Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 75
75
að prestar sem ættu að hafa fríhelgi ná því ekki. Hér ekki getið um kirkjulegar athafnir sem
kalla og á presta til starfa um helgar eða barnastarf, sálgæsluviðtöl og fleira.
Ekki er víst að unnt sé að leysa alls staðar messuskyldur og afleysingar með núverandi
skipan prestsþjónustunnar. Í tillögum þjónustunefndarinnar frá 2010 var lagt til að
héraðsprestar væru til staðar í öllum níu prófastsdæmunum ekki hvað síst til að ná utan
um messuskyldur og afleysingar. Hlutverk héraðspresta er í dag m.a. að annast afleysingar
fyrir sóknarpresta í söfnuðunum, ekki hvað síst í fjölmennum einmenningsprestaköllum
þar sem messað er alla helgidaga. Stundum er þörfin fyrir afleysingar leyst á heimaslóðum
þar sem algengt er að í fjölmennum sóknum séu tveir prestar starfandi, þótt eitthvað sé
verið að draga úr því nýverið og embættin ekki auglýst. Þá hefur fækkað þeim söfnuðum
sem höfðu burði til að ráða til sín presta og greiða þeim laun af sóknargjöldum. Nú eru
aðeins þrjár sóknir, eru hafa presta þar sem sóknir greiðir laun þeirra, Keflavík (100%),
Selfoss (70%) og Akureyri (50%). Eins sókn í Reykjavík (Neskirkja) hefur líka ráðið prest
í fullt starf, en hann er nú í afleysingaþjónustu í annarri sókn.
Hlutverk héraðspresta er þó ekki það sama alls staðar og gegna þeir oft mikilvægu hlutverki
á sviði fræðslu innan héraðsins. Kanna þarf betur hvernig prestsþjónustan verður í raun
á samstarfssvæðunum og hvort þörfin fyrir héraðspresta sé sú sama, meiri eða minni.
Nefndin leyfir sér að benda á hvort ráða ætti ritara innan prófastsdæmisins til að halda
utan um starfið með prófasti svo sem vegna samstarfssvæðanna. Eftir stendur að prófastar
á þéttbýlissvæðum eru auk þess prestar í fjölmennum prestaköllum og þarf að skoða
sérstaklega þjónustubyrði þeirra. Nefndin telur rétt að biskupafundur fjalli sérstaklega um
hlutverk héraðspresta og auknar skyldur prófastanna.
Laun og rekstur embættanna og tekjur og rekstur sóknanna.
Samkomulag kirkju og ríkisins frá1997, svokallaða kirkjujarðarsamkomulag, fjallar
um afhendingu kirkjujarða til ríkisins á móti skuldbindingu um að greiða laun presta
og starfsmanna þjóðkirkjunnar. Þetta fyrirkomulag sem hér er við lýði og það fjármagn
sem samkomulagið skilar af sér, stendur undir tilteknum fjölda embætta, og er ein
meginforsenda þess að hér er unnt að halda úti prestsþjónustu í kirkjunni og hafa presta
á launum um land allt.
Ein nálgun kirkjuþingsnefndarinnar var að skoða kostnað við prestsþjónustuna. Þar vegur
þyngst laun presta og embættiskostnaður þeirra. Nefndin hefur kannað launakostnað og
embættiskostnað presta og notar það viðmið að kostnaður við eitt embætti prests séu
að meðaltali um 10.2 millj. kr. á ári. Þá er ekki talinn með kostnaður við prestsbústaði
eða húsaleigustyrkur sem sums staðar er greiddur þar sem prestsbústaðir eru ekki lengur
fyrir hendi. Vitaskuld mætti tína til annan kostnað eins og rekstur hinnar sameiginlegu
þjónustu á Biskupsstofu og hjá öðrum stofnunum kirkjunnar, ráðum og nefndum, sem
augljóslega eru settar til að styðja við hið kirkjulega starf í sóknunum. Það er ekki gert hér.
Samt sem áður er hér reynt að fá heildstæðari mynd af prestsþjónustunni með því að
skoða ákveðna grunnþætti starfsins en einnig beinan kostnað við rekstur embættanna.
(Sjá fylgiskjal B)