Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 57
57
Skrifstofa og mannauður starfsþjálfun djáknaefna 0,4
Skrifstofa og mannauður framlag til starfsmannafélags 1,0
Fjárhagsáætlun Kirkjumálasjóðs 2014 - frh. – í milljónum króna Árið 2014
Stjórnsýsla 2,8
Stjórnsýsla upplýsingatækni aðgangur að þjóðskrá 1,8
Stjórnsýsla upplýsingatækni félagatal þjóðkirkjunnar 1,0
Kirkjumálasjóður fasteignir og vaxtakostnaður 131,4
Fasteignir og vaxtakostnaður
Kristnisjóður - styrkir 45,5
Kristnisjóður - nefndir 5,0
*Aðeins hagnaður af andvirði eignasölu færist sem tekjur
Greiðslur til Kirkjumálasjóðs miðast við 14,3% tekjur sem reiknast ofan á sóknargjöld. Árið
2014 hækkar framlag í sjóðinn um 3% eða 7,2 m.kr. miðað við fjárlög 2013. Greiðsla ríkis
lækkar um 100,6 m.kr. eða 28,9% árið 2014 ef miðað er við óskertan grunn sóknargjalda
árið 2013 (sbr. töflu 2)
Fyrri umræða um fjárhagsáætlanir 2014 fór fram á fundum kirkjuráðs í október 2013.
Gert er ráð fyrir sölu eigna Kirkjumálasjóðs að fjárhæð 60 m.kr., en andvirðið rennur
til Biskupsstofu til að tryggja þjónustu Þjóðkirkjunnar þrátt fyrir rýrnandi tekjustofna.
Auk þess greiðir Kirkjumálasjóður 32 m.kr. til Þjóðkirkjunnar. Ráðgert er að selja eignir
sem ekki er talin þörf fyrir eða þykja óhagkvæmar í rekstri, en eignasafnið hefur vaxið
undanfarinn áratug.
Framsetning áætlunar miðar við nýtt skipulag á Biskupsstofu og ráðgert er að
rekstrarkostanður verði greiddur hjá Kirkjumálasjóði í stað Biskupsstofu áður. Skref er
stigið í átt til einfaldari fjárumsýslu og auknu gegnsæi með þessari ráðstöfun.
06-707 Kristnisjóður
Greiðslur ríkisins til Kristnisjóðs samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu á að samsvara
15 árslaunum presta í fámennustu prestaköllunum samkvæmt samningi ríkis og kirkju.
Greiðsla ríkis samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2014 er 73,1 m.kr. en ætti að vera 108,7 m.kr. og
er því skorið niður um 35,6 m.kr. eða 32,7% ef miðað er við óskert kirkjujarðasamkomulag
(sbr. töflu 2).
06-735 Sóknargjöld
Frá fjárlögum ársins 2008 til 2011 hafa sóknargjöld lækkað sem nemur 25% umfram
fjár veitingar til stofnana innanríkisráðuneytisins, samanber skýrslu nefndar innanríkis
ráðherra til að meta áhrif niðurskurðar fjárveitinga á starfsemi þjóðkirkjunnar sem kom
út í apríl 2012. Ríkið hefur nú viðurkennt þetta misræmi og bætir skerðingu sóknargjalda
undanfarinna ára að hluta með tímabundnu viðbótarframlagi. Á þessu ári komu 45
m.kr. til viðbótar við sóknargjöldin sem voru greiddar beint til safnaðanna. Árið 2014 er