Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 39
39
Samþykkt var að ganga til samstarfs um endurreisn hennar, enda yrði unnt að staðsetja
hana þannig að vel færi. Þjóðkirkjan mun ekki taka fjárhagslegan þátt í verkefninu og ekki
bera áhættu af því.
Samningaviðræður hafa staðið yfir milli fulltrúa kirkjuráðs annars vegar og forsvarsmanna
verkefnis um uppbyggingu tilgátuhúss i formi miðaldadómkirkju í Skálholti hins vegar.
Kirkjuráð samþykkti að ganga til bindandi samninga við hlutaðeigandi um uppbyggingu
og rekstur miðaldadómkirkju í Skálholti á grundvelli niðurstaðna verkefnahópsins,
með fyrirvörum um fullnaðarfjármögnun, staðfestingu kirkjuþings 2013 og samþykkt
deiliskipulag. Kirkjuráð samþykkti að gerast stofnandi að sjálfseignarstofnun sem fari með
eignarhald mannvirkisins. Á fundi kirkjuráðs í apríl 2012 samþykkti kirkjuráð eftirfarandi:
„1. Kirkjuráð gangi til samstarfs um endurreisn miðaldadómkirkju í Skálholti, enda verði
unnt að staðsetja hana þannig að vel fari.
2. Unnið verði deiliskipulag fyrir Skálholt þar sem m.a verði gert ráð fyrir miðalda
dómkirkju.
3. Gengið verði til samninga við forsvarsmenn verkefnisins um:
Athugun á sameiginlegum rekstri miðaldadómkirkju og veraldlegri starfsemi í Skálholti
og tillögur um skipan þeirra mála.
Undirbúningsvinnu vegna staðarvals fyrir miðaldadómkirkju.
Myndun sjálfseignarstofnunar um eignarhald miðaldadómkirkju.
Forsendur rekstrarsamnings við væntanlegt rekstrarfélag.
Samkomulag um framvindu verkefnisins, kynningu og annað er snertir sameiginlega
hagsmuni Skálholts og miðaldadómkirkju.
4. Skilyrt verði að vandaðar kostnaðaráætlanir frá fyrirsvarsmönnum verkefnisins liggi
fyrir svo og full fjármögnun stofnkostnaðar og rekstrar áður en samþykkt verður að
fara í verklegar framkvæmdir.
5. Kirkjan taki ekki fjárhagslega þátt í verkefninu og beri ekki áhættu af því að öðru leyti
en því að kosta gerð deiliskipulags.
Samþykkt var að af hálfu kirkjunnar starfi áfram með vígslubiskupi Skálholtsumdæmis
og framkvæmdastjóra kirkjuráðs að þessum undirbúningi formaður fasteignanefndar
þjóðkirkjunnar Bjarni Kr. Grímsson og Ásbjörn Jónsson, kirkjuráðsmaður.“
Eins og áður er getið um í skýrslu þessari hafa forsvarsmenn verkefnisins um gerð
miðaldadómkirkju (tilgátuhús) fallið frá áformum sínum um framangreint samstarf. Á
fundi kirkjuráðs þann 31. október var eftirfarandi bókað:
„Þann 27. október 2013, barst kirkjuráði svohljóðandi bréf
„Til framkvæmdastjóra kirkjuráðs, Guðmundar Þórs Guðmundssonar
Sæll Guðmundur,
Í þeirri vinnu sem undanfarið hefur lögð í undirbúning vegna hugmyndar um endurgerð
miðaldadómkirkju í Skálholti hefur það verið grundvallarforsenda af hálfu okkar
áhugamanna um verkefnið að það sé unnið í náinni samvinnu og sátt við þjóðkirkjuna og