Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 72
72 73
Tölfræði
Enda þótt messur séu kjarninn í prestsstarfinu og starfi sóknarinnar væri nauðsynlegt
að ná líka utan um allar kirkjulegu athafnirnar og fá auk talnanna um fermingarbörn,
tölur um fjölda skírna, hjónavígslna og útfara. Tölur sem nú liggja fyrir eru ekki nógu
margar til að unnt væri að taka þær með og ekki vannst tími til að ná í fleiri tölur að
þessu sinni. Það er nauðsynlegt að gera í næstu lotu til að fá enn skýrari mynd af umfangi
prestsþjónustunnar, hvernig hún birtist í raun og hvað einkenni hana.
Norrænar kirkjur, eins og sú finnska og norska, hafa mjög greinargóðar tölfræðilegar
upplýsingar um messur, kirkjusókn, fjölda skírna, fermingarbarna o.fl. Í Finnsku
kirkjunni, fermdust 51.905 árið 2012, það er 85,6% af þeim sem voru 15 ára á árinu, sem
er fermingaraldurinn hjá þeim (í hverjum hópi eru yfirleitt um 23). Frá árinu 2008 hefur
þeim fækkað um 9,9% sem fermast í kirkjunni þar og á það um land allt. Ekki hefur eins
mikil fækkun verið innan Norska kirkjunnar, eða um 1,1% frá 2008. Hins vegar fækkaði
skírnum þar um 10% milli áranna. Að meðaltali koma um 92 í messur í Norsku kirkjunni
og hefur fólki fækkað ár frá ári nema 2011 og messusókn er nú um 4% yfir allt landið. Þá
er fróðlegt að lesa að í 2200 messum á aðfangadag komu að meðaltali um 247 (alls yfir
550 þús.) en á páskadag komu aftur á móti um 85 að meðaltali. Innan Norsku kirkjunnar
er eins og hér margt annað á dagskrá sóknanna, eins og tónleikar, kyrrðarstundir með
tónlist, og fjölbreytt menningarstarf, en þessa atburði sóttu um 1,5 millj. (Upplýsingar frá
Hagstofu Noregs).
Innan Ensku kirkjunnar er vel haldið utan um alla tölfræði og þar hefur verið fylgst árlega
í yfir 80 ár með þátttöku barna í kirkjulegu starfi. Tölur eru sláandi en þátttaka barna
hefur hrapað mikið, (ef 100 börn mættu í barnastarfið 1930 eru þau 9 í dag), skírnum
fækkar verulega og fleira umhugsunarvert má lesa úr þeim gögnum. Árið 1980 voru t.d.
fermingarbörn í Ensku kirkjunni um 98 þús. en tuttugu árum síðar er sú tala komin í 34
þús. En tölur sýna sem betur fer einnig vöxt í starfi og gefa vísbendingar um hvað það er
sem safnaðarfólki finnst mikilvægt í sinni sókn.
Tölfræði hins kirkjulega starfs eru afar mikilvæg gögn er varpa ljósi á þróun starfsins,
hvað það er sem vex og hvað lætur undan. Með því að skoða tölur um land allt, um
fjölda þeirra sem sækja messur og athafnir, mætti ráða hver staða messunnar er og hinna
kirkjulegu athafna í þjóðkirkjunni. Því miður liggja ekki fyrir á aðgengilegan hátt tölur
er sýna þróunina hvað varðar fjölda fermingarbarna, skírna, hjónavígslna og útfara.
Mikil vinna væri að safna þeim tölum sem eru til í eldri skýrslum presta, messuskýrslum
og starfsskýrslum. Þær eru ekki til í tölvutæku formi eins og nú er unnt að gera en
skýrsluformið sem nú er mest notað býður upp á. Sem dæmi má nefna að undanfarin ár
hefur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra verið fylgst nákvæmlega með þátttöku í helgihaldi,
fræðslustarfi barna og fullorðinna.
Tölur um messusókn í þjóðkirkjunni er að finna í skýrslum presta úr 126 sóknum fyrir allt
árið 2012. Það er aðeins tæplega helmingur allra 272 sókna landsins, en voru samt það
nákvæmar og upplýsandi að nefndin birtir þær hér með. (Sjá töflu 2 hér að neðan).