Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 5

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 5
5 Setningarræða forseta kirkjuþings, Magnúsar E. Kristjánssonar Kirkjuþing 2013 er sett, 50. kirkjuþing hinnar íslensku þjóðkirkju. Verið öll hjartanlega velkomin hingað í dag, kirkjuþingsfulltrúar og góðir gestir. Í dag heilsum við sérstaklega nýjum innanríkisráðherra, frú Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Við væntum árangursríks samstarfs og góðra samskipta við ráðherra og bjóðum hana innilega velkomna á kirkjuþing. Nú fer í hönd síðasta reglulega kirkjuþing á þessu kjörtímabili. Eðlilega hljótum við þingfulltrúar að velta því fyrir okkur hvort við höfum komið þeim málum í farveg sem e.t.v. brunnu á okkur þegar við gáfum kost á okkur til þessara starfa. Sjálfsagt sýnist sitt hverjum í þeim efnum en það er ljóst að nokkur veigamikil mál hafa haft meiri fyrirferð en önnur á þessu kjörtímabili. Í upphafi kjörtímabilsins bar einna hæst skipun rannsóknarnefndar kirkjuþings, en tillaga um það var samþykkt við aðra umræðu 14. nóvember 2010. Viðbrögð við niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar voru svo rædd á aukakirkjuþingi í júní 2011og svo á reglulegum þingum 2011 og 2012. Á kjörtímabilinu hafa orðið óvenjulega miklar mannabreytingar í helstu embættum þjóðkirkjunnar. Nýr biskup var kjörinn sem og nýir vígslubiskupar. Einnig sagði forseti kirkjuþings af sér af heilsufarsástæðum. Svo miklar breytingar á stuttum tíma hafa auðvitað áhrif. Niðurskurður á samningsbundnum greiðslum til kirkjunnar sem og stórfelldur niður­ skurður á sóknargjöldum hefur auðvitað litað flest mál sem hafa verið tekin fyrir á undanförnum kirkjuþingum. Sá fjárhagsvandi sem sóknir hafa þurft að glíma við sem og verulega skertar tekjur kirkjumálasjóðs hafa valdið öllu kirkjuþingsfólki miklum áhyggjum og auðvitað hafa umræður um þá stöðu verið afar fyrirferðamiklar, og því miður er sú erfiða staða ekki að baki. Það eru mörg stór mál sem við í þjóðkirkjunni þurfum að takast á við. Nefna má: Fækkun fólks í kirkjunni. Þunga fjárhagsstöðu. Viðfangsefni er varða viðhorf og traust kirkjunnar. Samskipti við ríkisvaldið. Eðlilega veltir fólk því fyrir sér hverju við kirkjuþingsfulltrúar höfum komið í verk og þá kannski sérstaklega því sem t.d. varðar þessar stóru áskoranir sem ég nefndi hér á undan sem og ýmsar aðrar. Mörg mál eru viðkvæm og oft er sársaukafullt að takast á við slík verkefni. Spurningin er hinsvegar hvenær er góður tími til þess að glíma við þau?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.