Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 45

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 45
45 Sameining sókna. Kirkjuþing 2011 ályktaði: „Kirkjuþing 2011 hvetur sóknarnefndir til að kynna sér kosti sameiningar sókna innan prestakalla og hefja undirbúning að sameiningu þar sem hentugt þykir og sátt næst um. Kirkjuþing beinir því til kirkjuráðs að fylgja málinu eftir með kynningu og ráðgjöf til sóknarnefnda.“ Kirkjuráð samþykkti að vinna í frekari mæli að sameiningu sókna, í samræmi við ofangreinda ályktun kirkjuþings. Gjaldtaka sókna Innanríkisráðuneytið hefur sent kirkjuráði erindi þar sem fram kemur að ráðuneytið telji að þjónustugjöld vegna þjónustu sókna, til dæmis vegna kirkjuvörslu við útfarir, verði að eiga sér lagastoð. Meðan að svo sé ekki sé gjaldtakan óheimil. Í svarbréfi kirkjuráðs til ráðuneytisins er líst þeim skilningi að þjóðkirkjan sé sjálfstætt trúfélag sbr. m.a. 1. og 2. grein þjóðkirkjulaga nr. 78/1997. Í 49. grein laganna segir að kirkjusókn sé sjálfstæð fjárhagsleg og félagsleg eining. Sóknir kirkjunnar séu því frjáls félög og þurfi almennt ekki að sækja heimildir til ríkisvaldsins um starf sitt og gjaldtöku fyrir veitta þjónustu, sem hverjum sem er, er í sjálfsvald sett að óska eftir og gjalda fyrir uppsett verð. Kirkjuráð telur að sóknum sé í sjálfsvald sett hvort innheimt séu sérstök þjónustugjöld vegna þjónustu sókna vegna kirkjuvörslu eða annarrar þjónustu og hefur sóknarnefndum verið kynnt sú skoðun kirkjuráðs. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar Í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 13. gr. er m.a. kveðið á um að niðurstöðu úrskurðarnefndar megi skjóta til áfrýjunarnefndar sem ráðherra skipi til fjögurra ára í senn og hafi málsaðilar og kirkjuráð heimild til áfrýjunar. Áfrýjunarfrestur er þrjár vikur. Úrskurðir úrskurðarnefndar koma því til kirkjuráðs til ákvörðunar um áfrýjun. Mál 1/2011, sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson og Biskupsstofa, var vísað af Áfrýjunarnefnd til úrskurðarnefndar til efnislegrar meðferðar. Úrskurðarnefndin hafði áður vísað málinu frá. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfu málshefjanda um að fella úr gild ákvörðun biskups Íslands frá 11. maí 2010 um skiptingu starfa í Selfossprestakalli. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson hefur áfrýjað úrskurði nefndarinnar í máli 1/2011 til Áfrýjunarnefndar kirkjunnar og er málið nú til meðferðar þar. Úrskurðirnir fylgja skýrslu þessari. Leikmannastefna 2013. Tvær ályktanir voru samþykktar á Leikmannastefnu. Annars vegar um friðun Skálholtskirkju og nánasta umhverfis svo og ákvörðun um að Þorláksbúð skuli flutt af núverandi stað. Hins vegar ályktun um sóknargjöld. Ályktanirnar fylgja skýrslu þessari. Samningur þjóðkirkjunnar og Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Biskup hefur verið í viðræðum við stjórn Siðfræðistofnunar. Í gildi var samningur milli kirkjunnar og stofnunarinnar um tiltekið samstarf, en sá samningur er runninn út. Unnið er að gerð nýs samnings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað: Gerðir kirkjuþings 2013 (01.01.2013)
https://timarit.is/issue/389679

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Gerðir kirkjuþings 2013 (01.01.2013)

Aðgerðir: