Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 20
21
Starfshópar kirkjuráðs
Starfshópar kirkjuráðs eiga sér samsvörun í föstum þingnefndum kirkjuþings og eru
skipaðir formanni viðkomandi þingnefndar, fulltrúa úr kirkjuráði og fulltrúa biskups
Íslands.
Starfsfólk kirkjuráðs
Starfsmenn kirkjuráðs eru: Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri
kirkjuráðs, Guðrún Finnbjarnardóttir fulltrúi, Arnór Skúlason, arkitekt, verkefnastjóri
viðhaldsmála á fasteignasviði en Kristín Mjöll Kristinsdóttir, innanhúsarkitekt, sem gegnt
hafði því starfi áður, lét af störfum 31. mars sl. Einnig starfaði fyrir kirkjuráð Kristín Björg
Albertsdóttir, verkefnastjóri lögfræði og stjórnsýslumála á fasteignasviði, en hún sagði
starfi sínu lausu frá 1. september sl. Ekki hefur verið ráðinn lögfræðingur í hennar stað. Þá
starfar Ólína Hulda Guðmundsdóttir fulltrúi á fasteignasviði í hlutastarfi. Verkefnastjóri
á sviði fjármála sókna er Magnhildur Sigurbjörnsdóttir. Á sviði upplýsingatæknimála
starfar Örvar Kárason verkefnisstjóri.
Framkvæmdastjóra kirkjuráðs hefur verið veitt launalaust leyfi frá störfum í eitt ár að
eigin ósk frá næstu áramótum og mun hann fara til starfa á fasteignasviði í leyfi sínu.
Fjármálastjóri Biskupsstofu, Sigríður Dögg Geirsdóttir, mun leysa hann af í leyfinu.
Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu lét af störfum 31. maí sl. Nýr
skrifstofustjóri er Sveinbjörg Pálsdóttir, guðfræðingur og stjórnsýslufræðingur.
Verkefni kirkjuráðs á starfsárinu
Reglulegt kirkjuþing, 49. kirkjuþing 2012, hófst í Grensásskirkju þann 11. nóvember
2012. Það var frábrugðið fyrri þingum því það kom saman í þremur lotum, í nóvember,
í desember og í mars en á kirkjuþingi í nóvember 2012 var samþykkt bráðabirgðaákvæði
við starfsreglur um þingsköp kirkjuþing nr. 949/2009, að fresta mætti þinginu í allt að
sex mánuði. Þingfundir voru haldnir frá 11. nóvember til fimmtudagsins 15. nóvember,
laugardaginn 15. desember s.á og 1. og 2. mars 2013. Tveir seinni þingfundir voru haldnir
í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.
Á þinginu voru lögð fram 46 mál þar af voru 31 þingmannamál, kirkjuráð flutti sjö
mál, biskup Íslands fjögur, milliþinganefnd flutti eitt mál og innanríkisráðherra tvö
mál. Eitt mál var flutt af fulltrúa kirkjuþings unga fólksins. Alls voru 32 mál afgreidd á
49. kirkjuþingi. Gerðir kirkjuþings eru gefnar út og þeim dreift til þingfulltrúa, presta,
formanna sóknarnefnda o. fl. Þar er finna breytingar á starfsreglum, nýjar starfsreglur og
ályktanir og samþykktir kirkjuþings. Kirkjuráð hefur unnið að framkvæmd og kynningu
þeirra mála sem kirkjuþing fól ráðinu að sinna. Jafnframt hafa samþykktar starfsreglur
verið birtar í Stjórnartíðindum. Skal nú gerð grein fyrir störfum kirkjuráðs við framkvæmd
samþykkta kirkjuþings.