Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 29
29
þjóðkirkjunni í 701 kr. og greiðslur í Jöfnunarsjóð sókna og Kirkjumálasjóð í hátt við það
eða innan við 0,5%. Skerðing sóknargjalda miðað við árin 2008 til 2012 nemur tæplega
20%. Við úthlutanir úr Jöfnunarsjóði sókna og kirkjumálasjóði fyrir árið 2013 voru flestir
útgjaldaliðir lækkaðir. Prestsembætti voru lögð niður, starfsmönnum á Biskupsstofu
fækkað, rekstrar og aksturskostnaðar presta lækkaður o.fl.
Fjárhagsáætlun 2014
Kirkjuráð hefur gengið frá fjárhagsáætlun fyrir biskup Íslands (einkum 138 prestsembætti,
skv. samningi ríkis og kirkju), Jöfnunarsjóð sókna og kirkjumálasjóð vegna ársins 2014.
Tekjur byggjast einkum á samningum og lögum en einnig er um að ræða sértekjur t.d.
vegna húsaleigu. Umsóknum um framlög vegna úthlutunar ber að skila fyrir 15. júní
ár hvert sem og fjárhagsáætlunum stofnana. Almennt voru styrkir lækkaðir í samræmi
við skerðingu á tekjum sjóðanna og jafnframt endurskoðað hvaða verkefni skyldu styrkt
og þeim fækkað. Fjárlagafrumvarp var lagt fram 1. október 2013 og þá varð ljóst hver
fjárhagsstaða sjóðanna var árið 2013. Fyrri umræða um fjárhagsáætlanir sjóðanna fyrir
árið 2013 fór fram á kirkjuráðsfundi í októbermánuði 2013. Áætlanirnar fyrir 2014 verða
kynntar á kirkjuþingi 2013 og þær ræddar þar. Gengið er frá endanlegum fjárhagsáætlunum
að jafnaði á desemberfundi kirkjuráðs, eftir kirkjuþing.
Ráðgert er að spara sem nemur um 3,2 prestsembættum árið 2014. Prestsembætti verða
þannig 124,3 samkvæmt rekstraráætlun 2014 í stað 127,6 árið 2013. Helstu breytingar
vegna prestsembætta eru eftirfarandi:
• Sóknarprestur í Mosfellsprestakalli, Grímsnesi sagði lausu frá 1. júlí 2013 og var þá
prestakallið lagt niður.
• Sóknarprestur í Seljaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra lætur af störfum 1.
ágúst 2014 og verður frestað að auglýsa.
• Lausu embætti prests í Grafarvogsókn verður þjónað samkvæmt ákvörðun biskups
Íslands í samráði við prófast og sóknarnefnd.
• Lausu embætti prests í Háteigssókn verður þjónað samkvæmt ákvörðun biskups
Íslands í samráði við prófast og sóknarnefnd.
• Sérþjónustuprestur á Biskupsstofu lætur af störfum 2014.
Fjárlagafrumvarp 2014
Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014 hefur verið lagt fram. Gert er ráð fyrir 0.75% niðurskurði
á á fjárlagalið 06701 þjóðkirkjunnar eða um 14.1 m.kr. en launa og verðlagsbætur koma
móti. Ekki er gert ráð fyrir niðurskurði hjá Kristnisjóði og engar verðlagsbætur koma þar
á móti. Sóknargjöld og greiðslur í Jöfnunarsjóð sókna og kirkjumálasjóð breytast sem
nemur 3% verðlagshækkun. Ekki er gerð hagræðingarkrafa á þessa liði. Miðað er við að
sóknargjöld ársins 2014 hækki um 3% og verður sóknargjald um 750 kr. á hvern gjaldanda.
Unnin hafa verið drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 og fyrri umræða kirkjuráðs um
úthlutun úr Jöfnunarsjóði sókna og um fjárhagsáætlun kirkjumálasjóðs 2014 hefur farið
fram og verður yfirfarin og samþykkt á desemberfundi kirkjuráðs.
Auka þarf gagnsæi í fjármálum þjóðkirkjunnar