Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 14

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 14
14 15 Ávarp biskups Íslands, Agnesar M. Sigurðardóttur Innanríkisráðherra, forseti kirkjuþings, kirkjuþingsfulltrúar, vígslubiskupar, góðir gestir. Lífsins Guð, leiddu okkur til réttlætis og friðar. Þessi setning heyrðist æði oft á 10. heimsþingi Alkirkjuráðsins, sem haldið var í Busan í Suður­Kóreu í síðustu og þar síðustu viku. Hún var yfirskrift þingsins, bæn þeirra þúsunda sem sóttu það, vakti von í brjóstum þeirra sem búa við óréttlæti og ófrið og leiddi hugann að aðstæðum í eigin landi og kirkju. Alkirkjuráðið var stofnað eftir síðari heimsstyrjöldina, árið 1948 og voru kirkjudeildirnar í upphafi 147 talsins. Nú eru þær 345 og telja um hálfan milljarð manna. Þjóðkirkjan er aðili að þessum samkirkjulegu samtökum, sem og Lúterska heimssambandinu og kirknasambandi Evrópu, sem vinnur að einingu á milli hinna mismunandi kirkjudeilda í Evrópu eins og Alkirkjuráðið á heimsvísu. Það sem tengir kristna menn úr hinum ýmsu kirkjudeildum er trúin á Jesú Krist. Það er dýrmætt að geta sameinast um hana þó við deilum ekki sama skilningi hvað kenningu og túlkun varðar. Við biskupsritari, sem sóttum áðurnefnt heimsþing Alkirkjuráðsins nýverið fundum það glöggt hve gefandi og nauðsynlegt er að fá að taka þátt í samfélagi kristins fólks víðs vegar að úr heiminum og úr mörgum kirkjudeildum. Við deildum sameiginlegri trú og kærleika til þess Guðs er Jesús birti okkur og boðaði. Samkirkjulegt starf hefur verið hér á landi um áratuga skeið og hefur það leitt til þess að hinar ýmsu kristnu kirkjudeildir hafa getað sameinast um bænadaga og helgihald. Eining kristninnar er það mikilvæga atriði sem fær okkur til að taka þátt í samkirkjulegu starfi þó vissulega greini okkur á um ýmsa þætti í kenningunni. Lífsins Guð, leiddu okkur til réttlætis og friðar. Öll þráum við frið og gerum okkur grein fyrir því að friður, jafnvægi, næst ekki nema réttlæti ríki. Við búum ekki við ófrið af því tagi er margir sögðu frá á heimsþinginu í Busan. Þjóð okkar er ekki klofin í tvennt og helmingnum haldið föngnum eins og Kóreanar búa við. Kirkjur okkar eru ekki brenndar og prestar drepnir, eins og Egyptar búa við. Landið okkar er ekki hertekið. Samt er þörf fyrir bæn til Guðs lífsins um réttlæti og frið. Það er ófriður í landi okkar, það er ófriður í kirkju okkar. Ófriður í þeirri merkingu að margir upplifa óréttlæti, þvinganir, afskipta­ leysi, ósjálfstæði, ójafnrétti, kvíða, reiði. Þjóðkirkjan eins og aðrar stofnanir og heimili þjóðfélagsins hafa fundið fyrir efnahagshruninu og þurft hefur að fara í sársaukafullar aðgerðir til að mæta niðurskurði. Fjármál sóknanna eru erfið og komin á alvarlegt stig hjá sumum. Merkja má aukningu í sálgæsluviðtöl og fleiri taka þátt í ört vaxandi framboði starfs í kirkjunum. Þjóðkirkjan er stærstu samtök fólks hér á landi og þrátt fyrir prósentufækkun hefur einstaklingum fjölgað í henni síðustu ár. Hvert er erindi kirkjunnar? Það er sístæð spurning, sem við verðum alltaf að vera með í huga. Auðvitað er erindi kirkjunnar alltaf það sama, það er að boða Jesú Krist. Segja frá honum, læra af honum, líkja eftir honum, biðja til hans, lifa í trú á hann. Spurningin er þá hvernig komum við því erindi til skila og hvar á það erindi helst við. Á þinginu í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.