Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 21

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 21
21 Ályktanir og samþykktir 49. kirkjuþings 2012 og viðbrögð kirkjuráðs við þeim 1. mál. Skýrsla kirkjuráðs – Ályktun kirkjuþings „Kirkjuþing 2012 lýsir ánægju sinni með vinnu úrbótanefndar kirkjuþings varðandi viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana um kynferðisbrot, einelti og annað ofbeldi innan hennar og felur kirkjuráði að vinna eftir ábendingum nefndarinnar.“ Biskup mun flytja endurskoðaða fræðslustefnu á þessu þingi þar sem sem m.a. er fjallað um forvarnir og fræðslu um viðbrögð við einelti og ofbeldi. „Kirkjuþing 2012 telur skýrslu starfshóps um tónlistarmál áhugaverða, en óskar eftir ítarlegri greinargerð um faglega þætti málsins. Kirkjuþing leggur áherslu á að ekki megi slá af kröfum í menntun organista og tónlistarfólks kirkjunnar. Þá er bent á nauðsyn þess að aðilum máls séu kynntar tillögurnar áður en lengra er haldið.“ Biskup og kirkjuráð hafa haft til athugunar tónlistarmál kirkjunnar sbr. skýrslu starfshóps um tónlistarmál sem kynnt var snemma á síðasta ári. (Sjá umfjöllum um Tónskóla þjóðkirkjunnar síðar í skýrslunni). „Kirkjuþing 2012 hefur fjallað um málefni Skálholts og hvetur til þess að treystur verði rekstrargrundvöllur staðarins og nýjar leiðir skoðaðar, bæði í rekstri og yfirstjórn.“ Sjá umfjöllum um Skálholt síðar í skýrslunni. 2. mál. Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar – Ályktun kirkjuþings „Kirkjuþing 2012 afgreiðir ársreikninga þjóðkirkjunnar fyrir árið 2011 um einstaka sjóði, stofnanir og viðfangsefni þjóðkirkjunnar athugasemdalaust. Farið hefur verið yfir fyrirliggjandi endurskoðunarskýrslu til kirkjuþings frá Ríkisendurskoðun. Kirkjuþing staðfestir að reikningshald kirkjulegra embætta, stofnana og sjóða fyrir árið 2011 hafi hlotið fullnægjandi endurskoðun. Undanfarin fjögur ár hefur þjóðkirkjan tekið á sig umtalsverða tekjuskerðingu þar sem greiðslur ríkisins til kirkjunnar hafa minnkað ár frá ári. Annars vegar er þar um að ræða lögbundin sóknargjöld, félagsgjöld, sem ríkið innheimtir og hins vegar samningsbundnar greiðslur ríkisins vegna kirkjueigna sem ríkinu voru afhentar með sérstöku samkomulagi frá 1997. Kirkjujarðasamkomulagið fjallar um afhendingu kirkjujarða til ríkisins á móti skuldbindingu um að greiða laun presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan hefur ekki vikist undan ábyrgð og fallist á skerðingu á kirkjujarða samkomulaginu undanfarin ár. Nú liggur fyrir tillaga ríkisvaldsins að enn verði skert um 1,2% til viðbótar. Sóknargjöldin eru lögbundin félagsgjöld sem ganga til reksturs safnaðanna. Óumdeilt er að sóknir þjóðkirkjunnar hafa orðið fyrir mun meiri skerðingu en stofnanir innanríkisráðuneytisins. Frá fjárlögum ársins 2008 til 2011 hafa sóknargjöld lækkað sem nemur 25% umfram fjárveitingar til stofnana innanríkisráðuneytisins, samanber skýrslu nefndar innanríkisráðherra til að meta áhrif niðurskurðar fjárveitinga á starfsemi þjóðkirkjunnar. Ríkið hefur nú viðurkennt þetta misræmi og hyggst bæta skerðingu sóknargjalda undanfarinna ára að hluta með tímabundnu viðbótarframlagi. Engu að síður vantar mikið uppá að sóknargjöldin séu í samræmi við lög nr. 91/1987 og veldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145

x

Gerðir kirkjuþings

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2298-8432
Tungumál:
Árgangar:
45
Fjöldi tölublaða/hefta:
54
Gefið út:
1958-í dag
Myndað til:
2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Þjóðkirkjan. Kirkuþing.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað: Gerðir kirkjuþings 2013 (01.01.2013)
https://timarit.is/issue/389679

Tengja á þessa síðu: 21
https://timarit.is/page/6680800

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Gerðir kirkjuþings 2013 (01.01.2013)

Aðgerðir: