Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 64
64 65
3. mál kirkjuþings 2013
Flutt af Solveigu Láru Guðmundsdóttur
Skýrslur nefnda og starfshópa
Jafnréttisnefnd þjóðkirkjunnar
Skýrsla til kirkjuþings
Í jafnréttisnefnd íslensku þjóðkirkjunnar eru aðalmenn þessir: Sr. Solveig Lára Guðmunds
dóttir vígslubiskup, formaður, sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, varaformaður, sr. Sigurður
Ægisson, ritari, Ólafur Ólafsson héraðsdómari og sr. Sunna Dóra Möller. Varamenn eru
í staf rófs röð þessir: Agnar Gunnarson, sr. Guðmundur Guðmundsson, Pétur Björgvin
Þorsteinsson, Seselía María Gunnarsdóttir og Sólrún Dögg Árnadóttir.
Á árinu skipaði biskup Íslands sr. Elínu Hrund Kristjánsdóttur sóknarprest í Reykhóla
presta kalli jafnréttisfulltrúa þjóðkirkjunnar og hefur hún unnið ötullega með nefndinni.
Alls hefur nefndin komið þrisvar sinnum saman, og ávallt í Glerárkirkju á Akureyri.
Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn 4. desember 2012, sá næsti 15. febrúar 2013 og sá
þriðji nú í nóvember.
Verkefni nefndarinnar er fyrst og fremst að fylgja framkvæmdaáætlun Jafnréttisstefnunnar.
Verkefni ársins var safna upplýsingum um laun starfsfólks kirkjunnar, annars vegar á
prófastsdæmisvísu hvað varðar starfsfólk safnaða og hins vegar á landsvísu hvað varðar
presta og starfsfólk Biskupsstofu og stofnana kirkjunnar, sbr. kafla 3 í framkvæmdaáætlun.
Einnig þótti brýnt að taka saman tölulegar upplýsingar um starfsfólk kirkjunnar, greina
þær út frá kyni og gera skýrslu um stöðuna, sem og að taka saman upplýsingar um
kynjahlutföll í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum kirkjunnar. Þar sem svörun var
lítil sem engin í fyrra þegar könnunin var send út bréflega var brugðið á það ráð að senda
könnunina út rafrænt og var það gert nú á haustmánuðum. 80 sóknir af þeim 210 sem
könnunina fengu senda svöruðu.
Jafnréttisfulltrúi hefur nú niðurstöður könnunarinnar til skoðunar, en helstu niðurstöður
eru að hlutfall launaðs starfsfólks hefur minnkað og þá hjá báðum kynjum. Kynin bæði
virðast öflug í sjálfboðnu starfi og varla er þar marktækur munur á milli kynja. Mun fleiri
karlar en konur eru organistar og flestir þeirra eru á verktakagreiðslum. Konur og karlar
gegna nokkuð jafnt kirkjuvörslu en karlar virðast vera að fá meira greitt fyrir þau störf en
konur. Sama má segja um meðhjálparastarfið þó eru þar fleiri karlar og þiggja þeir flestir