Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 89
89
Meginviðmið nefndarinnar við skiptingu prestsembætta í þjóðkirkjunni, þ.e. sóknarpresta
og presta er þessi:
1. Fjöldi sóknarbarna – þjóðkirkjufólks (ekki íbúa)
2. Réttur sóknarbarnsins – messur, kirkjulegar athafnir, fræðsla, sálgæsla
3. Samstarfssvæði sókna alls 30 á landinu.
4. Messuskyldur í sóknunum á samstarfssvæðinu – sóknum skipt í fimm flokka.
5. Messuskyldur á prest séu sem næst 3640 messur á ári að hámarki.
6. Embættum jafnað út eins og unnt er eftir heildarfjölda embættanna, en tekið er tillit
til aðstæðna í dreifbýli og þéttbýli:
A. Prestar í dreifbýli 1 hafi um 750 sóknarbörn á hvert embætti innan svæðis.
B. Prestar í dreifbýli 2 hafi um 1250 sóknarbörn á hvert embætti innan svæði.
C. Prestar í þéttbýli 1 hafi um 2500 sóknarbörn á hvert embætti innan svæðis.
D. Prestar í þéttbýli 2 hafi um 3500 sóknarbörn á hvert embætti innan svæðis.
7. Sérstaða sókna og svæða (einangrun, sögustaðir, dómkirkjur ...).
Á grundvelli þessara viðmiða leggur nefndin fram tillögur um hvernig skipting embættanna
gæti litið út á öllum 30 samstarfssvæðunum. (Sjá fylgiskjal A og samantekt á fylgiskjali G.)
Til að auðvelda lestur þess skjals er hér dregin saman tillaga nefndarinnar um hvernig
embættum sóknarpresta og presta væri jafnað niður á 30 samstarfssvæði. Í fyrsta dálki
er samstarfssvæðið (vinnuheiti). Þá er tillaga um hversu mörg embætti þyrftu að vera og
breyting frá núverandi stöðu (óbreytt, fækkað, fjölgað). Í þriðja dálki sýna bókstafirnir
í hvaða flokki svæðið er hvað varðar fjölda sóknarbarna á hvert embætti (sbr. lið 6 hér
framar), þar sem tekið er tillit til þess hvort embættin er í dreifbýli eða þéttbýli. Tölurnar
sýna fjölda sóknarbarna á hvert embætti eftir tillöguna um fjölda embættanna á svæðinu
og í sviga eru tölur sem sýna fjölda sóknarbarna að baki hverju embætti eins og þær er
nú. Í dálki 4 er fjölda messa á hvert embætti eins þær yrðu með tillögunum um embættin
á svæðinu, en tölur sem eru í sviga eru messur á hvert embætti eins og þær voru 2012.
Þar sem merkt með * aftan við þarf að skoða sérstaklega, þar sem mismunandi er hvernig
prestar telja sem messu, svo og kirkjur sem hafa sérstöðu og falla ekki alfarið undir viðmið
um messuskyldur. Í 5. dálki er síðan tölur yfir fermingarbörn 2012 á hverju svæði.
Dálkur 1 Dálkur 2 Dálkur 3 Dálkur 4 Dálkur 5
Svæði Fjöldi embætta Messur á emb. Sóknarbörn á emb. Fermingarb. 2012
Suðurland
Höfn og nágrenni 1,5 óbreytt B – 1241 (1241) 35 (35)messur 29 fermingarbörn
KlausturVík 1,5 fækkað um 0,5 A – 673 (505) 43 (33)messur 12 fermingarbörn
Rangárvellir 2,5 fækkað um 0,5 B – 1034 (862) 40 (33)messur 38 fermingarbörn
Vestmannaeyjar 1,5 fækkað um 0,5 C – 2458 (1844) 37 (28)messur 57 fermingarbörn
Skálholt og nágr. 2,0 óbreytt B – 1037 (1037) 77 (77)messur* 25 fermingarbörn
Selfoss og nágrenni 4,5 fækkað um 0,5 C – 2322 (2090) 39 (35)messur 162 fermingarbörn