Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 107
107
V. kafli
Kirkjuráð
16. gr.
■Kirkjuráð fer með framkvæmdarvald í málefnum þjóðkirkjunnar.
■Kirkjuráð ber ábyrgð gagnvart kirkjuþingi.
■Kirkjuþing setur starfsreglur um samsetningu kirkjuráðs, kjör þess, stöðu og starfshætti
og setur annarra á fundi ráðsins.
17. gr.
■Kirkjuráð hefur forræði Skálholtsstaðar samkvæmt lögum um heimild handa
ríkisstjórninni til þess að afhenda Þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað, en er þó bundið af
fjárstjórnarvaldi kirkjuþings sbr. 1. mgr. 15. gr.
18. gr.
■Ákvörðunum kirkjulegra stjórnvalda má skjóta til kirkjuráðs til endanlegrar niðurstöðu.
Undanskildar eru ákvarðanir og samþykktir kirkjuþings, ákvarðanir biskups Íslands um
helgisiði og kenningarleg málefni.
■Einstökum ákvörðunum kirkjuráðs á framkvæmdasviði kirkjulegrar stjórnsýslu verður
ekki skotið til kirkjuþings en fjalla má um málefnið á kirkjuþingi að frumkvæði einstakra
kirkjuþingsmanna.
VI. kafli
Prestar, djáknar og prófastar.
19. gr.
■Þjónandi prestur þjóðkirkjunnar er hver sá sem gegnir prestsþjónustu í kirkjunni
samkvæmt vígslubréfi og eftir því sem lög og starfsreglur segja til um. Þjónandi prestar
þjóðkirkjunnar geta einnig starfað á vegum stofnana eða félagasamtaka með samþykki
biskups Íslands. Allir þjónandi prestar lúta tilsjón biskups Íslands og ákvörðunum
kirkjulegra stjórnvalda í kirkjulegum efnum.
■Biskup Íslands skipar í embætti sóknarprests og í önnur prestsembætti.
■Heimilt er, með samþykki kirkjuþings, að skipa fleiri presta en einn í prestakalli en þeir
skipta þá með sér verkum undir forystu sóknarprests.
■Kirkjuþing setur nánari ákvæði í starfsreglur um, val og veitingu prestsembætta, störf og
starfsskyldur sóknarpresta, annarra presta í söfnuði, héraðspresta og sérþjónustupresta og
verkaskipti þeirra á milli.
20. gr.
■Almenn skilyrði til að takast á hendur prestsþjónustu eru þessi:
1. Mag. theol. próf frá Háskóla Íslands eða háskólapróf í guðfræði sem metið verður því
jafngilt.
2. Að umsækjandi hafi hlotið starfsþjálfun og annan undirbúning samkvæmt nánari
ákvæðum í starfsreglum frá kirkjuþingi.