Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Síða 107

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Síða 107
107 V. kafli Kirkjuráð 16. gr. ■Kirkjuráð fer með framkvæmdarvald í málefnum þjóðkirkjunnar. ■Kirkjuráð ber ábyrgð gagnvart kirkjuþingi. ■Kirkjuþing setur starfsreglur um samsetningu kirkjuráðs, kjör þess, stöðu og starfshætti og setur annarra á fundi ráðsins. 17. gr. ■Kirkjuráð hefur forræði Skálholtsstaðar samkvæmt lögum um heimild handa ríkisstjórninni til þess að afhenda Þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað, en er þó bundið af fjárstjórnarvaldi kirkjuþings sbr. 1. mgr. 15. gr. 18. gr. ■Ákvörðunum kirkjulegra stjórnvalda má skjóta til kirkjuráðs til endanlegrar niðurstöðu. Undanskildar eru ákvarðanir og samþykktir kirkjuþings, ákvarðanir biskups Íslands um helgisiði og kenningarleg málefni. ■Einstökum ákvörðunum kirkjuráðs á framkvæmdasviði kirkjulegrar stjórnsýslu verður ekki skotið til kirkjuþings en fjalla má um málefnið á kirkjuþingi að frumkvæði einstakra kirkjuþingsmanna. VI. kafli Prestar, djáknar og prófastar. 19. gr. ■Þjónandi prestur þjóðkirkjunnar er hver sá sem gegnir prestsþjónustu í kirkjunni samkvæmt vígslubréfi og eftir því sem lög og starfsreglur segja til um. Þjónandi prestar þjóðkirkjunnar geta einnig starfað á vegum stofnana eða félagasamtaka með samþykki biskups Íslands. Allir þjónandi prestar lúta tilsjón biskups Íslands og ákvörðunum kirkjulegra stjórnvalda í kirkjulegum efnum. ■Biskup Íslands skipar í embætti sóknarprests og í önnur prestsembætti. ■Heimilt er, með samþykki kirkjuþings, að skipa fleiri presta en einn í prestakalli en þeir skipta þá með sér verkum undir forystu sóknarprests. ■Kirkjuþing setur nánari ákvæði í starfsreglur um, val og veitingu prestsembætta, störf og starfsskyldur sóknarpresta, annarra presta í söfnuði, héraðspresta og sérþjónustupresta og verkaskipti þeirra á milli. 20. gr. ■Almenn skilyrði til að takast á hendur prestsþjónustu eru þessi: 1. Mag. theol. próf frá Háskóla Íslands eða háskólapróf í guðfræði sem metið verður því jafngilt. 2. Að umsækjandi hafi hlotið starfsþjálfun og annan undirbúning samkvæmt nánari ákvæðum í starfsreglum frá kirkjuþingi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.