Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Side 38

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Side 38
39 voru hópnum til ráðuneytis. Hópurinn skilaði drögum að skipuriti og samþykktum Biskupsstofu (kirkjuráð­biskup Íslands) til biskups ásamt lista yfir verkefni Biskupsstofu. Í samþykktunum er greining á verkefnum kirkjuþings, biskups og kirkjuráðs. Sú greining er samantekt á lögum, starfsreglum og öðrum heimildum er fjalla um þjóðkirkjuna og verksvið framangreindra stjórnvalda kirkjunnar. Samkvæmt framangreindri tillögu er Biskupsstofa skilgreind sem skrifstofa biskups Íslands, kirkjuþings og kirkjuráðs, sem mynda yfirstjórn þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð samþykkti tillögurnar að skipuritinu og fylgja þær með skýrslu þessari ásamt samþykktum fyrir Biskupsstofu. Stofnanir o.fl. verkefni Stofnanir og nefndir skila skýrslum í Árbók kirkjunnar og er vísað þangað til nánari greinargerða um starfsemi þeirra. Sú umfjöllun sem hér fer á eftir er til fyllingar því eða sérstakrar áréttingar á atriðum sem kirkjuráð vill vekja athygli kirkjuþings á. Samkvæmt 11. gr. starfsreglna um kirkjuráð nr. 817/2000, er meginreglan sú að í nefndum sem kirkjuráð skipar sitji þrír menn og þrír til vara til fjögurra ára og er skipað frá og með 1. júlí árið eftir kirkjuþingskjör. Árbók kirkjunnar Sú breyting verður á að Árbók kirkjunnar verður gefin út rafrænt árlega en prentuð útgáfa á fjögurra ára fresti þ.e. kjörtímabil kirkjuþings. Skálholt Kirkjuráð ber ábyrgð á Skálholtsstað, sbr. lög nr. 32/1963. Skálholtsskóli og Skálholtsstaður eru rekinn sem ein rekstrareining. Vígslubiskup, sr. Kristján Valur Ingólfsson, fer með daglega yfirstjórn Skálholts og skrifstofustjóri er Hólmfríður Ingólfsdóttir. Deiliskipulag Skálholts. Verið er að vinna deiliskipulag í Skálholti og er það unnið í áföngum. Nú er sérstaklega unnið að skipulagi í kringum núverandi byggingar í Skálholti, þ.e. dómkirkjuna, skólahúsið og nánasta umhverfi. Friðun Skálholtsdómkirkju og Skálholtsskóla. Mennta­ og menningarmálaráðherra hefur friðað Skálholtskirkju, Skálholtsskóla og nánasta umhverfi. Friðunin nær til innra og ytra byrðis Skálholtskirkju, ytra byrðis Skálholtsskóla auk nánasta umhverfis að undanskilinni yfirbyggingu yfir friðlýstar fornleifar Þorláksbúðar. Leitað var álits kirkjuráðs á friðunartillögunni og mælti ráðið gegn henni. Ábúðarsamningur um Skálholtsjörðina. Framlengdur hefur verið ábúðarsamningur núverandi ábúenda í Skálholti til tveggja ára, þ.e. til fardaga á vori 2015. Miðaldadómkirkja í Skálholti Kirkjuráð hefur haft til umfjöllunar hugmyndir um smíði miðaldadómkirkju í Skálholti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.