Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 84
84 85
8. gr. Prófastur er, sem fulltrúi biskups Íslands í prófastsdæminu, leiðtogi og verkstjóri
vígðra þjóna prófastsdæmisins. Prófastur fylgir eftir stefnumörkun og samþykktum
Kirkjuþings er varðar kirkjulegt starf í prófastsdæminu.
11. gr. Prófastur sér til þess, í umboði biskups Íslands, að sóknarbörn njóti þeirrar
prestsþjónustu sem þeim ber. Hann skipuleggur afleysingaþjónustu vegna vikulegs
frídags, skammvinnra veikinda og sumarleyfa presta í prófastsdæminu.
12. gr. Prófastur stýrir samstarfi presta um kirkjulega þjónustu í prófastsdæminu m.a.
þjónustu á sjúkrastofnunum og dvalarheimilum aldraðra.
Nefndin leggur til að nú verði blásið til sóknar í framkvæmd samstarfssvæðanna og að
kirkjuráð fái skýrt umboð frá kirkjuþingi um að samstarfssvæðum skuli hvarvetna vera
komið á koppinn fyrir haustið 2014. Kirkjuráð þarf að meta að nýju umfang verkefnisins
og tryggja fjármagn til framkvæmdarinnar. Biskupi Íslands verður væntanlega falið það
hlutverk að sjá um framkvæmdina með próföstunum, enda á forræði biskups að hafa
yfirsýn um kirkjulegt starf og leiða það með prestum, próföstum og sóknum landsins.
Biskup skal fylgja eftir reglum er kirkjuþing setur, samþykktum kirkjuþings og markaðri
stefnu þess, eins og segir í þjóðkirkjulögunum. Hér er verkefni á sviði hins kirkjulega
starfs og þar er biskup í forsvari.
Til að tryggja að samstarfssvæðin komi alls staðar til framkvæmda, fyrir haustið 2014,
eins og aðstæður leyfa á hverjum stað, væri eðlilegast að málið yrði til umfjöllunar og
afgreiðslu í öllum héruðum ekki síðar en á vormánuðum áður en sumarleyfi hefjast. Þar
með hæfist starf kirkjunnar um land allt að hausti undir formerkjum aukins samstarfs og
með skýrri sýn á mikilvægi grunnþjónustu kirkjunnar.
Þá er hér og lagt til að öllum prestum og sóknum verði gefinn kostur á að tjá sig um
skipulag samstarfsvæðanna og koma með breytingatillögur ef svo ber undir. Bættar
og breyttar samgöngur hafa leitt til þess á að eðlilegt er að fram komi breytingar á
upphaflegum tillögum um skiptingu samstarfssvæðanna. Það er í samræmi við tillögurnar,
þar sem heimamenn segi til um umfang samstarfssvæðanna í ljósi reynslunnar og breyttra
aðstæðna ekki hvað síst bættra samgangna. Frestur er gefinn til 1. febrúar og er þá reiknað
með að yfirstandandi kirkjuþingi (nóvember 2013) n.k. verði frestað fram í mars 2014
og mál þetta komi þá til lokaafgreiðslu. Ef málið hlýtur endanlega afgreiðslu á fyrri hluta
kirkjuþingsins væri engu að síður rétt að gefa prestum og sóknum kost á að tjá sig um
samstarfssvæðin en þó má það ekki dragast fram eftir vori.
Þá er í tillögunum minnt á erindisbréf presta. Til að tryggja skyldur presta við sam starfs
svæðin er það mat nefndarinnar að gefa verði út nýtt eða endurnýjað erindisbréf til allra
presta þar sem skýrt komi fram að prestar hafi þjónustu á samstarfssvæðum samhliða því
embætti sem þeir gegna.
Talsverð umræða var innan nefndarinnar um framtíð samstarfssvæðanna og stöðu
þeirra í skipulagi kirkjunnar. Nefndin hefur leitað svara við því hvað veldur að þeim