Ráðuneytið taldi nauðsynlegt að skoða skipulag dönsku kirkjunnar í ljósi endurskoðunar sem hafði átt sér stað á skipan sveitarfélaganna en sveitarfélög og prófastsdæmi hafa náið samband í dönsku kirkjunni. Því þótti rétt að endurmeta skipulag á prófastsdæmunum þar sem sveitarfélögum hafði fækkað við sameiningu. Skýrsla starfshópsins kom út árið 2006. Hún hefst á skilgreiningu og undirstrikun á hlutverki kirkjunnar. Þar segir: Hlutverk þjóðkirkjunnar sem kristinnar kirkju er að boða Krist sem frelsara alls heimsins. Þetta grundvallaratriði er lögfest í Stjórnarskránni sem staðfestir að þjóðkirkjan er evangelísk-lútersk kirkja. Boðunin byggir á þeirri frumforsendu að maðurinn getur ekki af eigin mætti áunnið sér verðleika gagnvart Guði, heldur þiggur hann það frá Guði í trú á Jesú Krist. Í hinum formlegu skipulagseiningum, í sóknum, prófastsdæmum og biskupsdæmum, byggist kirkjulífið á þessu meginhlutverki kirkjunnar. Öll markmið verða að þjóna þessu aðalhlutverki kirkjunnar. Hér kemur alveg skýrt fram hvert er meginhlutverk allra sókna og allrar kirkjunnar. Starfshópurinn danski lagði áherslu á að eyða ætti eins litlu og hægt væri í ýmsa ytri þætti, eins og skýrslur og skriffinnsku, viðhald og annað svipað, heldur verði fjármunum eytt eins mikið og hægt er í það sem snýr beint að núverandi meðlimi kirkjunnar en einnig til þess að ná til þeirra sem standa álengdar hjá. Nýta skuli tæknina eins og kostur er í þágu meðlimaskráningar og til að halda utan um starf kirkjunnar, allt til að efla hið eiginlega hlutverk kirkjunnar. Mikilvægast sé þó að vinna að því að virkja öll sóknarbörnin, svo hlutverk kirkjunnar birtist áþreifanlega í öllum sóknum landsins. Sóknirnar í Dönsku kirkjunni (um 2100) eins og hér eru mjög misjafnar að stærð og alls ekki allar í stakk búnar til að axla þá ábyrgð sem birtist í þessum fyrirheitum. Mikill munur er á milli fámennrar dreifbýlissóknar og fjölmennrar þéttbýlissóknar. Þannig verði að horfa til þess að fámennar sóknir geti ekki sinnt fræðslu, og hjálparstarfi eins og þær fjölmennu. Þarna kemur prófastsdæmið til skjalanna hjá Dönunum. Hlutverk þess verður að sinna fræðslustarfi og öðru sem hefur sína tenginu við sóknirnar en taka að sér að framkvæmdina, í stærra samhengi. En á sóknin framtíð fyrir sér? Er tímaskekkja að halda henni við sem grunneiningu kirkjunnar, spyr starfshópurinn danski? Getur hún uppfyllt þær frumskyldur sínar að boða, biðja og líkna þegar fáir leggja sitt af mörkum til að rækja þær skyldur sóknarinnar og sniðganga kirkjustarfið?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.